Jafnrétti er barni fyrir beztu 14. júní 2012 06:00 Stundum getur ný löggjöf haft í för með sér miklar samfélagsbreytingar, sem jafnvel verða svo örar að þær gera lögin sem komu þeim af stað fljótlega úrelt. Ákvæði barnalaga um forsjá barna eru ágætt dæmi um þetta. Þegar möguleikinn á að foreldrar semdu um sameiginlega forsjá kom í lög fyrir tuttugu árum ýtti það við foreldrum sem stóðu í skilnaði að hugsa vandlega hvernig þeir vildu haga forsjá barnanna. Áhrifin urðu þau að innan við áratug síðar valdi meirihluti fólks sem skildi sameiginlega forsjá. Þegar lögfest var árið 2006 að sameiginleg forsjá yrði meginreglan var þannig í raun verið að lögfesta orðinn hlut, en um leið sendi löggjafinn þeim minnihluta foreldra sem ekki gat komizt að samkomulagi um sameiginlega forsjá skýr skilaboð: Barnauppeldi er samvinnuverkefni, á jafna ábyrgð beggja foreldra og á að vera það áfram þótt hjónabandi eða sambúð ljúki. Nú er svo komið að sameiginleg forsjá er valin í 85% tilvika. Það færist sömuleiðis mjög í vöxt að börn dvelji jafnlangan tíma hjá hvoru foreldri eftir skilnað, oft viku og viku til skiptis. Utan um þessa þróun hafa lögin ekki náð; það er til dæmis ennþá gert ráð fyrir að barn eigi lögheimili hjá öðru foreldrinu eingöngu og lögheimilinu fylgja síðan ýmis lagaleg réttindi, til dæmis barnabætur og alla jafna meðlagsgreiðsla frá hinu foreldrinu. Breytingar á barnalögum sem Alþingi samþykkti fyrr í vikunni eru skref í átt til þess að færa löggjöfina til samræmis við raunveruleikann. Þar eru ýmis ákvæði sem styrkja sameiginlega forsjá í sessi, til að mynda að foreldrum beri skylda til að leita sátta og ráðgjafar um forsjána áður en hægt er að fara í hart. Velferðarnefnd vann vinnuna sína í þessu máli; fólk valt ekki af eðlisávísun ofan í pólitískar skotgrafir eins og í svo mörgum málum á þingi þessa dagana heldur lagðist yfir málefnið og skilaði sameiginlegu áliti. Meðal annars sneri nefndin við þeirri ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að fella út úr upphaflegum tillögum nefndar um breytingar á barnalögunum heimild til dómara að dæma sameiginlega forsjá. Rök ráðherra fyrir þeirri ákvörðun voru rýr, en rök nefndarinnar fyrir að setja ákvæðið inn aftur veigamikil. Velferðarnefnd telur ekki tímabært að lögfesta möguleika á tvöföldu lögheimili, en að huga eigi að því að taka upp slíkt kerfi hér á landi. Hún vill líka endurskoða meðlagskerfið sem allra fyrst „með það að leiðarljósi að færa meðlagskerfið nær hinni raunverulegu mynd þar sem sameiginleg forsjá foreldra er meginreglan og jöfn búseta barns verður sífellt algengari". Stundum er því haldið fram að búið sé að gera forsjármál að jafnréttismáli, sem snúist um jafna stöðu feðra og mæðra, í stað þess að horfa á hvað barninu sé fyrir beztu. Reynsla undanfarinna ára hefur hins vegar sýnt að þetta tvennt fer oftast saman, að minnsta kosti ef heilbrigð skynsemi er með í för. Jafn réttur og jöfn þátttaka foreldra í lífi barna sinna, bæði fyrir og eftir skilnað, er börnunum fyrir beztu. Áframhaldandi breytingar á löggjöfinni eiga að taka mið af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Stundum getur ný löggjöf haft í för með sér miklar samfélagsbreytingar, sem jafnvel verða svo örar að þær gera lögin sem komu þeim af stað fljótlega úrelt. Ákvæði barnalaga um forsjá barna eru ágætt dæmi um þetta. Þegar möguleikinn á að foreldrar semdu um sameiginlega forsjá kom í lög fyrir tuttugu árum ýtti það við foreldrum sem stóðu í skilnaði að hugsa vandlega hvernig þeir vildu haga forsjá barnanna. Áhrifin urðu þau að innan við áratug síðar valdi meirihluti fólks sem skildi sameiginlega forsjá. Þegar lögfest var árið 2006 að sameiginleg forsjá yrði meginreglan var þannig í raun verið að lögfesta orðinn hlut, en um leið sendi löggjafinn þeim minnihluta foreldra sem ekki gat komizt að samkomulagi um sameiginlega forsjá skýr skilaboð: Barnauppeldi er samvinnuverkefni, á jafna ábyrgð beggja foreldra og á að vera það áfram þótt hjónabandi eða sambúð ljúki. Nú er svo komið að sameiginleg forsjá er valin í 85% tilvika. Það færist sömuleiðis mjög í vöxt að börn dvelji jafnlangan tíma hjá hvoru foreldri eftir skilnað, oft viku og viku til skiptis. Utan um þessa þróun hafa lögin ekki náð; það er til dæmis ennþá gert ráð fyrir að barn eigi lögheimili hjá öðru foreldrinu eingöngu og lögheimilinu fylgja síðan ýmis lagaleg réttindi, til dæmis barnabætur og alla jafna meðlagsgreiðsla frá hinu foreldrinu. Breytingar á barnalögum sem Alþingi samþykkti fyrr í vikunni eru skref í átt til þess að færa löggjöfina til samræmis við raunveruleikann. Þar eru ýmis ákvæði sem styrkja sameiginlega forsjá í sessi, til að mynda að foreldrum beri skylda til að leita sátta og ráðgjafar um forsjána áður en hægt er að fara í hart. Velferðarnefnd vann vinnuna sína í þessu máli; fólk valt ekki af eðlisávísun ofan í pólitískar skotgrafir eins og í svo mörgum málum á þingi þessa dagana heldur lagðist yfir málefnið og skilaði sameiginlegu áliti. Meðal annars sneri nefndin við þeirri ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að fella út úr upphaflegum tillögum nefndar um breytingar á barnalögunum heimild til dómara að dæma sameiginlega forsjá. Rök ráðherra fyrir þeirri ákvörðun voru rýr, en rök nefndarinnar fyrir að setja ákvæðið inn aftur veigamikil. Velferðarnefnd telur ekki tímabært að lögfesta möguleika á tvöföldu lögheimili, en að huga eigi að því að taka upp slíkt kerfi hér á landi. Hún vill líka endurskoða meðlagskerfið sem allra fyrst „með það að leiðarljósi að færa meðlagskerfið nær hinni raunverulegu mynd þar sem sameiginleg forsjá foreldra er meginreglan og jöfn búseta barns verður sífellt algengari". Stundum er því haldið fram að búið sé að gera forsjármál að jafnréttismáli, sem snúist um jafna stöðu feðra og mæðra, í stað þess að horfa á hvað barninu sé fyrir beztu. Reynsla undanfarinna ára hefur hins vegar sýnt að þetta tvennt fer oftast saman, að minnsta kosti ef heilbrigð skynsemi er með í för. Jafn réttur og jöfn þátttaka foreldra í lífi barna sinna, bæði fyrir og eftir skilnað, er börnunum fyrir beztu. Áframhaldandi breytingar á löggjöfinni eiga að taka mið af því.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun