Landaði 29 punda hrygnu í Laxá í Aðaldal 12. júlí 2012 09:00 Risafiskur Þessi fiskur úr Laxá í Aðaldal reyndist 104 sentimetrar en fiskurinn hans Björns var 110 cm. Því miður náðist ekki mynd af ferlíkinu. mynd/óskar páll sveinsson „Viðureignin var tiltölulega stutt, ekki nema 25 eða 30 mínútur. Hann var þungur og allt það en engin læti í honum. Þetta var auðveldara en ég hélt í fyrstu þegar ég sá hversu stór fiskurinn var," segir Björn Magnússon sem veiddi 110 sentimetra lax, sem ætla má að sé 29 pund, við Spegilflúð í Laxá í Aðaldal í gær. „Þetta var mjög skemmtileg viðureign og það liggur við að adrenlínkikkið sé enn þá í manni." Hrygnan sem Björn veiddi er stærsti lax sem veiðst hefur í sumar. Stærsti lax sem veiddist í fyrra var 108 sentimetrar en hann veiddist á svipuðum stað, eða við Fossbrún. Orri Vigfússon, leigutaki Laxár í Aðaldal, er búinn að veiða á þessum stað í ein 45 ár og segir að þarna sé stærstu fiska landsins að finna. „Þetta er einhver magnaðasti staður í veröldinni," segir Orri. Eins og gefur að skilja er þetta langstærsti lax sem Björn hefur veitt, tíu pundum þyngri en sá stærsti hingað til. Björn býst ekki við að veiða stærri fisk í náinni framtíð en er þó ekki úrkula vonar. „Við verðum hér til hádegis á morgun [í dag] svo það er aldrei að vita," segir hann og hlær. Risafiskurinn tók fluguna Kolskegg, hnýtta af Stefáni Kristjánssyni. Svo mikið fát var á Birni og Hákon Ólafssyni veiðifélaga hans þegar þeir ætluðu að sleppa fiskinum að þeir fundu ekki myndavélina. Því er engin mynd til af stærsta laxi sumarsins. - kh Fréttir Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði
„Viðureignin var tiltölulega stutt, ekki nema 25 eða 30 mínútur. Hann var þungur og allt það en engin læti í honum. Þetta var auðveldara en ég hélt í fyrstu þegar ég sá hversu stór fiskurinn var," segir Björn Magnússon sem veiddi 110 sentimetra lax, sem ætla má að sé 29 pund, við Spegilflúð í Laxá í Aðaldal í gær. „Þetta var mjög skemmtileg viðureign og það liggur við að adrenlínkikkið sé enn þá í manni." Hrygnan sem Björn veiddi er stærsti lax sem veiðst hefur í sumar. Stærsti lax sem veiddist í fyrra var 108 sentimetrar en hann veiddist á svipuðum stað, eða við Fossbrún. Orri Vigfússon, leigutaki Laxár í Aðaldal, er búinn að veiða á þessum stað í ein 45 ár og segir að þarna sé stærstu fiska landsins að finna. „Þetta er einhver magnaðasti staður í veröldinni," segir Orri. Eins og gefur að skilja er þetta langstærsti lax sem Björn hefur veitt, tíu pundum þyngri en sá stærsti hingað til. Björn býst ekki við að veiða stærri fisk í náinni framtíð en er þó ekki úrkula vonar. „Við verðum hér til hádegis á morgun [í dag] svo það er aldrei að vita," segir hann og hlær. Risafiskurinn tók fluguna Kolskegg, hnýtta af Stefáni Kristjánssyni. Svo mikið fát var á Birni og Hákon Ólafssyni veiðifélaga hans þegar þeir ætluðu að sleppa fiskinum að þeir fundu ekki myndavélina. Því er engin mynd til af stærsta laxi sumarsins. - kh
Fréttir Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði