Innlent

Lundur í minningu fórnarlamba

Gróðursetning Feðginin Siri Marie Sønstelie, sem lifði árásina af, og Erik Sønstelie voru viðstödd þegar fyrstu trén voru gróðursett í gær.
mynd/ernir eyjólfsson
Gróðursetning Feðginin Siri Marie Sønstelie, sem lifði árásina af, og Erik Sønstelie voru viðstödd þegar fyrstu trén voru gróðursett í gær. mynd/ernir eyjólfsson
Gróðurreitur til minningar um þá sem voru myrtir í Ósló og Útey 22. júlí 2011 verður í jaðri friðlandsins í Vatnsmýrinni; í nánd við Norræna húsið og Háskóla Íslands.

Fljótlega eftir að fréttir bárust af voðaverkunum var rætt í stjórn Norræna félagsins að minnast þeirra sem voru myrtir með einhverjum hætti. Hugmynd Þorvaldar S. Þorvaldssonar, fyrrverandi skipulagsstjóra Reykjavíkur, um minningarreit varð ofan á og var henni komið á framfæri við Skógræktarfélag Reykjavíkur.

Fyrstu skrefin við gerð lundarins voru tekin í gær. Áætlað er að gróðursetja átta stór reynitré sem tákna Norðurlöndin fimm ásamt Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum og 77 birkitré sem tákna hvern þann sem féll í árásinni.

Í minningarlundinum verða bekkir, einn í hverja höfuðátt og minningarsteinn með skýringartexta. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×