Íslensk útgáfa af Master Chef í loftið í lok ársins Álfrún Pálsdóttir skrifar 5. júlí 2012 11:15 „Matreiðsluþættir virðast alltaf hitta í mark hér á landi, hjá ungum sem öldnum," segir Þór Freysson, framleiðandi hjá Saga Film sem hefur veg og vanda að íslenskri útgáfu af MasterChef sem verða á dagskrá Stöðvar 2 í lok árs. MasterChef eru þekktir raunveruleikaþættir þar sem áhugakokkar spreyta sig við eldavélina í kapp við tímann um leið og þeir þurfa að heilla dómnefnd. Dómnefnd íslensku útgáfunnar skipa þau Friðrika Hjördís Geirsdóttir sjónvarpskokkur, Eyþór Rúnarsson, kokkur á Nauthól, og Ólafur Örn Ólafsson, yfirþjónn á Hótel Marína. Þór segir Saga Film lengi hafa viljað gera íslenska útgáfu af kokkaþættinum vinsæla og hefur trú á að það leynist margir áhugakokkar á íslenskum heimilum sem vilji láta ljós sitt skína í sjónvarpi. „Við höfum verið að undirbúa þetta í tvö ár núna og höfum fulla trú á að þetta verði vinsælt hjá sjónvarpsáhorfendum. Þetta hefur allt sem til þarf, dramatík, tímaþrautir og girnilegan mat," segir Þór en tökur hefjast í ágúst. Íslenska MasterChef verður níu þátta sería sem byrjar á vinnubúðum fyrir stóran hluta umsækjenda. Af þeim verða svo 30 manns boðið í áheyrendaprufur. Prufurnar svipa til Idol-þáttanna nema í stað þess að syngja þá er eldað. „Þá mæta þátttakendur með tilbúinn rétt fyrir dómnefndina. Af þessum 30 manna hóp komast svo átta í úrslit en þá hefst útsláttur. Að lokum standa svo tveir eftir í úrslitaþættinum." Enginn kynnir verður á MasterChef en Þór segir dómnefndina fá stærra hlutverk fyrir vikið. Þau Friðrika, Eyþór og Ólafur eiga að keyra þáttinn áfram og fá það vandasama hlutverk að miðla matarupplifuninni áleiðis til áhorfandans heima í stofu. Skráning í þáttinn er hafin hér á Stod2.is og hvetur Þór alla áhuga- og ástríðukokka að skrá sig til leiks en 1 milljón króna er í verðlaunafé. „Þetta er fyrir þá sem hafa gaman af því að elda. Ekki endilega bara flókna rétti heldur líka einfaldan heimilismat fyrir fjölskylduna." Matur Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið
„Matreiðsluþættir virðast alltaf hitta í mark hér á landi, hjá ungum sem öldnum," segir Þór Freysson, framleiðandi hjá Saga Film sem hefur veg og vanda að íslenskri útgáfu af MasterChef sem verða á dagskrá Stöðvar 2 í lok árs. MasterChef eru þekktir raunveruleikaþættir þar sem áhugakokkar spreyta sig við eldavélina í kapp við tímann um leið og þeir þurfa að heilla dómnefnd. Dómnefnd íslensku útgáfunnar skipa þau Friðrika Hjördís Geirsdóttir sjónvarpskokkur, Eyþór Rúnarsson, kokkur á Nauthól, og Ólafur Örn Ólafsson, yfirþjónn á Hótel Marína. Þór segir Saga Film lengi hafa viljað gera íslenska útgáfu af kokkaþættinum vinsæla og hefur trú á að það leynist margir áhugakokkar á íslenskum heimilum sem vilji láta ljós sitt skína í sjónvarpi. „Við höfum verið að undirbúa þetta í tvö ár núna og höfum fulla trú á að þetta verði vinsælt hjá sjónvarpsáhorfendum. Þetta hefur allt sem til þarf, dramatík, tímaþrautir og girnilegan mat," segir Þór en tökur hefjast í ágúst. Íslenska MasterChef verður níu þátta sería sem byrjar á vinnubúðum fyrir stóran hluta umsækjenda. Af þeim verða svo 30 manns boðið í áheyrendaprufur. Prufurnar svipa til Idol-þáttanna nema í stað þess að syngja þá er eldað. „Þá mæta þátttakendur með tilbúinn rétt fyrir dómnefndina. Af þessum 30 manna hóp komast svo átta í úrslit en þá hefst útsláttur. Að lokum standa svo tveir eftir í úrslitaþættinum." Enginn kynnir verður á MasterChef en Þór segir dómnefndina fá stærra hlutverk fyrir vikið. Þau Friðrika, Eyþór og Ólafur eiga að keyra þáttinn áfram og fá það vandasama hlutverk að miðla matarupplifuninni áleiðis til áhorfandans heima í stofu. Skráning í þáttinn er hafin hér á Stod2.is og hvetur Þór alla áhuga- og ástríðukokka að skrá sig til leiks en 1 milljón króna er í verðlaunafé. „Þetta er fyrir þá sem hafa gaman af því að elda. Ekki endilega bara flókna rétti heldur líka einfaldan heimilismat fyrir fjölskylduna."
Matur Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið