Leyndardómur um líkamsvöxt Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. maí 2012 09:45 Fyrir þó nokkrum árum var ég að kaupa blóm í ónefndri blómabúð á höfuðborgarsvæðinu af tilefni sem mér er nú runnið úr minni. Allt var í blóma uns ég tók eftir því að afgreiðslukonan var frekar framsett um sig miðja. Ég var undir áhrifum ilmsins sem fyllir vitin á svona stöðum svo ég spurði: „Og hvenær kemur svo króinn í heiminn?" Ha?" svarar hún og gat ég ekki betur séð en að hún væri gáttuð á framhleypni Vestfirðingsins. Taldi ég þetta vera menningarárekstur því vestur á fjörðum er fólk ekki látið svo afskiptalaust í lífsins ölduróti. Þar fer enginn með frunsu óáreittur en í henni Reykjavík gætu menn arkað um bæinn með hausinn í fanginu án þess að nokkur léti sig það neinu varða. „Veistu hvort þetta er strákur eða stelpa?" spyr ég þá. „Ég veit bara ekkert um hvað þú ert að tala." Ég fór í örvæntingu að leita að munni í gólfinu sem gæti gleypt mig en þegar sú leit bar ekki árangur fór ég að þefa af túlípönum eins og þorpari sem væri í fyrsta sinn í bænum. Ég fór strax að setja saman aðgerðaráætlun til að svona hneisur myndu ekki endurtaka sig. Reyndar var þetta frekar aðgerðarleysisáætlun því hún kvað á um að aldrei framar skyldi ég nefna nokkurn skapaðan hlut við konu sem eitthvað hefði með líkamsvöxt hennar að gera. Bara ekki. Nú lenti ég í því hér suður á Spáni að vera að vinna með konu sem mér fannst vera orðin frekar framsett. Ég hélt mig við gömlu áætlunina og hugsaði með mér að kannski hefði hún klætt þessa bumbu af sér en nú þegar blési frá Sahara blasti þessi vöxtur hennar við. Ég var síðan orðinn alveg viss um að hún væri ólétt en af tryggð við gamlan eið þagði ég eins og steinninn. Svo kemur þar ung stúlka og segir eins og ekkert sé eðlilegra: „Nei, ég var ekki búin að sjá þig svona, hvað ertu komin langt?" Nei, ég var ekki búinn að taka eftir þessu," segi ég þá eins og uppgerðarlegur bjáni. Nú er ég með nýjan aðgerðarpakka í smíðum. Í honum verða engin heimskuleg plön til að koma í veg fyrir mistök, aðeins ákvæði um heilindi þegar þau ber að garði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Fyrir þó nokkrum árum var ég að kaupa blóm í ónefndri blómabúð á höfuðborgarsvæðinu af tilefni sem mér er nú runnið úr minni. Allt var í blóma uns ég tók eftir því að afgreiðslukonan var frekar framsett um sig miðja. Ég var undir áhrifum ilmsins sem fyllir vitin á svona stöðum svo ég spurði: „Og hvenær kemur svo króinn í heiminn?" Ha?" svarar hún og gat ég ekki betur séð en að hún væri gáttuð á framhleypni Vestfirðingsins. Taldi ég þetta vera menningarárekstur því vestur á fjörðum er fólk ekki látið svo afskiptalaust í lífsins ölduróti. Þar fer enginn með frunsu óáreittur en í henni Reykjavík gætu menn arkað um bæinn með hausinn í fanginu án þess að nokkur léti sig það neinu varða. „Veistu hvort þetta er strákur eða stelpa?" spyr ég þá. „Ég veit bara ekkert um hvað þú ert að tala." Ég fór í örvæntingu að leita að munni í gólfinu sem gæti gleypt mig en þegar sú leit bar ekki árangur fór ég að þefa af túlípönum eins og þorpari sem væri í fyrsta sinn í bænum. Ég fór strax að setja saman aðgerðaráætlun til að svona hneisur myndu ekki endurtaka sig. Reyndar var þetta frekar aðgerðarleysisáætlun því hún kvað á um að aldrei framar skyldi ég nefna nokkurn skapaðan hlut við konu sem eitthvað hefði með líkamsvöxt hennar að gera. Bara ekki. Nú lenti ég í því hér suður á Spáni að vera að vinna með konu sem mér fannst vera orðin frekar framsett. Ég hélt mig við gömlu áætlunina og hugsaði með mér að kannski hefði hún klætt þessa bumbu af sér en nú þegar blési frá Sahara blasti þessi vöxtur hennar við. Ég var síðan orðinn alveg viss um að hún væri ólétt en af tryggð við gamlan eið þagði ég eins og steinninn. Svo kemur þar ung stúlka og segir eins og ekkert sé eðlilegra: „Nei, ég var ekki búin að sjá þig svona, hvað ertu komin langt?" Nei, ég var ekki búinn að taka eftir þessu," segi ég þá eins og uppgerðarlegur bjáni. Nú er ég með nýjan aðgerðarpakka í smíðum. Í honum verða engin heimskuleg plön til að koma í veg fyrir mistök, aðeins ákvæði um heilindi þegar þau ber að garði.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun