Nas kveður fortíðina 12. júlí 2012 12:00 Bless bless Nas skildi við söngkonuna Kelis fyrir þremur árum og er nú kominn með nýja plötu. Tíunda plata rapparans Nas kemur út í næstu viku. Hann segir plötuna afar mikilvæga fyrir sig, þar sem hann þurfi að segja skilið við fortíðina. Þriðjudaginn níunda ágúst í fyrra sendi rapparinn Nas frá sér lagið Nasty. Hálfu ári síðar tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að ný plata væri tilbúin, sú tíunda í röðinni. Hún kemur út í næstu viku og nefnist Life is Good. Titillinn er vísun í afslappaðan Nas, sem vill kveðja fortíðina og taka nýju lífi opnum örmum. Hann og söngkonan Kelis skildu árið 2009, eftir sex ára hjónaband. Skilnaðurinn fór í hart og nýja platan virðist hafa átt sinn þátt í að koma rapparanum aftur á sporið. Hann hefur borið plötuna saman við plötuna Here, My Dear, þar sem Marvin Gaye fór yfir hjónaband sitt og Önnu Gordy. Heill her upptökustjóra kom að plötunni, eins og raunin er oft í hipphopp-heiminum. Einn af þeim er reynsluboltinn Salaam Remi og sagði hann í viðtali um plötuna að ef hann gerði hipphopp, yrði það að vera eitthvað sem viðvaningar gætu ekki rappað. „Það er eins gott að menn hafi eitthvað að segja," sagði hann. Annar upptökustjóri, No I.D., vildi leita í fortíðina á plötunni. „Ég vildi gera tónlist sem myndi leyfa Nas að vera Nas," sagði hann. „Ég hef ekki hugmynd um hvað krakkarnir eru að gera í dag, en ég vildi að Nas gerði það sem hann gerir best." atlifannar@frettabladid.is Lífið Tónlist Tengdar fréttir sagan af græna kjólnum á umslaginu Græni kjóllinn sem liggur í kjöltu Nas á umslagi plötunnar er brúðarkjóll söngkonunnar Kelis, fyrrverandi eiginkonu rapparans. Þau eiga saman einn son. 12. júlí 2012 10:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tíunda plata rapparans Nas kemur út í næstu viku. Hann segir plötuna afar mikilvæga fyrir sig, þar sem hann þurfi að segja skilið við fortíðina. Þriðjudaginn níunda ágúst í fyrra sendi rapparinn Nas frá sér lagið Nasty. Hálfu ári síðar tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að ný plata væri tilbúin, sú tíunda í röðinni. Hún kemur út í næstu viku og nefnist Life is Good. Titillinn er vísun í afslappaðan Nas, sem vill kveðja fortíðina og taka nýju lífi opnum örmum. Hann og söngkonan Kelis skildu árið 2009, eftir sex ára hjónaband. Skilnaðurinn fór í hart og nýja platan virðist hafa átt sinn þátt í að koma rapparanum aftur á sporið. Hann hefur borið plötuna saman við plötuna Here, My Dear, þar sem Marvin Gaye fór yfir hjónaband sitt og Önnu Gordy. Heill her upptökustjóra kom að plötunni, eins og raunin er oft í hipphopp-heiminum. Einn af þeim er reynsluboltinn Salaam Remi og sagði hann í viðtali um plötuna að ef hann gerði hipphopp, yrði það að vera eitthvað sem viðvaningar gætu ekki rappað. „Það er eins gott að menn hafi eitthvað að segja," sagði hann. Annar upptökustjóri, No I.D., vildi leita í fortíðina á plötunni. „Ég vildi gera tónlist sem myndi leyfa Nas að vera Nas," sagði hann. „Ég hef ekki hugmynd um hvað krakkarnir eru að gera í dag, en ég vildi að Nas gerði það sem hann gerir best." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Tónlist Tengdar fréttir sagan af græna kjólnum á umslaginu Græni kjóllinn sem liggur í kjöltu Nas á umslagi plötunnar er brúðarkjóll söngkonunnar Kelis, fyrrverandi eiginkonu rapparans. Þau eiga saman einn son. 12. júlí 2012 10:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
sagan af græna kjólnum á umslaginu Græni kjóllinn sem liggur í kjöltu Nas á umslagi plötunnar er brúðarkjóll söngkonunnar Kelis, fyrrverandi eiginkonu rapparans. Þau eiga saman einn son. 12. júlí 2012 10:00