Hryllingsmynd Erlings vekur athygli 15. júní 2012 12:00 Ungur leikstjóri Erlingur hlaut áhorfendaverðlaunin á Columbia University Film Festival. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég hef verið aðdáandi hryllingsmynda síðan ég var krakki," segir Erlingur Óttar Thoroddsen meistaranemi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia-háskóla í New York. Stuttmynd hans Child Eater hefur hlotið nokkra athygli vestra þrátt fyrir að hafa einungis verið sýnd einu sinni. „Þetta er hrollvekja í anda gömlu hryllingsmyndanna frá 1980, til dæmis Halloween-myndanna," segir Erlingur. Hann segir fáar slíkar myndir hafa verið gerðar á Íslandi. „Það er kannski helst Reykjavik Whale Watching Massacre og Morðsaga frá 1977, sem er svona fyrsta íslenska hryllingsmyndin." Í sömu mund segist hann gjarnan vilja koma af stað eða taka þátt í hryllingsmyndabylgju hér á landi. „Myndin fjallar um barnfóstru sem vill eiga notalegt kvöld en krakkinn hættir ekki að kvarta yfir að það sé einhver inni í skápnum sínum. Eftir því sem líða fer á kvöldið fara undarlegir hlutir að gerast þar til allt fer til fjandans," segir Erlingur sem byrjaði að skrifa handritið í febrúar í fyrra. Til að auka á hryllinginn var notuð frumsamin tónlist Einars Sverris Tryggvasonar. Myndin var sýnd á Columbia University Film Festival í virtu listamiðstöðinni Lincoln Center og hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar. „Við fengum strax mjög góðar viðtökur. Fulltrúar tveggja stórra kvikmyndahátíða komu til okkar eftir sýninguna og báðu um myndina. Maður frá framleiðslufyrirtæki kom einnig til mín og sagðist vilja gera hryllingsmynd. Hann sýndi fyrirtækinu sínu myndina og við höfum verið í sambandi. Næst á dagskrá er að skrifa handrit að þessari mynd í fullri lengd," segir Erlingur vongóður um framhaldið. hallfridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
„Ég hef verið aðdáandi hryllingsmynda síðan ég var krakki," segir Erlingur Óttar Thoroddsen meistaranemi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia-háskóla í New York. Stuttmynd hans Child Eater hefur hlotið nokkra athygli vestra þrátt fyrir að hafa einungis verið sýnd einu sinni. „Þetta er hrollvekja í anda gömlu hryllingsmyndanna frá 1980, til dæmis Halloween-myndanna," segir Erlingur. Hann segir fáar slíkar myndir hafa verið gerðar á Íslandi. „Það er kannski helst Reykjavik Whale Watching Massacre og Morðsaga frá 1977, sem er svona fyrsta íslenska hryllingsmyndin." Í sömu mund segist hann gjarnan vilja koma af stað eða taka þátt í hryllingsmyndabylgju hér á landi. „Myndin fjallar um barnfóstru sem vill eiga notalegt kvöld en krakkinn hættir ekki að kvarta yfir að það sé einhver inni í skápnum sínum. Eftir því sem líða fer á kvöldið fara undarlegir hlutir að gerast þar til allt fer til fjandans," segir Erlingur sem byrjaði að skrifa handritið í febrúar í fyrra. Til að auka á hryllinginn var notuð frumsamin tónlist Einars Sverris Tryggvasonar. Myndin var sýnd á Columbia University Film Festival í virtu listamiðstöðinni Lincoln Center og hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar. „Við fengum strax mjög góðar viðtökur. Fulltrúar tveggja stórra kvikmyndahátíða komu til okkar eftir sýninguna og báðu um myndina. Maður frá framleiðslufyrirtæki kom einnig til mín og sagðist vilja gera hryllingsmynd. Hann sýndi fyrirtækinu sínu myndina og við höfum verið í sambandi. Næst á dagskrá er að skrifa handrit að þessari mynd í fullri lengd," segir Erlingur vongóður um framhaldið. hallfridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira