Gullhafi helgarinnar gerir mynsturforrit fyrir iPad 12. júní 2012 09:00 Siggi er þekktur fyrir einstakar teikningar sínar og í næsta mánuði kemur út forrit með 150 slíkum myndum, þar á meðal eftirfarandi mynd, sem notendur geta búið til nýtt mynstur úr. „Þetta er fyrir almenning sem leiðist í ipad-num eða iphone-inum sínum," segir grafíski hönnuðurinn Siggi Eggertsson sem vinnur að fyrsta forritinu sínu ásamt forritaranum og æskuvini sínum Hjalta Jakobssyni. Von er á forritinu um miðjan næsta mánuðinn. „Það má segja að notendur skapi myndir eða mynstur eftir mig sem ég hef ekki búið til," segir Siggi en forritið hefur að geyma 150 myndir eftir hann og blanda handhafar forritsins þeim saman svo úr verður ný mynd. "Þetta er svona mynsturmaskína". Siggi er með mörg járn í eldinum þessa dagana því ásamt þróun forritsins er hann að teikna tíu myndir af áhrifamiklu fólki í tækniiðnaðinum fyrir virta tímaritið Newsweek. „Þetta er fyrir grein um hundrað áhrifamesta fólkið í tækniiðnaðinum og ég er að teikna topp tíu," segir Siggi og bætir við: "Þetta var bara óvænt verkefni. Ég teikna mikið fyrir tímarit og hef sem dæmi unnið fyrir Wallpaper og gerði forsíðuna á Village Voice í byrjun febrúar." Á sama tíma er hann með kynningarefni fyrir Playstation í vinnslu og plötuumslag fyrir þýska raftónlistar plötuútgáfufyrirtækið Bplitch Control. Þessi alþjóðlegu verkefni eru engin nýlunda hjá hönnuðinum sem hefur starfað sjálfstætt í Berlín frá árinu 2008 og unnið fyrir þekkt fyrirtæki á borð við Coca Cola, Nike, Nokia og Mulberry.Síðasta laugardag varð Siggi fyrstur Íslendinga til að vinna gullverðlaun á ADC*E, einni stærstu hönnunarkeppni heims. Verðlaunin voru í flokki myndskreytinga og ljósmynda og veitt fyrir herferð hans sem unnin var í sameiningu við Jónsson & Le'macks fyrir fyrirtækjasvið Landsbankans. Alls var valið úr 971 verkum frá 23 Evrópulöndum og 29 þeirra hlutu gullverðlaun. Tvenn silfurverðlaun féllu í skaut Íslendinga. Það voru meðlimir LetterPress, þær Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir, sem hlutu viðurkenningu í flokki grafískrar hönnunar fyrir kynningarefnið Bland í búnti. Að sama skapi var hópurinn RVK Design Lab verðlaunaður í flokki annars konar hönnunar fyrir herferð sína Filmnd fyrir Reykjavík Film Festival. Verkin fá með þessu þátttökurétt í stærri hönnunarkeppni sem heitir The Cup en þátttaka fæst með viðurkenningu á einni af fjórum álfu-keppnum í hönnun. Áhugsamir geta skoðað verkefni Sigga á vefsíðu hans siggieggertsson.com. hallfridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira
„Þetta er fyrir almenning sem leiðist í ipad-num eða iphone-inum sínum," segir grafíski hönnuðurinn Siggi Eggertsson sem vinnur að fyrsta forritinu sínu ásamt forritaranum og æskuvini sínum Hjalta Jakobssyni. Von er á forritinu um miðjan næsta mánuðinn. „Það má segja að notendur skapi myndir eða mynstur eftir mig sem ég hef ekki búið til," segir Siggi en forritið hefur að geyma 150 myndir eftir hann og blanda handhafar forritsins þeim saman svo úr verður ný mynd. "Þetta er svona mynsturmaskína". Siggi er með mörg járn í eldinum þessa dagana því ásamt þróun forritsins er hann að teikna tíu myndir af áhrifamiklu fólki í tækniiðnaðinum fyrir virta tímaritið Newsweek. „Þetta er fyrir grein um hundrað áhrifamesta fólkið í tækniiðnaðinum og ég er að teikna topp tíu," segir Siggi og bætir við: "Þetta var bara óvænt verkefni. Ég teikna mikið fyrir tímarit og hef sem dæmi unnið fyrir Wallpaper og gerði forsíðuna á Village Voice í byrjun febrúar." Á sama tíma er hann með kynningarefni fyrir Playstation í vinnslu og plötuumslag fyrir þýska raftónlistar plötuútgáfufyrirtækið Bplitch Control. Þessi alþjóðlegu verkefni eru engin nýlunda hjá hönnuðinum sem hefur starfað sjálfstætt í Berlín frá árinu 2008 og unnið fyrir þekkt fyrirtæki á borð við Coca Cola, Nike, Nokia og Mulberry.Síðasta laugardag varð Siggi fyrstur Íslendinga til að vinna gullverðlaun á ADC*E, einni stærstu hönnunarkeppni heims. Verðlaunin voru í flokki myndskreytinga og ljósmynda og veitt fyrir herferð hans sem unnin var í sameiningu við Jónsson & Le'macks fyrir fyrirtækjasvið Landsbankans. Alls var valið úr 971 verkum frá 23 Evrópulöndum og 29 þeirra hlutu gullverðlaun. Tvenn silfurverðlaun féllu í skaut Íslendinga. Það voru meðlimir LetterPress, þær Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir, sem hlutu viðurkenningu í flokki grafískrar hönnunar fyrir kynningarefnið Bland í búnti. Að sama skapi var hópurinn RVK Design Lab verðlaunaður í flokki annars konar hönnunar fyrir herferð sína Filmnd fyrir Reykjavík Film Festival. Verkin fá með þessu þátttökurétt í stærri hönnunarkeppni sem heitir The Cup en þátttaka fæst með viðurkenningu á einni af fjórum álfu-keppnum í hönnun. Áhugsamir geta skoðað verkefni Sigga á vefsíðu hans siggieggertsson.com. hallfridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira