Fótboltamaður fær hæstu einkunn í Harvard-háskóla 19. maí 2012 16:00 Efnilegur Guðmundur Reynir Gunnarsson, hagfræðinemi og fótboltamaður í KR, hlaut hæstu einkunn frá Harvard-háskólanum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur.fréttablaðið/stefán Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður í KR og nemandi í hagfræði við Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn frá hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur. Guðmundur Reynir er kominn aftur heim til Íslands og lék sinn fyrsta leik með KR á þriðjudaginn var. Guðmundur stundaði skiptinám við Harvard-háskólann í vetur og lauk önninni með hæstu einkunn í öllum fögum. „Ég tók tvö fög í hagfræði og tvö fög í sálfræði og fékk „A" í þeim öllum. Ég er mjög sáttur við einkunnirnar og þær koma sér líklega vel þegar ég sæki um framhaldsnám eða vinnu í framtíðinni," segir Guðmundur, sem stundar-BA nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Skiptinámið við Harvard er nýtt af nálinni og enn er enginn samstarfsamningur á milli háskólanna tveggja og þurfti Guðmundur því að fá sérstakt leyfi frá HÍ fyrir skiptináminu. „Námið var öðruvísi en ég átti að venjast, það var mikið af verkefnaskilum yfir önnina og mikið lagt upp úr virkni og vinnu í tímum þannig að lokaprófin sjálf höfðu minna vægi." Guðmundur eyddi lunganum úr deginum í nám og verkefnavinnu og spilaði fótbolta með skólaliðinu í frítíma sínum. „Ég bjó rétt hjá stúdentagörðunum og mætti snemma morguns í skólann og var þar meira og minna allan daginn. Kvöldin fóru svo annaðhvort í að sinna félagslífinu eða lærdómi." Undirbúningstímabilið hófst í nóvember og missti Guðmundur að miklu leyti af því vegna skiptinámsins. Hann lék sinn fyrsta leik á þessu tímabili á þriðjudaginn og hyggst einbeita sér alfarið að boltanum í sumar enda er mikið í húfi því KR-ingar þurfa að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Inntur eftir því hvað liðsfélögum hans þyki um hinn góða námsárangur segir Guðmundur þá helst gera góðlátlegt grín að honum. „Þeir gera nú mest grín að þessu og reyna að finna eins marga brandara út á þetta og þeir geta. Ég tek því létt og hef bara gaman af þessu."sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður í KR og nemandi í hagfræði við Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn frá hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur. Guðmundur Reynir er kominn aftur heim til Íslands og lék sinn fyrsta leik með KR á þriðjudaginn var. Guðmundur stundaði skiptinám við Harvard-háskólann í vetur og lauk önninni með hæstu einkunn í öllum fögum. „Ég tók tvö fög í hagfræði og tvö fög í sálfræði og fékk „A" í þeim öllum. Ég er mjög sáttur við einkunnirnar og þær koma sér líklega vel þegar ég sæki um framhaldsnám eða vinnu í framtíðinni," segir Guðmundur, sem stundar-BA nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Skiptinámið við Harvard er nýtt af nálinni og enn er enginn samstarfsamningur á milli háskólanna tveggja og þurfti Guðmundur því að fá sérstakt leyfi frá HÍ fyrir skiptináminu. „Námið var öðruvísi en ég átti að venjast, það var mikið af verkefnaskilum yfir önnina og mikið lagt upp úr virkni og vinnu í tímum þannig að lokaprófin sjálf höfðu minna vægi." Guðmundur eyddi lunganum úr deginum í nám og verkefnavinnu og spilaði fótbolta með skólaliðinu í frítíma sínum. „Ég bjó rétt hjá stúdentagörðunum og mætti snemma morguns í skólann og var þar meira og minna allan daginn. Kvöldin fóru svo annaðhvort í að sinna félagslífinu eða lærdómi." Undirbúningstímabilið hófst í nóvember og missti Guðmundur að miklu leyti af því vegna skiptinámsins. Hann lék sinn fyrsta leik á þessu tímabili á þriðjudaginn og hyggst einbeita sér alfarið að boltanum í sumar enda er mikið í húfi því KR-ingar þurfa að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Inntur eftir því hvað liðsfélögum hans þyki um hinn góða námsárangur segir Guðmundur þá helst gera góðlátlegt grín að honum. „Þeir gera nú mest grín að þessu og reyna að finna eins marga brandara út á þetta og þeir geta. Ég tek því létt og hef bara gaman af þessu."sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira