Vill íslenska hljómsveit á tónleikaferð erlendis 16. júní 2012 07:00 grant og félagar John Grant á tónleikunum í hádeginu í gær ásamt Arnari Geir, Pétri og Jakobi Smára.fréttablaðið/gva Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant vill fá Íslendingana sem spila með honum á nýrri sólóplötu hans til að fara með sér í tónleikaferð erlendis. „Mig langar að fá þá með mér en menn eru með fjölskyldur og að sinna sínu lífi. Þeir vilja samt koma með mér og ég vona að það gangi upp," segir Grant. Hljómsveitin er skipuð trommaranum Arnari Geir Ómarssyni, Pétri Hallgrímssyni gítarleikara og Jakobi Smára Magnússyni bassaleikara. „Maður fær ekki betri náunga með sér. Þeir eru algjörir fagmenn en það mikilvægasta er hversu góðar manneskjur þeir eru og ég næ mjög góðum tengslum við þá. Helminginn af tímanum sem við eyðum saman erum við hlæjandi og í góðum gír," segir hann um hljómsveitina sína, sem spilar einnig með honum á tónleikum í Háskólabíói 19. júlí. Enn eru til miðar á þá. Íslandsvinurinn er að ljúka upptökum á plötunni hér á landi í samstarfi við Bigga veiru úr GusGus og er hún væntanleg í verslanir í janúar. Fyrsta plata hans, Queen of Denmark, fékk glimrandi góðar viðtökur og var meðal annars valin plata ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Mojo. Grant er með landvistarleyfi á Íslandi þangað til í haust. Þá ætlar hann að fljúga heim til sín í Colorado og hitta bróður sinn og systur sem búa þar. Hann segir ótrúlega gott að búa á Íslandi, bæði séu Íslendingar öðruvísi en annað fólk og einnig er hann ánægður með hvernig Íslendingar taka á málum tengdum samkynhneigð. „Þeir líta ekki á hana sem eitthvað tiltökumál og það er algjörlega frábært." Grant spilaði ásamt hljómsveit sinni á stuttum tónleikum í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda í hádeginu í gær. Þar söng hann fjögur lög, þar á meðal Ástarsorg eftir Jóhann Helgason. Honum fórst það mjög vel úr hendi og greinlegt að hann hefur lagt hart að sér í íslenskunámi sínu. „Ég ætla að taka upp Ástarsorg og setja það á plötuna. Biggi veira spilaði það fyrir mig í hljóðverinu og ég tengdi virkilega mikið við þetta lag. Það er svo fallegt og hljómagangurinn er æðislegur." freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant vill fá Íslendingana sem spila með honum á nýrri sólóplötu hans til að fara með sér í tónleikaferð erlendis. „Mig langar að fá þá með mér en menn eru með fjölskyldur og að sinna sínu lífi. Þeir vilja samt koma með mér og ég vona að það gangi upp," segir Grant. Hljómsveitin er skipuð trommaranum Arnari Geir Ómarssyni, Pétri Hallgrímssyni gítarleikara og Jakobi Smára Magnússyni bassaleikara. „Maður fær ekki betri náunga með sér. Þeir eru algjörir fagmenn en það mikilvægasta er hversu góðar manneskjur þeir eru og ég næ mjög góðum tengslum við þá. Helminginn af tímanum sem við eyðum saman erum við hlæjandi og í góðum gír," segir hann um hljómsveitina sína, sem spilar einnig með honum á tónleikum í Háskólabíói 19. júlí. Enn eru til miðar á þá. Íslandsvinurinn er að ljúka upptökum á plötunni hér á landi í samstarfi við Bigga veiru úr GusGus og er hún væntanleg í verslanir í janúar. Fyrsta plata hans, Queen of Denmark, fékk glimrandi góðar viðtökur og var meðal annars valin plata ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Mojo. Grant er með landvistarleyfi á Íslandi þangað til í haust. Þá ætlar hann að fljúga heim til sín í Colorado og hitta bróður sinn og systur sem búa þar. Hann segir ótrúlega gott að búa á Íslandi, bæði séu Íslendingar öðruvísi en annað fólk og einnig er hann ánægður með hvernig Íslendingar taka á málum tengdum samkynhneigð. „Þeir líta ekki á hana sem eitthvað tiltökumál og það er algjörlega frábært." Grant spilaði ásamt hljómsveit sinni á stuttum tónleikum í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda í hádeginu í gær. Þar söng hann fjögur lög, þar á meðal Ástarsorg eftir Jóhann Helgason. Honum fórst það mjög vel úr hendi og greinlegt að hann hefur lagt hart að sér í íslenskunámi sínu. „Ég ætla að taka upp Ástarsorg og setja það á plötuna. Biggi veira spilaði það fyrir mig í hljóðverinu og ég tengdi virkilega mikið við þetta lag. Það er svo fallegt og hljómagangurinn er æðislegur." freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira