Þriggja ára með stórafmæli 7. júlí 2012 07:00 Francis Mosi heldur heljarinnar afmælisveislu í dag. Foreldrar hans, Tanya Pollock og Tómas Magnússon, fagna með honum. mynd/tómas Magnússon „Við spurðum hann bara hvað hann vildi gera í tilefni dagsins og þetta var það sem hann óskaði eftir. Við erum ekki með góðan garð heima hjá okkur og datt því í hug að hægt væri að nýta þetta fallega og skjólsæla svæði undir afmælisveisluna. Hann valdi svo sjálfur tónlistaratriðin," útskýrir Tanya Pollock, móðir hins þriggja ára gamla Francis Mosa sem heldur upp á afmæli sitt í Hjartagarðinum í dag. Foreldrar drengsins skipulögðu í samráði við hann svokallað „block party" og munu sjö tónlistarmenn stíga á stokk í tilefni dagsins. Foreldrar Mosa, Tanya og Tómas Magnússon, eru í hópi sjálfboðaliða sem hafa tekið Hjartagarðinn upp á sína arma í sumar og unnið hörðum höndum að því að snyrta svæðið, skreyta það og glæða það lífi. Tónlistarmennirnir sem koma fram eiga það sameiginlegt að þekkja Mosa litla vel og munu frændur hans og afi, tónlistarmaðurinn Daniel Pollock, meðal annarra stíga á svið. „Tónlistarfólkið var allt af vilja gert enda eru þetta vinir okkar. Svo er Mosi ofsalega skotinn í Þórunni Antoníu og bað sérstaklega um hana," segir Tanya. Fjölskyldan verður með kökuboð handa afmælisbarninu áður en útiveislan hefst og að sögn Tönyu er Mosi afskaplega spenntur fyrir deginum. „Hann vill bara fjör og að fá að njóta dagsins með sem flestum. Fólki er velkomið að kíkja af Laugaveginum og njóta tónlistarinnar með okkur." Afmælisveislan hefst klukkan 17 og stendur til 21. Fatamarkaður verður á staðnum og meðal þeirra sem koma fram eru Rósa Birgitta Ísfeld og 7berg. - sm Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við spurðum hann bara hvað hann vildi gera í tilefni dagsins og þetta var það sem hann óskaði eftir. Við erum ekki með góðan garð heima hjá okkur og datt því í hug að hægt væri að nýta þetta fallega og skjólsæla svæði undir afmælisveisluna. Hann valdi svo sjálfur tónlistaratriðin," útskýrir Tanya Pollock, móðir hins þriggja ára gamla Francis Mosa sem heldur upp á afmæli sitt í Hjartagarðinum í dag. Foreldrar drengsins skipulögðu í samráði við hann svokallað „block party" og munu sjö tónlistarmenn stíga á stokk í tilefni dagsins. Foreldrar Mosa, Tanya og Tómas Magnússon, eru í hópi sjálfboðaliða sem hafa tekið Hjartagarðinn upp á sína arma í sumar og unnið hörðum höndum að því að snyrta svæðið, skreyta það og glæða það lífi. Tónlistarmennirnir sem koma fram eiga það sameiginlegt að þekkja Mosa litla vel og munu frændur hans og afi, tónlistarmaðurinn Daniel Pollock, meðal annarra stíga á svið. „Tónlistarfólkið var allt af vilja gert enda eru þetta vinir okkar. Svo er Mosi ofsalega skotinn í Þórunni Antoníu og bað sérstaklega um hana," segir Tanya. Fjölskyldan verður með kökuboð handa afmælisbarninu áður en útiveislan hefst og að sögn Tönyu er Mosi afskaplega spenntur fyrir deginum. „Hann vill bara fjör og að fá að njóta dagsins með sem flestum. Fólki er velkomið að kíkja af Laugaveginum og njóta tónlistarinnar með okkur." Afmælisveislan hefst klukkan 17 og stendur til 21. Fatamarkaður verður á staðnum og meðal þeirra sem koma fram eru Rósa Birgitta Ísfeld og 7berg. - sm
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira