Stella McCartney hannar brúðarkjól Sólveigar Kára 23. maí 2012 11:00 Sólveig Káradóttir klæðist kjól frá Stellu McCartney er hún gengur að eiga unnnusta sinn Dhani Harrison, son Bítilsins sáluga George Harrison, í næstu viku. Nordicphotos/getty Fatahönnuðurinn Stella McCartney hannar brúðarkjól Sólveigar Káradóttur en hún gengur að eiga tónlistarmanninn Dhani Harrison í næstu viku. Harrison er sonur Bítilsins sáluga George Harrison en parið hefur verið saman í nokkur ár og býr saman í Los Angeles. Sólveig er fyrrum fyrirsæta og menntaður sálfræðingur frá Háskólanum í Boston en Harrison er tónlistarmaður og meðlimur sveitarinnar Thenewno2. Brúðkaupið fer fram í Bretlandi og búist er við fjölmenni frá báðum fjölskyldum. Það kemur ekki á óvart að dóttir Bítilsins Pauls McCartney hafi fengið það vandasama hlutverk að hanna brúðarkjólinn en þeim Sólveigu er vel til vina. Til að mynda voru Harrison, Sólveig og tilvonandi tengdamóðir hennar Olivia Harrison gestir í brúðkaupi Pauls McCartney og Nancy Shevell í fyrra. Stella McCartney hannaði einmitt brúðarkjól Shevell en hún var einnig í umræðu yfir þá bresku hönnuði sem kom til greina að myndu hanna brúðarkjól Katrínar hertogaynju af Cambrigde er hún gekk að eiga Vilhjálms Bretaprins. Það var Sarah Burton fyrir Alexander McQueen sem að lokum hannaði kjólinn fræga. McCartney hannaði hins vegar brúðarkjól Madonnu þegar hún giftist leikstjóranum Guy Richie. Hún hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir framlag sitt til fatahönnunarbransans. Árið 2007 fékk hún til að mynda verðlaun sem fatahönnuður ársins í Bretlandi frá breska fagráðinu en hún er fræg fyrir einfalda og klassíska hönnun. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Fleiri fréttir Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Fatahönnuðurinn Stella McCartney hannar brúðarkjól Sólveigar Káradóttur en hún gengur að eiga tónlistarmanninn Dhani Harrison í næstu viku. Harrison er sonur Bítilsins sáluga George Harrison en parið hefur verið saman í nokkur ár og býr saman í Los Angeles. Sólveig er fyrrum fyrirsæta og menntaður sálfræðingur frá Háskólanum í Boston en Harrison er tónlistarmaður og meðlimur sveitarinnar Thenewno2. Brúðkaupið fer fram í Bretlandi og búist er við fjölmenni frá báðum fjölskyldum. Það kemur ekki á óvart að dóttir Bítilsins Pauls McCartney hafi fengið það vandasama hlutverk að hanna brúðarkjólinn en þeim Sólveigu er vel til vina. Til að mynda voru Harrison, Sólveig og tilvonandi tengdamóðir hennar Olivia Harrison gestir í brúðkaupi Pauls McCartney og Nancy Shevell í fyrra. Stella McCartney hannaði einmitt brúðarkjól Shevell en hún var einnig í umræðu yfir þá bresku hönnuði sem kom til greina að myndu hanna brúðarkjól Katrínar hertogaynju af Cambrigde er hún gekk að eiga Vilhjálms Bretaprins. Það var Sarah Burton fyrir Alexander McQueen sem að lokum hannaði kjólinn fræga. McCartney hannaði hins vegar brúðarkjól Madonnu þegar hún giftist leikstjóranum Guy Richie. Hún hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir framlag sitt til fatahönnunarbransans. Árið 2007 fékk hún til að mynda verðlaun sem fatahönnuður ársins í Bretlandi frá breska fagráðinu en hún er fræg fyrir einfalda og klassíska hönnun. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Fleiri fréttir Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira