Færri komust að en vildu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. júlí 2012 06:00 Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR unnu í fyrra. Íslandsmótið í höggleik í golfi hefst á fimmtudaginn og fer mótið fram á Strandarvelli á Hellu að þessu sinni. Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hafa titla að verja á mótinu. Mikill áhugi var hjá íslenskum afrekskylfingum á mótinu og komust færri að en vildu í karlaflokknum en alls eru 123 karlar skráðir til leiks og 27 konur. Leiknir verða fjórir keppnishringir á fjórum keppnisdögum – alls 72 holur. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á tveimur síðustu keppnisdögunum á Stöð 2 sport. Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson hafa sigrað oftast á Íslandsmótinu í höggleik – en þeir eiga báðir 6 titla. Björgvin sigraði í fyrsta sinn árið 1971 og síðast árið 1977 og ef hann verður með á þessu móti verður þetta 49. Íslandsmót hans í röð. Úlfar sigraði í fyrsta sinn árið 1986 og í sjötta sinn árið 1992. Af þeim sem taka þátt í ár er Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG með flesta titla, alls 4. Karen Sævarsdóttir hefur sigrað oftast á Íslandsmótinu í kvennaflokki – alls 8 sinnum. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR er á meðal keppenda en hún hefur fjórum sinnum sigrað á Íslandsmótinu – fyrst árið 1985 og síðast árið 2003. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmótið í höggleik í golfi hefst á fimmtudaginn og fer mótið fram á Strandarvelli á Hellu að þessu sinni. Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hafa titla að verja á mótinu. Mikill áhugi var hjá íslenskum afrekskylfingum á mótinu og komust færri að en vildu í karlaflokknum en alls eru 123 karlar skráðir til leiks og 27 konur. Leiknir verða fjórir keppnishringir á fjórum keppnisdögum – alls 72 holur. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á tveimur síðustu keppnisdögunum á Stöð 2 sport. Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson hafa sigrað oftast á Íslandsmótinu í höggleik – en þeir eiga báðir 6 titla. Björgvin sigraði í fyrsta sinn árið 1971 og síðast árið 1977 og ef hann verður með á þessu móti verður þetta 49. Íslandsmót hans í röð. Úlfar sigraði í fyrsta sinn árið 1986 og í sjötta sinn árið 1992. Af þeim sem taka þátt í ár er Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG með flesta titla, alls 4. Karen Sævarsdóttir hefur sigrað oftast á Íslandsmótinu í kvennaflokki – alls 8 sinnum. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR er á meðal keppenda en hún hefur fjórum sinnum sigrað á Íslandsmótinu – fyrst árið 1985 og síðast árið 2003.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira