Neikvæðar fréttir verða jákvæðar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. júní 2012 09:30 Fjölmiðlar fá talsvert af ábendingum frá fólki um eitt og annað sem betur mætti fara í nærumhverfi þess. Oft eru sagðar fréttir af sóðaskap, slæmri umgengni, sleifarlagi fyrirtækja eða sveitarfélaga við að halda umhverfinu snyrtilegu, slysagildrum og vondum frágangi við framkvæmdir. Oft er það svo að það er ekki fyrr en þessar fréttir rata í fjölmiðla að eitthvað gerist loksins í málinu. Nágrannar hafa jafnvel kvartað vikum eða mánuðum saman undan hættulegum húsgrunni án þess að verktakar eða sveitarfélög geri nokkuð í málinu, svo dæmi sé tekið. Um leið og fjölmiðill segir frétt af slóðaskapnum er honum hins vegar kippt í liðinn – og reyndist þá hvorki fyrirhafnar- né kostnaðarsamt þegar til kom. Um þetta eru ótal dæmi. Flutningur frétta af þessu tagi er þess vegna hluti af aðhaldshlutverki fjölmiðla og skiptir máli á heildina litið, þótt hvert mál sé kannski lítið og staðbundið. Ritstjórn Fréttablaðsins ákvað nýlega að lyfta þessum fréttum betur í blaðinu, merkja þær sérstaklega með borðanum „Hver þremillinn!" og hvetja lesendur til að senda inn ábendingar og myndir af sóðaskap, hirðuleysi, slysagildrum og fleiru af því tagi. Nú er annar hver maður með stafræna myndavél í vasanum og auðvelt er að miðla myndunum. Þær þurfa ekki allar að vera líklegar sigurmyndir í ljósmyndasamkeppni; þær auðvelda að minnsta kosti blaðamönnum störfin við að hafa uppi á klúðrinu, láta taka af því betri myndir ef þarf og hafa uppi á þeim sem ber ábyrgð á að laga það. Viðbrögðin við hvatningu til lesenda að láta í sér heyra hafa ekki látið á sér standa. Og það er nú svo skemmtilegt að þessar fréttir, sem í eðli sínu eru neikvæðar, snúast strax upp í andhverfu sína því að staðreyndin er sú að þeir sem ábyrgðina bera hafa brugðizt hratt og vel við þeim. Umferðareyjan við Lönguhlíðina, þar sem grasið var orðið hærra en runnarnir, var slegin daginn sem fréttin af henni birtist. Sófi og fleira drasl, sem hafði staðið dögum saman á lóð sem Sorpa er hætt að nota í Garðabæ, hvarf eins og dögg fyrir sólu. Og fréttin af ruslahaug eftir byggingarverktaka í Norðlingaholti í Reykjavík var ekki einu sinni komin á prent þegar borgarstarfsmenn voru byrjaðir að skoða aðstæður og undirbúa hreinsun. Lesendur mega gjarnan hafa í huga að við erum ekki bara á höttunum eftir ábendingum og myndum úr þéttbýlinu, heldur ekki síður úr dreifðum byggðum og óbyggðum, til dæmis frá ferðamannastöðum þar sem slæm umgengni og mikill ágangur er vaxandi vandamál, af hálendinu þar sem utanvegaakstur er illu heilli daglegt brauð og þannig mætti áfram telja. Með fréttaflutningi af þessu tagi vill Fréttablaðið ganga í lið með þeim sem vilja stuðla að fallegu og öruggu umhverfi. Við viljum breyta neikvæðu fréttunum í jákvæðar með því að segja þær og leita viðbragða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Fjölmiðlar fá talsvert af ábendingum frá fólki um eitt og annað sem betur mætti fara í nærumhverfi þess. Oft eru sagðar fréttir af sóðaskap, slæmri umgengni, sleifarlagi fyrirtækja eða sveitarfélaga við að halda umhverfinu snyrtilegu, slysagildrum og vondum frágangi við framkvæmdir. Oft er það svo að það er ekki fyrr en þessar fréttir rata í fjölmiðla að eitthvað gerist loksins í málinu. Nágrannar hafa jafnvel kvartað vikum eða mánuðum saman undan hættulegum húsgrunni án þess að verktakar eða sveitarfélög geri nokkuð í málinu, svo dæmi sé tekið. Um leið og fjölmiðill segir frétt af slóðaskapnum er honum hins vegar kippt í liðinn – og reyndist þá hvorki fyrirhafnar- né kostnaðarsamt þegar til kom. Um þetta eru ótal dæmi. Flutningur frétta af þessu tagi er þess vegna hluti af aðhaldshlutverki fjölmiðla og skiptir máli á heildina litið, þótt hvert mál sé kannski lítið og staðbundið. Ritstjórn Fréttablaðsins ákvað nýlega að lyfta þessum fréttum betur í blaðinu, merkja þær sérstaklega með borðanum „Hver þremillinn!" og hvetja lesendur til að senda inn ábendingar og myndir af sóðaskap, hirðuleysi, slysagildrum og fleiru af því tagi. Nú er annar hver maður með stafræna myndavél í vasanum og auðvelt er að miðla myndunum. Þær þurfa ekki allar að vera líklegar sigurmyndir í ljósmyndasamkeppni; þær auðvelda að minnsta kosti blaðamönnum störfin við að hafa uppi á klúðrinu, láta taka af því betri myndir ef þarf og hafa uppi á þeim sem ber ábyrgð á að laga það. Viðbrögðin við hvatningu til lesenda að láta í sér heyra hafa ekki látið á sér standa. Og það er nú svo skemmtilegt að þessar fréttir, sem í eðli sínu eru neikvæðar, snúast strax upp í andhverfu sína því að staðreyndin er sú að þeir sem ábyrgðina bera hafa brugðizt hratt og vel við þeim. Umferðareyjan við Lönguhlíðina, þar sem grasið var orðið hærra en runnarnir, var slegin daginn sem fréttin af henni birtist. Sófi og fleira drasl, sem hafði staðið dögum saman á lóð sem Sorpa er hætt að nota í Garðabæ, hvarf eins og dögg fyrir sólu. Og fréttin af ruslahaug eftir byggingarverktaka í Norðlingaholti í Reykjavík var ekki einu sinni komin á prent þegar borgarstarfsmenn voru byrjaðir að skoða aðstæður og undirbúa hreinsun. Lesendur mega gjarnan hafa í huga að við erum ekki bara á höttunum eftir ábendingum og myndum úr þéttbýlinu, heldur ekki síður úr dreifðum byggðum og óbyggðum, til dæmis frá ferðamannastöðum þar sem slæm umgengni og mikill ágangur er vaxandi vandamál, af hálendinu þar sem utanvegaakstur er illu heilli daglegt brauð og þannig mætti áfram telja. Með fréttaflutningi af þessu tagi vill Fréttablaðið ganga í lið með þeim sem vilja stuðla að fallegu og öruggu umhverfi. Við viljum breyta neikvæðu fréttunum í jákvæðar með því að segja þær og leita viðbragða.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun