Bann við vörubílum í þjóðgarði gagnrýnt 10. júlí 2012 07:00 Sveitarfélög fyrir austan fjall eru ósátt við nýjar takmarkanir á vöruflutningum um þjóðgarðinn á Þingvöllum. „Þetta heftir alla umferð til og frá Vesturlandi og höfuðborginni," segir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps sem krefst þess að takmarkanirnar verði felldar úr gildi þar til umsögn sveitarstjórna á svæðinu hefur verið aflað eins og lög geri ráð fyrir. Vegagerðin bannaði 8. júní síðastliðinn umferð vöruflutningabíla yfir átta tonnum um þjóðgarðinn og einnig allra ökutækja með vatnsspillandi og hættulegan farm. Umferð hópferðabíla er þó áfram leyfð, óháð þyngd. „Það er ekki eins og það séu hundrað flutningabílar á dag. Við erum að tala um einn og einn," segir Ingibjörg sem kveður mikið óhagræði af þessu fyrir verktaka í sveitunum í kring. Sömuleiðis fyrir verktaka í Borgarfirði sem vilja stytta sér leið yfir Uxahryggi á kvöldin og nóttunni yfir sumartímann. Þá bendir Ingibjörg á að varla sé betra að beina þessari umferð um Grafning því vegurinn þar sé illa farinn og beri slíka þungaflutninga alls ekkert betur en vegurinn um þjóðgarðinn. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að við byggingu Lyngdalsheiðarvegar hafi verið nefnt að til slíkra takmarkana gæti komið. Umferð flutningabíla um þjóðgarðinn hafi aukist eftir að vegurinn kom. „Vegurinn í þjóðgarðinum er ekki hannaður fyrir slíka þungaumferð," segir G. Pétur sem kveður takmarkanirnar einnig settar á að ósk þjóðgarðsvarðar og þeirra sem hafi með þjóðgarðinn að gera. „Þar að auki er hann á heimsminjaskránni og menn hafa ekki viljað taka óþarfa áhættu með því að fara með spilliefni þar í gegn." Ingibjörg segir vekja undrun að hvaða rúta sem er, hversu þung sem hún er, megi keyra um þjóðgarðinn þegar venjulegum flutningabílum sé bannað að fara þar um. G. Pétur segir að það séu ekki einstaka bílar sem skipti öllu máli fyrir álagið á veginn heldur líka heildarmagn umferðarinnar. „Það verður að vera einhver skynsemi í því sem menn eru að gera. Þjóðgarðurinn er náttúrulega viðkomustaður ferðamanna. Þess vegna er sú leið farin að heimila þeim að fara en ekki vöruflutningunum." Ingibjörg kveðst skilja að menn vilji ekki risastóra flutningabíla og flutninga með eldsneyti um þjóðgarðinn en telur of langt gengið. „Til hvers var verið að eyða fleiri hundruð milljónum í að búa til Lyngdalsheiðarveg ef svo má ekki keyra þetta?" segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Sveitarfélög fyrir austan fjall eru ósátt við nýjar takmarkanir á vöruflutningum um þjóðgarðinn á Þingvöllum. „Þetta heftir alla umferð til og frá Vesturlandi og höfuðborginni," segir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps sem krefst þess að takmarkanirnar verði felldar úr gildi þar til umsögn sveitarstjórna á svæðinu hefur verið aflað eins og lög geri ráð fyrir. Vegagerðin bannaði 8. júní síðastliðinn umferð vöruflutningabíla yfir átta tonnum um þjóðgarðinn og einnig allra ökutækja með vatnsspillandi og hættulegan farm. Umferð hópferðabíla er þó áfram leyfð, óháð þyngd. „Það er ekki eins og það séu hundrað flutningabílar á dag. Við erum að tala um einn og einn," segir Ingibjörg sem kveður mikið óhagræði af þessu fyrir verktaka í sveitunum í kring. Sömuleiðis fyrir verktaka í Borgarfirði sem vilja stytta sér leið yfir Uxahryggi á kvöldin og nóttunni yfir sumartímann. Þá bendir Ingibjörg á að varla sé betra að beina þessari umferð um Grafning því vegurinn þar sé illa farinn og beri slíka þungaflutninga alls ekkert betur en vegurinn um þjóðgarðinn. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að við byggingu Lyngdalsheiðarvegar hafi verið nefnt að til slíkra takmarkana gæti komið. Umferð flutningabíla um þjóðgarðinn hafi aukist eftir að vegurinn kom. „Vegurinn í þjóðgarðinum er ekki hannaður fyrir slíka þungaumferð," segir G. Pétur sem kveður takmarkanirnar einnig settar á að ósk þjóðgarðsvarðar og þeirra sem hafi með þjóðgarðinn að gera. „Þar að auki er hann á heimsminjaskránni og menn hafa ekki viljað taka óþarfa áhættu með því að fara með spilliefni þar í gegn." Ingibjörg segir vekja undrun að hvaða rúta sem er, hversu þung sem hún er, megi keyra um þjóðgarðinn þegar venjulegum flutningabílum sé bannað að fara þar um. G. Pétur segir að það séu ekki einstaka bílar sem skipti öllu máli fyrir álagið á veginn heldur líka heildarmagn umferðarinnar. „Það verður að vera einhver skynsemi í því sem menn eru að gera. Þjóðgarðurinn er náttúrulega viðkomustaður ferðamanna. Þess vegna er sú leið farin að heimila þeim að fara en ekki vöruflutningunum." Ingibjörg kveðst skilja að menn vilji ekki risastóra flutningabíla og flutninga með eldsneyti um þjóðgarðinn en telur of langt gengið. „Til hvers var verið að eyða fleiri hundruð milljónum í að búa til Lyngdalsheiðarveg ef svo má ekki keyra þetta?" segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent