Stelpurnar elska mig 13. júlí 2012 12:00 vinsæll og veit af því "Fyrsti diskurinn heitir Potturinn og hann alveg steinliggur þegar maður liggur í heita pottinum,“ segir Siggi Hlö um nýja plötu sína. fréttablaðið/pjetur „Ég veit ekki betur en að ég sé með eina þátt landsins sem býður upp á að fólk geti hringt inn og flippað og verið í stuði," segir útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Sigurður Hlöðversson, einnig þekktur sem Siggi Hlö, eða Hlö-vélin. Siggi sendi nýlega frá sér þreföldu safnplötuna Pottapartý með Sigga Hlö. Platan er fjórða safnplatan sem kemur út í tengslum við útvarpsþáttinn Veistu hver ég var? sem er á Bylgjunni á laugardögum. Plöturnar hafa selst í yfir tíu þúsund eintökum og Siggi er handviss um vinsældir þeirrar nýjustu. „Þessi plata fer alveg pottþétt í gull, Sleikurinn mun sjá til þess." Platan inniheldur 57 lög sem skiptast niður á þrjá diska. „Fyrsti diskurinn heitir Potturinn og hann alveg steinliggur þegar maður liggur í heita pottinum. Þar eru lög sem flestir þekkja og geta sungið með. Annar diskurinn er Partýið en fólk getur ekki annað en hent sér á dansgólfið þegar hann er settur í tækið. Þriðji diskurinn er svo Sleikurinn," segir Siggi en sá diskur er meira í rólega og rómantíska kantinum. „Það var alltaf þannig í gamla daga, áður en opnunartímar skemmtistaða breyttust, að öll kvöld enduðu á vangalagi. Þá gafst fólki tækifæri til að loka dílnum, eins og maður segir. Á Sleiknum er að finna lög sem margir tengja við atvik í lífinu þar sem tungur snertast. Það er bara svoleiðis," bætir hann við. Á plötunum má finna perlur fortíðarinnar sem Siggi segir oft vandfundnar. En það eru ekki bara plöturnar sem hafa slegið í gegn því þættirnir hafa verið feykivinsælir meðal landans og að sögn Sigga er aðdáendahópurinn mikið að breytast. „Fyrst voru þetta aðallega konur á mínum aldri en núna er mjög mikil hlustun hjá niður í tuttugu ára og jafnvel yngra," segir hann. Mikið er hringt inn í þáttinn og beðið um óskalög, en athygli hefur vakið að þættirnir þykja einkar vinsælir meðal vinkonuhópa. „Stelpurnar elska mig, það er alveg á hreinu." tinnaros@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég veit ekki betur en að ég sé með eina þátt landsins sem býður upp á að fólk geti hringt inn og flippað og verið í stuði," segir útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Sigurður Hlöðversson, einnig þekktur sem Siggi Hlö, eða Hlö-vélin. Siggi sendi nýlega frá sér þreföldu safnplötuna Pottapartý með Sigga Hlö. Platan er fjórða safnplatan sem kemur út í tengslum við útvarpsþáttinn Veistu hver ég var? sem er á Bylgjunni á laugardögum. Plöturnar hafa selst í yfir tíu þúsund eintökum og Siggi er handviss um vinsældir þeirrar nýjustu. „Þessi plata fer alveg pottþétt í gull, Sleikurinn mun sjá til þess." Platan inniheldur 57 lög sem skiptast niður á þrjá diska. „Fyrsti diskurinn heitir Potturinn og hann alveg steinliggur þegar maður liggur í heita pottinum. Þar eru lög sem flestir þekkja og geta sungið með. Annar diskurinn er Partýið en fólk getur ekki annað en hent sér á dansgólfið þegar hann er settur í tækið. Þriðji diskurinn er svo Sleikurinn," segir Siggi en sá diskur er meira í rólega og rómantíska kantinum. „Það var alltaf þannig í gamla daga, áður en opnunartímar skemmtistaða breyttust, að öll kvöld enduðu á vangalagi. Þá gafst fólki tækifæri til að loka dílnum, eins og maður segir. Á Sleiknum er að finna lög sem margir tengja við atvik í lífinu þar sem tungur snertast. Það er bara svoleiðis," bætir hann við. Á plötunum má finna perlur fortíðarinnar sem Siggi segir oft vandfundnar. En það eru ekki bara plöturnar sem hafa slegið í gegn því þættirnir hafa verið feykivinsælir meðal landans og að sögn Sigga er aðdáendahópurinn mikið að breytast. „Fyrst voru þetta aðallega konur á mínum aldri en núna er mjög mikil hlustun hjá niður í tuttugu ára og jafnvel yngra," segir hann. Mikið er hringt inn í þáttinn og beðið um óskalög, en athygli hefur vakið að þættirnir þykja einkar vinsælir meðal vinkonuhópa. „Stelpurnar elska mig, það er alveg á hreinu." tinnaros@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira