Vilja fá að framleiða ógerilsneydda osta 13. júlí 2012 06:30 Í fjósinu Bændur sem fullvinna og selja eigin afurðir vilja fá heimild til að framleiða osta úr ógerilsneyddri mjólk. Myndin af þessum fallegu gripum tengist efni fréttarinnar ekki beint. Fréttablaðið/Stefán Beint frá býli, félag bænda sem stunda sjálfstæða sölu eigin afurða, hefur óskað formlega eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að framleiðsla osta úr ógerilsneyddri mjólk verði heimiluð í takmörkuðu magni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni er fólki nú leyfilegt, samkvæmt nýrri reglugerð, að flytja með sér til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk. Hins vegar er enn í gildi bann við innlendri framleiðslu afurða úr slíkri mjólk. „Það skýtur skökku við ef menn leyfa innflutning og maður spyr sig þá hvort erlenda ógerilsneydda mjólkin sé öruggari en sú innlenda," segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, í samtali við Fréttablaðið og bætir því við að fátt bendi til þess að innlenda mjólkin sé hættuleg. „Ég veit ekki til þess að það séu nokkuð meiri afföll á sveitafólki sem drekkur mjólkina sína en þéttbýlisfólki sem drekkur gerilsneydda mjólk. Það er ekki landlægur bráðadauði hjá þeim." Guðmundur segir málið ekki snúast um að fjöldi bænda hyggist fara út í framleiðslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk. Um réttlætismál sé að ræða. „Okkur finnst eðlilegt að fá að sitja við sama borð og hinir. Fyrst búið er að leyfa innflutninginn, er í mínum huga því ekki spurning um hvort þetta verður leyft heldur hvenær. Í nútímaþjóðfélagi eru hlutirnir ekki gerðir svona." Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra landbúnaðarmála, segir aðspurður um stöðu þessara mála að þau séu einmitt til umræðu í ráðuneytinu þessa dagana. „Það væri hægt að færa rök fyrir því að leyfa framleiðslu á þess konar ostum, en þá yrði gerður greinarmunur á sölu á almennum markaði annars vegar og þessum minni einingum hins vegar," segir Steingrímur. „Það yrði þó að stíga varlega til jarðar vegna heilbrigðissjónarmiða. Fljótt á litið gæti þetta þó komið til greina, enda væri neytendum þá gerð skýr grein fyrir innihaldi vörunnar." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Beint frá býli, félag bænda sem stunda sjálfstæða sölu eigin afurða, hefur óskað formlega eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að framleiðsla osta úr ógerilsneyddri mjólk verði heimiluð í takmörkuðu magni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni er fólki nú leyfilegt, samkvæmt nýrri reglugerð, að flytja með sér til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk. Hins vegar er enn í gildi bann við innlendri framleiðslu afurða úr slíkri mjólk. „Það skýtur skökku við ef menn leyfa innflutning og maður spyr sig þá hvort erlenda ógerilsneydda mjólkin sé öruggari en sú innlenda," segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, í samtali við Fréttablaðið og bætir því við að fátt bendi til þess að innlenda mjólkin sé hættuleg. „Ég veit ekki til þess að það séu nokkuð meiri afföll á sveitafólki sem drekkur mjólkina sína en þéttbýlisfólki sem drekkur gerilsneydda mjólk. Það er ekki landlægur bráðadauði hjá þeim." Guðmundur segir málið ekki snúast um að fjöldi bænda hyggist fara út í framleiðslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk. Um réttlætismál sé að ræða. „Okkur finnst eðlilegt að fá að sitja við sama borð og hinir. Fyrst búið er að leyfa innflutninginn, er í mínum huga því ekki spurning um hvort þetta verður leyft heldur hvenær. Í nútímaþjóðfélagi eru hlutirnir ekki gerðir svona." Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra landbúnaðarmála, segir aðspurður um stöðu þessara mála að þau séu einmitt til umræðu í ráðuneytinu þessa dagana. „Það væri hægt að færa rök fyrir því að leyfa framleiðslu á þess konar ostum, en þá yrði gerður greinarmunur á sölu á almennum markaði annars vegar og þessum minni einingum hins vegar," segir Steingrímur. „Það yrði þó að stíga varlega til jarðar vegna heilbrigðissjónarmiða. Fljótt á litið gæti þetta þó komið til greina, enda væri neytendum þá gerð skýr grein fyrir innihaldi vörunnar." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira