Af litlu bretti… Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. júní 2012 06:00 Friðrik krónprins Dana hefur áhyggjur. Honum finnst landar sínir sólgnir í frægð án tillits til verðleika. Segir þá hópast í raunveruleikaþætti í sjónvarpi í þeirri einu von að öðlast umtal og athygli, minna fari fyrir raunverulegum hæfileikum. Æðsta markmiðið sé að verða frægur fyrir það eitt að vera frægur. Á Íslandi er ekki mikið um raunveruleikaþætti í sjónvarpi, þótt þeim bregði fyrir annað slagið. Íslendingar sem sækjast eftir frægð þurfa því að róa á önnur mið. Kannski er ekki úr miklu að velja, nema þér sé sama þótt þú verðir frægur að endemum, en það eru þó nokkrir kostir í stöðunni. Það er til dæmis hægt að bjóða sig fram til forseta á fjögurra ára fresti. Til þess virðist ekki þurfa nokkra hæfileika. Það eina sem til þarf er að fá 1.500 manns til að skrifa nafnið sitt á lista og voilà! þú ert kominn í framboð. Enginn spyr hvort þú hafir nokkuð það til brunns að bera sem gagnast megi þér í þessu æðsta embætti landsins. Þú færð ómældan útsendingartíma í sjónvarpi á besta áhorfstíma, það eru gerðir um þig þættir sem lýsa eiga persónuleika þínum og Gróurnar á Leitinu keppast við að draga fram í dagsljósið allt sem miður hefur farið í fortíð þinni. Skyndilega þekkja allir nafn þitt og andlit og frægðin sem þú sóttist eftir er orðin að veruleika. Hún stendur að vísu ekki lengi, tíu dögum eftir kosningar man sjálfsagt enginn hver þú ert, en það er nú einu sinni eðli frægðarinnar að vera fallvölt. Ýmsir halda því fram að það hversu auðvelt það er fyrir hvern sem er að komast í forsetaframboð sýni hversu virkt lýðræðið sé á Íslandi. Það gæti tæpast skeð í nokkru öðru landi að alls óþekktir Jónar og Jónur gætu boðið sig fram til forsetaembættis án teljandi vandkvæða. Og það má vel vera rétt. Hins vegar finnst manni það skjóta töluvert skökku við að ólíkt öllum öðrum störfum krefjist embætti forseta Íslands engrar menntunar, starfsreynslu, eða almennra hæfileika yfirleitt. Frambjóðendur virðast ekki einu sinni þurfa að kynna sér stjórnarskrána sem þeir eiga að starfa eftir. Miðað við málflutning sumra frambjóðenda er starfssvið forsetans opið í báða enda og algjörlega undir þeim einstaklingi sem kosningu hlýtur að móta það og stefnu þess. Ef sú er raunin, sem ég vona að ekki sé, erum við þá ekki komin hættulega langt frá þessu margumrædda lýðræði og ískyggilega nálægt andstæðu þess einveldinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun
Friðrik krónprins Dana hefur áhyggjur. Honum finnst landar sínir sólgnir í frægð án tillits til verðleika. Segir þá hópast í raunveruleikaþætti í sjónvarpi í þeirri einu von að öðlast umtal og athygli, minna fari fyrir raunverulegum hæfileikum. Æðsta markmiðið sé að verða frægur fyrir það eitt að vera frægur. Á Íslandi er ekki mikið um raunveruleikaþætti í sjónvarpi, þótt þeim bregði fyrir annað slagið. Íslendingar sem sækjast eftir frægð þurfa því að róa á önnur mið. Kannski er ekki úr miklu að velja, nema þér sé sama þótt þú verðir frægur að endemum, en það eru þó nokkrir kostir í stöðunni. Það er til dæmis hægt að bjóða sig fram til forseta á fjögurra ára fresti. Til þess virðist ekki þurfa nokkra hæfileika. Það eina sem til þarf er að fá 1.500 manns til að skrifa nafnið sitt á lista og voilà! þú ert kominn í framboð. Enginn spyr hvort þú hafir nokkuð það til brunns að bera sem gagnast megi þér í þessu æðsta embætti landsins. Þú færð ómældan útsendingartíma í sjónvarpi á besta áhorfstíma, það eru gerðir um þig þættir sem lýsa eiga persónuleika þínum og Gróurnar á Leitinu keppast við að draga fram í dagsljósið allt sem miður hefur farið í fortíð þinni. Skyndilega þekkja allir nafn þitt og andlit og frægðin sem þú sóttist eftir er orðin að veruleika. Hún stendur að vísu ekki lengi, tíu dögum eftir kosningar man sjálfsagt enginn hver þú ert, en það er nú einu sinni eðli frægðarinnar að vera fallvölt. Ýmsir halda því fram að það hversu auðvelt það er fyrir hvern sem er að komast í forsetaframboð sýni hversu virkt lýðræðið sé á Íslandi. Það gæti tæpast skeð í nokkru öðru landi að alls óþekktir Jónar og Jónur gætu boðið sig fram til forsetaembættis án teljandi vandkvæða. Og það má vel vera rétt. Hins vegar finnst manni það skjóta töluvert skökku við að ólíkt öllum öðrum störfum krefjist embætti forseta Íslands engrar menntunar, starfsreynslu, eða almennra hæfileika yfirleitt. Frambjóðendur virðast ekki einu sinni þurfa að kynna sér stjórnarskrána sem þeir eiga að starfa eftir. Miðað við málflutning sumra frambjóðenda er starfssvið forsetans opið í báða enda og algjörlega undir þeim einstaklingi sem kosningu hlýtur að móta það og stefnu þess. Ef sú er raunin, sem ég vona að ekki sé, erum við þá ekki komin hættulega langt frá þessu margumrædda lýðræði og ískyggilega nálægt andstæðu þess einveldinu?
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun