Bleikir fílar Steinunn Stefánsdóttir skrifar 25. júlí 2012 06:00 Framkvæmdastjóri UNICEF, Stefán Ingi Stefánsson, telur að of lítið sé gert til að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi hér á landi og hefur áhyggjur af því að forvarnir gegn kynferðisbrotum séu ekki í nægilega markvissum farvegi. Í viðtali í kvöldfréttum RÚV á mánudag benti hann á að þó að mikið og gott starf væri unnið bæði hjá félagasamtökum og annars staðar í grasrót þá skorti þunga í málaflokkinn af hendi stjórnvalda. Að mati Stefáns Inga ætti að nálgast kynferðisbrotamál með svipuðum hætti og önnur málefni sem unnið er gegn með forvörnum, svo sem vímuefnamál, til dæmis með því að fela tiltekinni stofnun að fara með forvarnir í málaflokknum. Stefáni finnst mikilvægt að í forvarnarstarfi sé talað meira til mögulegra gerenda. Hann tekur þarna undir þá nálgun á kynferðisbrotamál að leggja áherslu á að ábyrgðin í kynferðisbrota- og ofbeldismálum sé hjá gerandanum og hvergi annars staðar. Engu að síður er mikilvægt, eins og Stefán Ingi benti einnig á, að ofbeldismenn njóti ekki skjóls í samfélaginu. Það gera þeir ef samfélagið sýnir því tómlæti að ofbeldi eigi sér stað. Nýstofnaður forvarnahópur ÍBV gegn kynferðisofbeldi sem stefnt er að að verði áberandi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er mikið ánægjuefni og einmitt viðleitni í þá átt að veita ekki ofbeldismönnum skjól með því að sýna ofbeldinu tómlæti. Talsmaður forvarnahópsins segir að í starfi hans verði bent á að ekkert sé til sem heiti þögult samþykki við kynlífi, að í því felist hugsanavilla að ef ekki séu skýr mótmæli til staðar þá megi túlka það sem samþykki við kynlífi. „Ef ekki er skýrt já til staðar þá er það í raun nauðgun," sagði Birkir Thor Högnason, talsmaður hópsins í samtali í síðustu viku. Einkennismerki forvarnahópsins er bleikur fíll sem táknar aðgerðaleysi og vanmátt samfélagsins til þess að takast á við nauðgunarbrotin. Auk þess að dreifa bolum, límmiðum og plakötum munu skilaboð frá hópnum birtast á milli atriða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum. Með því má segja að mótshaldarar séu að snúa vörn í sókn og gangast við þeirri ábyrgð sinni að taka á bleika fílnum í stað þess að láta sem hann sé ekki til. Óskandi væri að forsvarsmenn knattspyrnuliða tækju á málum með sama myndarbrag og forvarnahópur ÍBV því það er svo sannarlega bleikur fíll í þeirra stofu. Ekki bara eitt heldur tvö knattspyrnulið í íslensku úrvalsdeildinni hafa metið stöðuna þannig að það sé í lagi að hafa í röðum leikmanna mann sem dæmdur er fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistað og svo kærður aftur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustu sinni. Bæði lið starfa þó eftir siðareglum þar sem kveðið er á um að leikmenn séu ávallt til fyrirmyndar varðandi framkomu, innan vallar sem utan, og dregið fram að þeir séu fyrirmyndir yngri iðkenda. Sömuleiðis eiga leikmenn hvorki að samþykkja né sýna ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði samkvæmt siðareglum félaganna. Í dag er appelsínuguli dagurinn sem markar upphaf fimm mánaða átaks UN-Women til að knýja á um afnám kynbundins ofbeldis. Appelsínugulur dagur er góð áminning um að takast á við bleika fíla. Af nógu er að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Framkvæmdastjóri UNICEF, Stefán Ingi Stefánsson, telur að of lítið sé gert til að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi hér á landi og hefur áhyggjur af því að forvarnir gegn kynferðisbrotum séu ekki í nægilega markvissum farvegi. Í viðtali í kvöldfréttum RÚV á mánudag benti hann á að þó að mikið og gott starf væri unnið bæði hjá félagasamtökum og annars staðar í grasrót þá skorti þunga í málaflokkinn af hendi stjórnvalda. Að mati Stefáns Inga ætti að nálgast kynferðisbrotamál með svipuðum hætti og önnur málefni sem unnið er gegn með forvörnum, svo sem vímuefnamál, til dæmis með því að fela tiltekinni stofnun að fara með forvarnir í málaflokknum. Stefáni finnst mikilvægt að í forvarnarstarfi sé talað meira til mögulegra gerenda. Hann tekur þarna undir þá nálgun á kynferðisbrotamál að leggja áherslu á að ábyrgðin í kynferðisbrota- og ofbeldismálum sé hjá gerandanum og hvergi annars staðar. Engu að síður er mikilvægt, eins og Stefán Ingi benti einnig á, að ofbeldismenn njóti ekki skjóls í samfélaginu. Það gera þeir ef samfélagið sýnir því tómlæti að ofbeldi eigi sér stað. Nýstofnaður forvarnahópur ÍBV gegn kynferðisofbeldi sem stefnt er að að verði áberandi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er mikið ánægjuefni og einmitt viðleitni í þá átt að veita ekki ofbeldismönnum skjól með því að sýna ofbeldinu tómlæti. Talsmaður forvarnahópsins segir að í starfi hans verði bent á að ekkert sé til sem heiti þögult samþykki við kynlífi, að í því felist hugsanavilla að ef ekki séu skýr mótmæli til staðar þá megi túlka það sem samþykki við kynlífi. „Ef ekki er skýrt já til staðar þá er það í raun nauðgun," sagði Birkir Thor Högnason, talsmaður hópsins í samtali í síðustu viku. Einkennismerki forvarnahópsins er bleikur fíll sem táknar aðgerðaleysi og vanmátt samfélagsins til þess að takast á við nauðgunarbrotin. Auk þess að dreifa bolum, límmiðum og plakötum munu skilaboð frá hópnum birtast á milli atriða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum. Með því má segja að mótshaldarar séu að snúa vörn í sókn og gangast við þeirri ábyrgð sinni að taka á bleika fílnum í stað þess að láta sem hann sé ekki til. Óskandi væri að forsvarsmenn knattspyrnuliða tækju á málum með sama myndarbrag og forvarnahópur ÍBV því það er svo sannarlega bleikur fíll í þeirra stofu. Ekki bara eitt heldur tvö knattspyrnulið í íslensku úrvalsdeildinni hafa metið stöðuna þannig að það sé í lagi að hafa í röðum leikmanna mann sem dæmdur er fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistað og svo kærður aftur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustu sinni. Bæði lið starfa þó eftir siðareglum þar sem kveðið er á um að leikmenn séu ávallt til fyrirmyndar varðandi framkomu, innan vallar sem utan, og dregið fram að þeir séu fyrirmyndir yngri iðkenda. Sömuleiðis eiga leikmenn hvorki að samþykkja né sýna ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði samkvæmt siðareglum félaganna. Í dag er appelsínuguli dagurinn sem markar upphaf fimm mánaða átaks UN-Women til að knýja á um afnám kynbundins ofbeldis. Appelsínugulur dagur er góð áminning um að takast á við bleika fíla. Af nógu er að taka.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun