Fótboltamaður fær hæstu einkunn í Harvard-háskóla 19. maí 2012 16:00 Efnilegur Guðmundur Reynir Gunnarsson, hagfræðinemi og fótboltamaður í KR, hlaut hæstu einkunn frá Harvard-háskólanum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur.fréttablaðið/stefán Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður í KR og nemandi í hagfræði við Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn frá hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur. Guðmundur Reynir er kominn aftur heim til Íslands og lék sinn fyrsta leik með KR á þriðjudaginn var. Guðmundur stundaði skiptinám við Harvard-háskólann í vetur og lauk önninni með hæstu einkunn í öllum fögum. „Ég tók tvö fög í hagfræði og tvö fög í sálfræði og fékk „A" í þeim öllum. Ég er mjög sáttur við einkunnirnar og þær koma sér líklega vel þegar ég sæki um framhaldsnám eða vinnu í framtíðinni," segir Guðmundur, sem stundar-BA nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Skiptinámið við Harvard er nýtt af nálinni og enn er enginn samstarfsamningur á milli háskólanna tveggja og þurfti Guðmundur því að fá sérstakt leyfi frá HÍ fyrir skiptináminu. „Námið var öðruvísi en ég átti að venjast, það var mikið af verkefnaskilum yfir önnina og mikið lagt upp úr virkni og vinnu í tímum þannig að lokaprófin sjálf höfðu minna vægi." Guðmundur eyddi lunganum úr deginum í nám og verkefnavinnu og spilaði fótbolta með skólaliðinu í frítíma sínum. „Ég bjó rétt hjá stúdentagörðunum og mætti snemma morguns í skólann og var þar meira og minna allan daginn. Kvöldin fóru svo annaðhvort í að sinna félagslífinu eða lærdómi." Undirbúningstímabilið hófst í nóvember og missti Guðmundur að miklu leyti af því vegna skiptinámsins. Hann lék sinn fyrsta leik á þessu tímabili á þriðjudaginn og hyggst einbeita sér alfarið að boltanum í sumar enda er mikið í húfi því KR-ingar þurfa að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Inntur eftir því hvað liðsfélögum hans þyki um hinn góða námsárangur segir Guðmundur þá helst gera góðlátlegt grín að honum. „Þeir gera nú mest grín að þessu og reyna að finna eins marga brandara út á þetta og þeir geta. Ég tek því létt og hef bara gaman af þessu."sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður í KR og nemandi í hagfræði við Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn frá hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur. Guðmundur Reynir er kominn aftur heim til Íslands og lék sinn fyrsta leik með KR á þriðjudaginn var. Guðmundur stundaði skiptinám við Harvard-háskólann í vetur og lauk önninni með hæstu einkunn í öllum fögum. „Ég tók tvö fög í hagfræði og tvö fög í sálfræði og fékk „A" í þeim öllum. Ég er mjög sáttur við einkunnirnar og þær koma sér líklega vel þegar ég sæki um framhaldsnám eða vinnu í framtíðinni," segir Guðmundur, sem stundar-BA nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Skiptinámið við Harvard er nýtt af nálinni og enn er enginn samstarfsamningur á milli háskólanna tveggja og þurfti Guðmundur því að fá sérstakt leyfi frá HÍ fyrir skiptináminu. „Námið var öðruvísi en ég átti að venjast, það var mikið af verkefnaskilum yfir önnina og mikið lagt upp úr virkni og vinnu í tímum þannig að lokaprófin sjálf höfðu minna vægi." Guðmundur eyddi lunganum úr deginum í nám og verkefnavinnu og spilaði fótbolta með skólaliðinu í frítíma sínum. „Ég bjó rétt hjá stúdentagörðunum og mætti snemma morguns í skólann og var þar meira og minna allan daginn. Kvöldin fóru svo annaðhvort í að sinna félagslífinu eða lærdómi." Undirbúningstímabilið hófst í nóvember og missti Guðmundur að miklu leyti af því vegna skiptinámsins. Hann lék sinn fyrsta leik á þessu tímabili á þriðjudaginn og hyggst einbeita sér alfarið að boltanum í sumar enda er mikið í húfi því KR-ingar þurfa að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Inntur eftir því hvað liðsfélögum hans þyki um hinn góða námsárangur segir Guðmundur þá helst gera góðlátlegt grín að honum. „Þeir gera nú mest grín að þessu og reyna að finna eins marga brandara út á þetta og þeir geta. Ég tek því létt og hef bara gaman af þessu."sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira