Hraðfréttirnar í Kastljósið 14. júní 2012 09:00 Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson, umsjónamenn Hraðfrétta, ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og verða meðal annars sem vikuleg innslög í Kastljósi frá og með næsta hausti. Fréttablaðið/anton „Ég er bara virkilega spenntur yfir þessu og auðvitað smá stressaður líka," segir Benedikt Valsson annar umsjónamaður Hraðfrétta sem hann sér um ásamt Fannari Sveinssyni en félagarnir ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og Kastljós í haust. Hraðfréttir slógu í gegn á vefvarpi Mbl.is síðastliðinn vetur en þar fóru þeir Benedikt og Fannar yfir atburði líðandi stundar á methraða. Benedikt segir að velgegni þáttana hafi komið þeim í opna skjöldu þó að vissulega hafi þeir vitað að grínið mundi hitta í mark hjá ákveðnum hóp. „Velgengnin fór fram úr öllum væntingum svo þegar við höfðum lokið við 10 þætti á vefnum fóru ákveðnar þreifingar af stað um framhaldið," segir Benedikt og viðurkennir að þeir hafi verið eftirsóttir. Það hafi samt ekki komið annað til greina þegar Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, hafði samband í vor. „Það er ákveðinn draumur að rætast að komast loksins að hjá fjölmiðlahöllinni, eins og við kjósum að kalla Efstaleitið." Það má segja að þeir Fannar og Benedikt verði áberandi næsta haust. Hraðfréttir verða með 3-4 mínutna innslög í Kastljósi á hverjum föstudegi og fer fyrsti þátturinn í loftið í október. Ásamt því birtast þættirnir á vefnum Rúv.is en einnig verða Benedikt og Fannar með þátt á Rás 2. „Það má segja að við séum að sölsa undir okkur miðlana. Við höfum verið að grínast með það að nú verðum við að finna eitthvert blað til að skrifa í til að fullkomna þetta," segir Benedikt sem nemur stjórnmála- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands en starfar sem flugþjónn í sumar. Fannar er hjá vefvarpi Mbl.is þar sem hann meðal annars er hægri hönd Gunnars Sigurðssonar í þáttunum Gunnar á Völlum. Ár er síðan félagarnir, sem einnig eru sambýlingar, fengu hugmyndina að Hraðfréttum. „Okkur fannst þetta sniðug hugmynd, eins konar óður til amerískrar fréttamennsku, þar sem allt er stutt, frekar brjálað og æst þannig að klippt er á viðmælendur í miðju viðtali," segir Benedikt sem hlakkar til að hefjast handa og útbúa Hraðfréttir fyrir sjónvarp allra landsmanna. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Sjá meira
„Ég er bara virkilega spenntur yfir þessu og auðvitað smá stressaður líka," segir Benedikt Valsson annar umsjónamaður Hraðfrétta sem hann sér um ásamt Fannari Sveinssyni en félagarnir ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og Kastljós í haust. Hraðfréttir slógu í gegn á vefvarpi Mbl.is síðastliðinn vetur en þar fóru þeir Benedikt og Fannar yfir atburði líðandi stundar á methraða. Benedikt segir að velgegni þáttana hafi komið þeim í opna skjöldu þó að vissulega hafi þeir vitað að grínið mundi hitta í mark hjá ákveðnum hóp. „Velgengnin fór fram úr öllum væntingum svo þegar við höfðum lokið við 10 þætti á vefnum fóru ákveðnar þreifingar af stað um framhaldið," segir Benedikt og viðurkennir að þeir hafi verið eftirsóttir. Það hafi samt ekki komið annað til greina þegar Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, hafði samband í vor. „Það er ákveðinn draumur að rætast að komast loksins að hjá fjölmiðlahöllinni, eins og við kjósum að kalla Efstaleitið." Það má segja að þeir Fannar og Benedikt verði áberandi næsta haust. Hraðfréttir verða með 3-4 mínutna innslög í Kastljósi á hverjum föstudegi og fer fyrsti þátturinn í loftið í október. Ásamt því birtast þættirnir á vefnum Rúv.is en einnig verða Benedikt og Fannar með þátt á Rás 2. „Það má segja að við séum að sölsa undir okkur miðlana. Við höfum verið að grínast með það að nú verðum við að finna eitthvert blað til að skrifa í til að fullkomna þetta," segir Benedikt sem nemur stjórnmála- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands en starfar sem flugþjónn í sumar. Fannar er hjá vefvarpi Mbl.is þar sem hann meðal annars er hægri hönd Gunnars Sigurðssonar í þáttunum Gunnar á Völlum. Ár er síðan félagarnir, sem einnig eru sambýlingar, fengu hugmyndina að Hraðfréttum. „Okkur fannst þetta sniðug hugmynd, eins konar óður til amerískrar fréttamennsku, þar sem allt er stutt, frekar brjálað og æst þannig að klippt er á viðmælendur í miðju viðtali," segir Benedikt sem hlakkar til að hefjast handa og útbúa Hraðfréttir fyrir sjónvarp allra landsmanna. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Sjá meira