Færri komust að en vildu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. júlí 2012 06:00 Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR unnu í fyrra. Íslandsmótið í höggleik í golfi hefst á fimmtudaginn og fer mótið fram á Strandarvelli á Hellu að þessu sinni. Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hafa titla að verja á mótinu. Mikill áhugi var hjá íslenskum afrekskylfingum á mótinu og komust færri að en vildu í karlaflokknum en alls eru 123 karlar skráðir til leiks og 27 konur. Leiknir verða fjórir keppnishringir á fjórum keppnisdögum – alls 72 holur. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á tveimur síðustu keppnisdögunum á Stöð 2 sport. Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson hafa sigrað oftast á Íslandsmótinu í höggleik – en þeir eiga báðir 6 titla. Björgvin sigraði í fyrsta sinn árið 1971 og síðast árið 1977 og ef hann verður með á þessu móti verður þetta 49. Íslandsmót hans í röð. Úlfar sigraði í fyrsta sinn árið 1986 og í sjötta sinn árið 1992. Af þeim sem taka þátt í ár er Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG með flesta titla, alls 4. Karen Sævarsdóttir hefur sigrað oftast á Íslandsmótinu í kvennaflokki – alls 8 sinnum. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR er á meðal keppenda en hún hefur fjórum sinnum sigrað á Íslandsmótinu – fyrst árið 1985 og síðast árið 2003. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslandsmótið í höggleik í golfi hefst á fimmtudaginn og fer mótið fram á Strandarvelli á Hellu að þessu sinni. Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hafa titla að verja á mótinu. Mikill áhugi var hjá íslenskum afrekskylfingum á mótinu og komust færri að en vildu í karlaflokknum en alls eru 123 karlar skráðir til leiks og 27 konur. Leiknir verða fjórir keppnishringir á fjórum keppnisdögum – alls 72 holur. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á tveimur síðustu keppnisdögunum á Stöð 2 sport. Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson hafa sigrað oftast á Íslandsmótinu í höggleik – en þeir eiga báðir 6 titla. Björgvin sigraði í fyrsta sinn árið 1971 og síðast árið 1977 og ef hann verður með á þessu móti verður þetta 49. Íslandsmót hans í röð. Úlfar sigraði í fyrsta sinn árið 1986 og í sjötta sinn árið 1992. Af þeim sem taka þátt í ár er Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG með flesta titla, alls 4. Karen Sævarsdóttir hefur sigrað oftast á Íslandsmótinu í kvennaflokki – alls 8 sinnum. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR er á meðal keppenda en hún hefur fjórum sinnum sigrað á Íslandsmótinu – fyrst árið 1985 og síðast árið 2003.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira