2.277 hundar eru skráðir í Reykjavík 14. júní 2012 07:00 nágrenni fréttablaðsins Á heimasíðunni gogn.in geta lesendur séð hve margir hundar eru skráðir í nágrenni þeirra. Hér sést að í 500 m radíus frá Fréttablaðinu eru þeir 43. Sjái lesendur ekki merki um hund sem þeir vita af er hann ekki skráður. Skrá yfir útgefin hundaleyfi í Reykjavík hefur nú verið gerð opinber á netinu. Samkvæmt henni eru nú 2.277 hundar á skrá í borginni. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur óskaði álits Persónuverndar á birtingunni áður en í hana var ráðist. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, en það sér meðal annars um hundamál, segir að með þessu sé verið að opna stjórnsýsluna. Enginn eigi að skammast sín fyrir að eiga skráðan hund og listinn sé til upplýsingar vilji fólk sjá hvar þeir eru skráðir. Árný segir að viti fólk af hundum sem ekki eru á listanum kunni umsókn um leyfi fyrir þá að vera í ferli, eða þeir séu hreinlega óskráðir. Hún segir mikið kvartað yfir hundum í borginni. „Já, ansi mikið. Við fáum margar ábendingar, það breytist ekkert. Við skráum líklega einar 600 til 700 kvartanir á ári og svo er einhver fjöldi sem ekki er skráður." Árný segir önnur sveitarfélög hafa birt lista yfir útgefin leyfi, til dæmis Blönduós og Dalvík. Þegar Reykjavík stígi fram veki það hins vegar oft athygli. „Við leituðum álits Persónuverndar, en það verður bara að koma í ljós hvort einhver gerir athugasemdir við málið." Páll Hilmarsson gagnablaðamaður hefur unnið upplýsingar úr listanum og sett fram á myndrænan hátt á heimasíðunni gogn.in sem er í eigu hans. Hann segir eðlilegt að fólk geti séð hvar hundar eru staðsettir í borginni. Þeir sem hafi ofnæmi, eða séu hræddir við hunda, geti þá valið sér búsetu eftir því. „Önnur ástæða fyrir því að ég réðst í þetta var að ég vildi sýna fram á hvað er hægt að gera þegar hið opinbera, sem situr á ómældu magni af gögnum, lætur þau frá sér. Þá kemur einhver og gerir eitthvað við gögnin og notar þau á einhvern nýtilegan hátt sem hinu opinbera hafði ekki dottið í hug, eða hafði ekki tækifæri, tíma eða peninga til að gera eitthvað við." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Skrá yfir útgefin hundaleyfi í Reykjavík hefur nú verið gerð opinber á netinu. Samkvæmt henni eru nú 2.277 hundar á skrá í borginni. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur óskaði álits Persónuverndar á birtingunni áður en í hana var ráðist. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, en það sér meðal annars um hundamál, segir að með þessu sé verið að opna stjórnsýsluna. Enginn eigi að skammast sín fyrir að eiga skráðan hund og listinn sé til upplýsingar vilji fólk sjá hvar þeir eru skráðir. Árný segir að viti fólk af hundum sem ekki eru á listanum kunni umsókn um leyfi fyrir þá að vera í ferli, eða þeir séu hreinlega óskráðir. Hún segir mikið kvartað yfir hundum í borginni. „Já, ansi mikið. Við fáum margar ábendingar, það breytist ekkert. Við skráum líklega einar 600 til 700 kvartanir á ári og svo er einhver fjöldi sem ekki er skráður." Árný segir önnur sveitarfélög hafa birt lista yfir útgefin leyfi, til dæmis Blönduós og Dalvík. Þegar Reykjavík stígi fram veki það hins vegar oft athygli. „Við leituðum álits Persónuverndar, en það verður bara að koma í ljós hvort einhver gerir athugasemdir við málið." Páll Hilmarsson gagnablaðamaður hefur unnið upplýsingar úr listanum og sett fram á myndrænan hátt á heimasíðunni gogn.in sem er í eigu hans. Hann segir eðlilegt að fólk geti séð hvar hundar eru staðsettir í borginni. Þeir sem hafi ofnæmi, eða séu hræddir við hunda, geti þá valið sér búsetu eftir því. „Önnur ástæða fyrir því að ég réðst í þetta var að ég vildi sýna fram á hvað er hægt að gera þegar hið opinbera, sem situr á ómældu magni af gögnum, lætur þau frá sér. Þá kemur einhver og gerir eitthvað við gögnin og notar þau á einhvern nýtilegan hátt sem hinu opinbera hafði ekki dottið í hug, eða hafði ekki tækifæri, tíma eða peninga til að gera eitthvað við." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira