Segir vörður skemma náttúru og stemningu 13. júlí 2012 08:30 Skemmdir við Þingvallaveg Margir vörðusmiðir virðast ekki hugsa út í að velja sér ekki steina sem eru fastir í gróðurhulu landsins og skilja því eftir sig ljót sár eins og hér má sjá við Þingvallaveg.MYnd/Ingó Herbertsson „Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður," segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. Fréttablaðið birti í síðustu viku forsíðumynd af vörðum sem ferðalangar hafa hlaðið við útsýnisstað þar sem Þingvallavegur liðast ofan af Mosfellsheiði. Ingó bendir á að þessar framkvæmdir skilji eftir sig ljót ör þegar fólk taki steina sem fastir séu í jarðvegi. Ekkert í náttúruverndarlögum bannar hleðslu varða á víðavangi nema þá ef með framkvæmdinni séu unnar skemmdir á friðuðum gróðurtegundum eða bergmyndunum. „Þetta skemmir engu að síður náttúruna. Þetta er því miður svona alls staðar," segir Ingó sem kveðst hafa verið leiðsögumaður í yfir þrjátíu ár og ferðast um landið fimm til sex mánuði á ári. Fyrstu tvo áratugina á leiðsögumannsferli hans hafi vörðugerð ekki verið vandamál en nú séu sprottnar upp vörður út um allar trissur, til dæmis við þjóðveginn á hálendinu milli Mývatns og Egilsstaða, einmitt þar sem gróður er afar viðkvæmur. „Þetta byrjaði í kringum 2000 og hefur versnað frá ári til árs síðan," segir Ingó og undirstrikar að vandamálið felist ekki eingöngu í gróðurskemmdum. „Fyrir utan þessar holur þar sem verið er að skemma náttúruna þá eyðileggur þetta andrúmsloftið." Dæmi um þetta segir Ingó vera Djúpalónssand á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hann sé einn af fáum stöðum þar sem enn megi tala um ósnortna náttúru en núna sé ströndin iðulega full af vörðum. „Þetta minnir á þegar fólk krotar á húsveggi í Reykjavík: Ég var hérna! Það er einhver þörf fyrir að láta allan heiminn vita að viðkomandi hafi verið á þessum stað. Það er ekki verið að skemma gróður á svona strönd en hún er ekki lengur sá ósnortni staður sem var einu sinni verið að reyna að selja," segir Ingó. Þá segist Ingó óttast að borgarbörn í Reykjavík sem hafa kannski ekki ferðast mikið um landið fari að halda að vörðugerð sé hið besta mál. „Þá fara íslenskir fjölskyldufeður líka að kenna börnum sínum að hlaða vörður því það er í tísku," segir leiðsögumaðurinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
„Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður," segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. Fréttablaðið birti í síðustu viku forsíðumynd af vörðum sem ferðalangar hafa hlaðið við útsýnisstað þar sem Þingvallavegur liðast ofan af Mosfellsheiði. Ingó bendir á að þessar framkvæmdir skilji eftir sig ljót ör þegar fólk taki steina sem fastir séu í jarðvegi. Ekkert í náttúruverndarlögum bannar hleðslu varða á víðavangi nema þá ef með framkvæmdinni séu unnar skemmdir á friðuðum gróðurtegundum eða bergmyndunum. „Þetta skemmir engu að síður náttúruna. Þetta er því miður svona alls staðar," segir Ingó sem kveðst hafa verið leiðsögumaður í yfir þrjátíu ár og ferðast um landið fimm til sex mánuði á ári. Fyrstu tvo áratugina á leiðsögumannsferli hans hafi vörðugerð ekki verið vandamál en nú séu sprottnar upp vörður út um allar trissur, til dæmis við þjóðveginn á hálendinu milli Mývatns og Egilsstaða, einmitt þar sem gróður er afar viðkvæmur. „Þetta byrjaði í kringum 2000 og hefur versnað frá ári til árs síðan," segir Ingó og undirstrikar að vandamálið felist ekki eingöngu í gróðurskemmdum. „Fyrir utan þessar holur þar sem verið er að skemma náttúruna þá eyðileggur þetta andrúmsloftið." Dæmi um þetta segir Ingó vera Djúpalónssand á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hann sé einn af fáum stöðum þar sem enn megi tala um ósnortna náttúru en núna sé ströndin iðulega full af vörðum. „Þetta minnir á þegar fólk krotar á húsveggi í Reykjavík: Ég var hérna! Það er einhver þörf fyrir að láta allan heiminn vita að viðkomandi hafi verið á þessum stað. Það er ekki verið að skemma gróður á svona strönd en hún er ekki lengur sá ósnortni staður sem var einu sinni verið að reyna að selja," segir Ingó. Þá segist Ingó óttast að borgarbörn í Reykjavík sem hafa kannski ekki ferðast mikið um landið fari að halda að vörðugerð sé hið besta mál. „Þá fara íslenskir fjölskyldufeður líka að kenna börnum sínum að hlaða vörður því það er í tísku," segir leiðsögumaðurinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira