Kostur á kjarabót Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. maí 2012 06:00 Undanfarin ár hafa Íslendingar sem hyggja á fasteignakaup getað farið inn á vefsíður Íbúðalánasjóðs og bankanna til að skoða greiðslubyrði sína og lántökukostnað af húsnæðisláni, miðað við mismunandi forsendur. Alla jafna hefur útreikningurinn sýnt að á lánstímanum þurfi Íslendingurinn að borga lánið tvö- til þrefalt til baka, svona eftir því hvaða sennilegu forsendur fólk hefur gefið sér um vexti og verðbólgu á Íslandi. Yfir þessu höfum við auðvitað andvarpað, en svo bara látið okkur hafa það, tekið lánið og búið okkur undir að strita fyrir afborgununum. Enda hefur fólk ekki átt annan kost. Á tímabili freistuðust sumir reyndar til að taka lán tengd við gengi erlendra gjaldmiðla, vegna lægra vaxtastigs í löndunum þar sem þeir eru notaðir. Við vitum hvernig það fór þegar krónan hrundi. Núna er hins vegar annar raunhæfur kostur í boði; að taka upp evru í stað krónunnar. Það gerist ekki öðruvísi en með Evrópusambandsaðild. Já Ísland hefur opnað vef með reiknivél, þar sem fólk getur borið saman kostina; hefðbundið íslenzkt húsnæðislán og algenga tegund af húsnæðisláni á evrusvæðinu. Samanburðurinn er óneitanlega sláandi. Í dæminu sem var tekið í frétt hér í blaðinu í gær, er borið saman 18,5 milljóna króna lán tekið á Íslandi árið 2006 og jafnhátt lán tekið í landi með evru á sama tíma. Íslenzki lántakandinn skuldar enn þá 27,5 milljónir þrátt fyrir að vera búinn að borga átta og hálfa milljón á sex árum. Sá sem tók lán í evrum hefur borgað heldur minna, eða tæpar átta milljónir, og skuldar ekki nema fimmtán og hálfa. Forystumenn Alþýðusambandsins hafa fært sannfærandi rök fyrir því að upptaka evru hér á landi væri ein mesta kjarabót sem íslenzkum almenningi stæði til boða. Þeir hafa bent á að okkar litli, sjálfstæði gjaldmiðill er bæði undirrót verðbólgu sem er sögulega miklu meiri en á evrusvæðinu og útskýringin á gríðarlegum vaxtamun. Í greinum sem forseti og hagfræðingur ASÍ skrifuðu hér í blaðið undir lok síðasta árs bentu þeir á að fyrir hjón með meðaltekjur, sem tækju lán fyrir þriggja herbergja íbúð, myndi vaxtalækkun samfara upptöku evrunnar jafngilda 29% launahækkun fyrir skatt. Flesta munar um minna. Það er líka stór munur á að skulda 27,5 milljónir eða 15,5 eftir að hafa borgað af húsnæðisláninu sínu í sex ár. Evrusvæðið glímir við sín vandamál. Þau eru fyrst og fremst skuldavandi, ekki gjaldmiðilsvandi. Gengið hefur ekki hrunið, verðbólgan ekki farið úr böndunum (það sjáum við á tölum sem birtast reglulega) og greiðslubyrði fjölskyldna með húsnæðislán ekki snarhækkað. Aðild að Evrópusambandinu og upptaka evrunnar er raunhæfasti kosturinn sem Ísland hefur á að taka upp nýjan gjaldmiðil. Við eigum að láta á þann kost reyna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Undanfarin ár hafa Íslendingar sem hyggja á fasteignakaup getað farið inn á vefsíður Íbúðalánasjóðs og bankanna til að skoða greiðslubyrði sína og lántökukostnað af húsnæðisláni, miðað við mismunandi forsendur. Alla jafna hefur útreikningurinn sýnt að á lánstímanum þurfi Íslendingurinn að borga lánið tvö- til þrefalt til baka, svona eftir því hvaða sennilegu forsendur fólk hefur gefið sér um vexti og verðbólgu á Íslandi. Yfir þessu höfum við auðvitað andvarpað, en svo bara látið okkur hafa það, tekið lánið og búið okkur undir að strita fyrir afborgununum. Enda hefur fólk ekki átt annan kost. Á tímabili freistuðust sumir reyndar til að taka lán tengd við gengi erlendra gjaldmiðla, vegna lægra vaxtastigs í löndunum þar sem þeir eru notaðir. Við vitum hvernig það fór þegar krónan hrundi. Núna er hins vegar annar raunhæfur kostur í boði; að taka upp evru í stað krónunnar. Það gerist ekki öðruvísi en með Evrópusambandsaðild. Já Ísland hefur opnað vef með reiknivél, þar sem fólk getur borið saman kostina; hefðbundið íslenzkt húsnæðislán og algenga tegund af húsnæðisláni á evrusvæðinu. Samanburðurinn er óneitanlega sláandi. Í dæminu sem var tekið í frétt hér í blaðinu í gær, er borið saman 18,5 milljóna króna lán tekið á Íslandi árið 2006 og jafnhátt lán tekið í landi með evru á sama tíma. Íslenzki lántakandinn skuldar enn þá 27,5 milljónir þrátt fyrir að vera búinn að borga átta og hálfa milljón á sex árum. Sá sem tók lán í evrum hefur borgað heldur minna, eða tæpar átta milljónir, og skuldar ekki nema fimmtán og hálfa. Forystumenn Alþýðusambandsins hafa fært sannfærandi rök fyrir því að upptaka evru hér á landi væri ein mesta kjarabót sem íslenzkum almenningi stæði til boða. Þeir hafa bent á að okkar litli, sjálfstæði gjaldmiðill er bæði undirrót verðbólgu sem er sögulega miklu meiri en á evrusvæðinu og útskýringin á gríðarlegum vaxtamun. Í greinum sem forseti og hagfræðingur ASÍ skrifuðu hér í blaðið undir lok síðasta árs bentu þeir á að fyrir hjón með meðaltekjur, sem tækju lán fyrir þriggja herbergja íbúð, myndi vaxtalækkun samfara upptöku evrunnar jafngilda 29% launahækkun fyrir skatt. Flesta munar um minna. Það er líka stór munur á að skulda 27,5 milljónir eða 15,5 eftir að hafa borgað af húsnæðisláninu sínu í sex ár. Evrusvæðið glímir við sín vandamál. Þau eru fyrst og fremst skuldavandi, ekki gjaldmiðilsvandi. Gengið hefur ekki hrunið, verðbólgan ekki farið úr böndunum (það sjáum við á tölum sem birtast reglulega) og greiðslubyrði fjölskyldna með húsnæðislán ekki snarhækkað. Aðild að Evrópusambandinu og upptaka evrunnar er raunhæfasti kosturinn sem Ísland hefur á að taka upp nýjan gjaldmiðil. Við eigum að láta á þann kost reyna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun