Hið landlæga stefnuleysi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. júlí 2012 06:00 Við Íslendingar erum skorpuþjóð. Já, þetta er klisja og jafn fúl og aðrar slíkar, en það þarf ekki að þýða að hún sé ekki sönn. Þessi fullyrðing gerir líka ráð fyrir því að hægt sé að fullyrða um þjóðareðli, sem er hæpið og byggir aftur á því að hægt sé að fullyrða um að þjóð sé til, sem er einnig hæpið. En hér erum við komin út í póstmódernísk fræði sem gætu leitt okkur í karp um hugtök, sem er hið besta mál en skilar kannski ekki endilega miklu. Það getur verið kostur að geta einhent sér í verkin, að láta ekki fyrirframgefið skipulag niðurnjörva allt og geta brugðist við breyttum aðstæðum hratt. Það er hins vegar galli hve víða alla stefnu skortir í íslensku samfélagi. Trekk í trekk kemur í ljós að heildstæða stefnumörkun – lifi stofnanamálið – vantar í hverjum málaflokknum á fætur öðrum. Hver er í raun stefna stjórnvalda um að virkja eða vernda? Hún er í nefnd. Hver er stefna stjórnvalda varðandi hælisleitendur? Hún er í starfshópi. Hver er stefnan varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu, skipulag lögæslumála, rekstrarumhverfi fiskeldis, jarðarkaup útlendinga? Svo eitthvað sé tínt til. Íslensk stjórnhyggja einkennist af því að bregðast við aðstæðum, óskum, umsóknum. Við erum dálítið eins og fjölskylda sem kaupir ekkert í búið nema það sé á tilboði, rýkur úr einni búð í aðra og gerir góð kaup og situr uppi með tólf manna borðstofuborð án stóla, 20 kílóa kornflexpakka og ógrynni af bleyjum, þar sem þetta var á svo góðu verði. Óreiðan getur verið undursamleg og fátt er leiðinlegra en stíf reglufesta. Fyrir eitt stykki samfélag er hins vegar betra að meginlínurnar liggi nokkuð ljóst fyrir. Það þarf þá enginn að velkjast í vafa um í hvaða höfuðátt er fetað, þó sveigjur geti komið á leiðina. Hver er til dæmis þörfin fyrir hótel í miðbænum og hvert er fyrirhugað framboð á hótelrýmum? Fá sumir útlendingar öðruvísi meðferð en aðrir við landakaup? Er í lagi að veiða umfram ráðgjöf af fisktegund til að skapa sér betri samningsstöðu? Getum við sett okkur stefnu um hvar eigi að virkja og hvar vernda, eða ætlum við að rífast áfram um hvert og eitt svæði? Senn líður að Alþingiskosningum og brátt fer áróður stjórnmálaflokkanna að dynja á okkur. Mikið væri gaman ef hann fæli í sér skýra framtíðarsýn og stefnu, en ekki glepjandi gylliboð með afsláttarmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun
Við Íslendingar erum skorpuþjóð. Já, þetta er klisja og jafn fúl og aðrar slíkar, en það þarf ekki að þýða að hún sé ekki sönn. Þessi fullyrðing gerir líka ráð fyrir því að hægt sé að fullyrða um þjóðareðli, sem er hæpið og byggir aftur á því að hægt sé að fullyrða um að þjóð sé til, sem er einnig hæpið. En hér erum við komin út í póstmódernísk fræði sem gætu leitt okkur í karp um hugtök, sem er hið besta mál en skilar kannski ekki endilega miklu. Það getur verið kostur að geta einhent sér í verkin, að láta ekki fyrirframgefið skipulag niðurnjörva allt og geta brugðist við breyttum aðstæðum hratt. Það er hins vegar galli hve víða alla stefnu skortir í íslensku samfélagi. Trekk í trekk kemur í ljós að heildstæða stefnumörkun – lifi stofnanamálið – vantar í hverjum málaflokknum á fætur öðrum. Hver er í raun stefna stjórnvalda um að virkja eða vernda? Hún er í nefnd. Hver er stefna stjórnvalda varðandi hælisleitendur? Hún er í starfshópi. Hver er stefnan varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu, skipulag lögæslumála, rekstrarumhverfi fiskeldis, jarðarkaup útlendinga? Svo eitthvað sé tínt til. Íslensk stjórnhyggja einkennist af því að bregðast við aðstæðum, óskum, umsóknum. Við erum dálítið eins og fjölskylda sem kaupir ekkert í búið nema það sé á tilboði, rýkur úr einni búð í aðra og gerir góð kaup og situr uppi með tólf manna borðstofuborð án stóla, 20 kílóa kornflexpakka og ógrynni af bleyjum, þar sem þetta var á svo góðu verði. Óreiðan getur verið undursamleg og fátt er leiðinlegra en stíf reglufesta. Fyrir eitt stykki samfélag er hins vegar betra að meginlínurnar liggi nokkuð ljóst fyrir. Það þarf þá enginn að velkjast í vafa um í hvaða höfuðátt er fetað, þó sveigjur geti komið á leiðina. Hver er til dæmis þörfin fyrir hótel í miðbænum og hvert er fyrirhugað framboð á hótelrýmum? Fá sumir útlendingar öðruvísi meðferð en aðrir við landakaup? Er í lagi að veiða umfram ráðgjöf af fisktegund til að skapa sér betri samningsstöðu? Getum við sett okkur stefnu um hvar eigi að virkja og hvar vernda, eða ætlum við að rífast áfram um hvert og eitt svæði? Senn líður að Alþingiskosningum og brátt fer áróður stjórnmálaflokkanna að dynja á okkur. Mikið væri gaman ef hann fæli í sér skýra framtíðarsýn og stefnu, en ekki glepjandi gylliboð með afsláttarmiðum.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun