Tryggja farsímasamband um allan heim 11. júlí 2012 10:30 Við Skarfahöfn Skemmtiferðaskipið Celebrity Eclipse lagðist að bryggju í Reykjavík í gær en skipið er engin smásmíði. Það er rúmir 300 metrar að lengd, tæpir 50 metrar að breidd og er samanlagður fjöldi áhafnar og farþega 4.400 manns.Fréttablaðið/VALLI Íslenska fyrirtækið On Waves, sem er að stærstum hluta í eigu Símans, tryggir áhöfn og farþegum á hátt í 600 stórskipum um allan heim farsímasamband. Í þeim hópi er fjöldi skemmtiferðaskipa en eitt þeirra, Celebrity Eclipse, lagðist að bryggju í Reykjavík í gær. „Við erum ungt fyrirtæki og á nýjum markaði sem þýðir að við höfum þurft að leggjast í talsverðar fjárfestingar. Við höfum hins vegar þegar náð talsverðum árangri og teljum að það séu mjög jákvæðir og spennandi tímar fram undan á þessum markaði," segir Kristinn Ingi Lárusson, framkvæmdastjóri On Waves. On Waves var stofnað árið 2007 af Símanum í samstarfi við tvo aðra aðila en áður hafði Síminn boðið svipaða þjónustu í samstarfi við franskt fyrirtæki. Fyrirtækið gerir skipum á hafi úti kleift að halda úti farsímaneti fyrir farþega og áhöfn á skipunum og þjónustar fyrirtækið þegar hátt í 600 skip. Flest eru þau mjög stór enda þjónusta On Waves nokkuð kostnaðarsöm og því óhentug fyrir fámennari skip. „Í nær öllum stórum skipum er gervihnattasamband í gegnum svokallað VSAT-kerfi sem tryggir símasamband og internettengingu. Það sem við gerum er að umbreyta búnaðinum þannig að hægt sé að nota farsíma í gegnum þetta kerfi," segir Kristinn Ingi og heldur áfram: „Við erum með þeim fyrstu í heiminum til að bjóða þessa þjónustu og erum nú sennilega þriðja stærsta fyrirtækið í þessum geira." Fimmtungur þeirra skipa sem On Waves á í samstarfi við telst vera ferjur eða farþegaskip. Þar af er nokkur fjöldi skemmtiferðaskipa á borð við Celebrity Eclipse þar sem samanlagður fjöldi gesta og áhafnar er 4.400 manns. Þá er fyrirtækið einnig með samninga við fjölda skipa sem þjónusta ýmiss konar iðnað. Kristinn Ingi segir að lokum mikil tækifæri til staðar á þessum markaði enda geti fyrirtækið boðið þjónustu sína um allan heim. „Auðvitað eru þau 600 skip sem við erum þegar að þjónusta talsverður fjöldi en það má hafa í huga að okkar markaður er heimurinn allur þótt fyrirtækið sé íslenskt. Það er því gríðarlegur fjöldi skipa sem við ættum að geta þjónustað," segir Kristinn. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Íslenska fyrirtækið On Waves, sem er að stærstum hluta í eigu Símans, tryggir áhöfn og farþegum á hátt í 600 stórskipum um allan heim farsímasamband. Í þeim hópi er fjöldi skemmtiferðaskipa en eitt þeirra, Celebrity Eclipse, lagðist að bryggju í Reykjavík í gær. „Við erum ungt fyrirtæki og á nýjum markaði sem þýðir að við höfum þurft að leggjast í talsverðar fjárfestingar. Við höfum hins vegar þegar náð talsverðum árangri og teljum að það séu mjög jákvæðir og spennandi tímar fram undan á þessum markaði," segir Kristinn Ingi Lárusson, framkvæmdastjóri On Waves. On Waves var stofnað árið 2007 af Símanum í samstarfi við tvo aðra aðila en áður hafði Síminn boðið svipaða þjónustu í samstarfi við franskt fyrirtæki. Fyrirtækið gerir skipum á hafi úti kleift að halda úti farsímaneti fyrir farþega og áhöfn á skipunum og þjónustar fyrirtækið þegar hátt í 600 skip. Flest eru þau mjög stór enda þjónusta On Waves nokkuð kostnaðarsöm og því óhentug fyrir fámennari skip. „Í nær öllum stórum skipum er gervihnattasamband í gegnum svokallað VSAT-kerfi sem tryggir símasamband og internettengingu. Það sem við gerum er að umbreyta búnaðinum þannig að hægt sé að nota farsíma í gegnum þetta kerfi," segir Kristinn Ingi og heldur áfram: „Við erum með þeim fyrstu í heiminum til að bjóða þessa þjónustu og erum nú sennilega þriðja stærsta fyrirtækið í þessum geira." Fimmtungur þeirra skipa sem On Waves á í samstarfi við telst vera ferjur eða farþegaskip. Þar af er nokkur fjöldi skemmtiferðaskipa á borð við Celebrity Eclipse þar sem samanlagður fjöldi gesta og áhafnar er 4.400 manns. Þá er fyrirtækið einnig með samninga við fjölda skipa sem þjónusta ýmiss konar iðnað. Kristinn Ingi segir að lokum mikil tækifæri til staðar á þessum markaði enda geti fyrirtækið boðið þjónustu sína um allan heim. „Auðvitað eru þau 600 skip sem við erum þegar að þjónusta talsverður fjöldi en það má hafa í huga að okkar markaður er heimurinn allur þótt fyrirtækið sé íslenskt. Það er því gríðarlegur fjöldi skipa sem við ættum að geta þjónustað," segir Kristinn. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent