Agnarsmár vágestur veldur miklum skaða 15. júní 2012 07:00 komið og farið Svona er víða um að litast í görðum fólks.mynd/erling ólafsson Smávaxið fiðrildi, birkikemba, hefur náð undraverðri útbreiðslu á stuttum tíma. Ummerki þessa nýbúa má víða merkja í görðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar en skýrasta merkið um heimsókn þess eru sölnuð birkilauf sem víða eru mjög greinileg. Erling Ólafsson, dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, vekur athygli á mikilli útbreiðslu birkikembu á pödduvef NÍ í gær, en það er veglegur upplýsingabanki um skordýr hvers konar sem hann á veg og vanda af. Í viðtali við Fréttablaðið segir Erling að fjölgun fiðrildisins í vor veki athygli. „Þetta er eiginlega eins og þegar kínversk raketta springur. Í vor fór fólk í fyrsta skipti að hringja og spyrja hvers kyns væri enda hægt að sjá stóra hópa af fiðrildinu, til dæmis á veggjum húsa. Þau eru mjög smávaxin og eitt og eitt vekur enga athygli. En þegar þau skipta tugum, eins og í vor, fer þetta ekkert á milli mála." Erling segir að birkikembu hafi fyrst orðið vart í Hveragerði árið 2005. Nú í vor var ljóst orðið að birkikembunni hafði vaxið mjög ásmegin og fannst víða í Reykjavík og suður í Hafnarfjörð. Auk þess var hún mætt til leiks í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði og í görðum á Selfossi. „Ummerkin á trjánum, brúnir uppblásnir laufbelgir, eru einkennandi fyrir birkikembu. Hér er sennilega mætt til leiks tegund sem á eftir að fjölga sér hratt á komandi árum og dreifast út víðar um garða og trjáræktir, jafnvel í náttúrulega birkiskóga," segir Erling. Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðingur hjá Skógrækt ríkisins, segir erfitt að tímasetja aðgerðir gegn fiðrildinu, enda ráðist það af vorveðrinu. Í ár hafi snemma orðið vart við birkikembu, enda veður víða milt. Hins vegar sé ljóst að lítið verður að gert þetta árið. Hann telur að hefðbundin alhliða skordýraeitur komi helst til álita til að uppræta fiðrildið í görðum, en er ekki trúaður á sápur og önnur vistvænni úrræði. svavar@frettabladid.isMynd/Erling ólafsson Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Smávaxið fiðrildi, birkikemba, hefur náð undraverðri útbreiðslu á stuttum tíma. Ummerki þessa nýbúa má víða merkja í görðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar en skýrasta merkið um heimsókn þess eru sölnuð birkilauf sem víða eru mjög greinileg. Erling Ólafsson, dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, vekur athygli á mikilli útbreiðslu birkikembu á pödduvef NÍ í gær, en það er veglegur upplýsingabanki um skordýr hvers konar sem hann á veg og vanda af. Í viðtali við Fréttablaðið segir Erling að fjölgun fiðrildisins í vor veki athygli. „Þetta er eiginlega eins og þegar kínversk raketta springur. Í vor fór fólk í fyrsta skipti að hringja og spyrja hvers kyns væri enda hægt að sjá stóra hópa af fiðrildinu, til dæmis á veggjum húsa. Þau eru mjög smávaxin og eitt og eitt vekur enga athygli. En þegar þau skipta tugum, eins og í vor, fer þetta ekkert á milli mála." Erling segir að birkikembu hafi fyrst orðið vart í Hveragerði árið 2005. Nú í vor var ljóst orðið að birkikembunni hafði vaxið mjög ásmegin og fannst víða í Reykjavík og suður í Hafnarfjörð. Auk þess var hún mætt til leiks í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði og í görðum á Selfossi. „Ummerkin á trjánum, brúnir uppblásnir laufbelgir, eru einkennandi fyrir birkikembu. Hér er sennilega mætt til leiks tegund sem á eftir að fjölga sér hratt á komandi árum og dreifast út víðar um garða og trjáræktir, jafnvel í náttúrulega birkiskóga," segir Erling. Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðingur hjá Skógrækt ríkisins, segir erfitt að tímasetja aðgerðir gegn fiðrildinu, enda ráðist það af vorveðrinu. Í ár hafi snemma orðið vart við birkikembu, enda veður víða milt. Hins vegar sé ljóst að lítið verður að gert þetta árið. Hann telur að hefðbundin alhliða skordýraeitur komi helst til álita til að uppræta fiðrildið í görðum, en er ekki trúaður á sápur og önnur vistvænni úrræði. svavar@frettabladid.isMynd/Erling ólafsson
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent