Fyrsti GR-ingurinn til að vinna í 27 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2012 07:00 Haraldur Franklín Magnús úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni urðu Íslandsmeistarar í gær. Mynd/GSÍmyndir.net 27 ára bið GR-inga eftir Íslandsmeistaratitli er loksins á enda. Haraldur Franklín Magnús, 21 árs kylfingur afrekaði í gær það sem öllum karlkylfingum GR hefur mistekist frá árinu 1985 – að verða Íslandsmeistari í golfi. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni varð Íslandsmeistari kvenna en hún var að taka stóra titilinn í annað skiptið á ferlinum því hún vann hann líka í Grafarholtinu 2009. Það var mikil spenna í bæði karla- og kvennaflokki og dramatíkin mikil á lokaholunum ekki síst hjá konunum þar sem þrír kylfingar skiptust á að hafa forystuna á síðustu holunum. Haraldur Franklín Magnús og Keilismaðurinn Rúnar Arnórsson háðu einvígi um titilinn og voru báðir að spila frábært golf. Í lokin munaði aðeins einu höggi á þeim félögum, Haraldur lék á sjö höggum undir pari en Rúnar var á sex höggum undir pari. Rúnar fékk fugl á þrettándu holunni og var í framhaldinu með eitt högg í forskot en allt snerist þetta síðan á sextándu holunni. Haraldur Franklín fékk fugl á henni og komst sjö höggum undir samanlagt en á sama tíma tapaði Rúnar höggi og var því kominn sex höggum undir par. Sá munur hélst síðan til loka og Haraldur fagnaði sigri með félögum sínum í GR sem flestir voru búnir að bíða lengi eftir þessari stund. GR átti líka manninn í þriðja sæti; Þórð Rafn Gissurarson. Haraldur Franklín Magnús er tvöfaldur meistari í ár því hann varð einnig Íslandsmeistari í holukeppni fyrr í sumar. Búinn að ímynda sér þetta í 4 ár„Ég var búinn að ímynda mér það í svona fjögur ár að ég gæti unnið þetta," sagði Haraldur Franklín Magnús sigurreifur í viðtali við Sigurð Elvar Þórólfsson á Stöð 2 Sport skömmu eftir að hann fékk Íslandsbikarinn í hendurnar. „Ég fékk vissulega engan skolla á hringnum en ég var heldur ekki að fá mikið af fuglum," sagði Haraldur Franklín sem átti möguleika á að fá fugla á bæði 13. og 14. holunni en tókst ekki. „Ég var ekkert smá svekktur að ná ekki fuglum þarna því þá var hann einu höggi á undan mér en ég náði honum síðan," sagði Haraldur Franklín. „Ég er ógeðslega sáttur með þetta," sagði Íslandsmeistarinn sem er á leiðinni í nám til Bandaríkjanna. Hann eltir þar Íslandsmeistarann frá því í fyrra til Mississippi en það er farið að skapast hefð fyrir því að Íslandsmeistarinn í golfi gangi til liðs við golflið Mississippi State University. „Ég ætla að klára skólann fyrst en svo get ég farið að pæla eitthvað í atvinnumennskunni," sagði Haraldur. Tilfinningin alveg jafngóð„Þetta er frábært og tilfinningin er alveg jafngóð og í fyrsta skiptið," sagði Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni við Sigurð Elvar Þórólfsson á Stöð 2 Sport eftir að Íslandsmeistaratitilinn var í höfn í annað skiptið á ferlinum. Dramatíkin var mikil í kvennaflokki og um tíma leit út fyrir að umspil myndi ráða úrslitum. Valdís Þóra háði þar rosalega keppni við Keiliskonurnar Önnu Sólveigu Snorradóttur og Tinnu Jóhannsdóttur sem voru á endanum einu höggi á eftir. Anna og Tinna voru báðar mjög nærri því að setja niður pútt á lokaholunni sem hefði tryggt þeim umspil á móti Valdísi Þóru. Anna vann síðan Tinnu í umspili um annað sætið. „Ég var aldrei búin að missa trúna á þessu því þetta var bara eitt högg sem vantaði upp á. Ég á eftir að berja hausnum í vegg yfir hvað í andskotanum ég var að gera á fimmtándu og sextándu," sagði Valdís Þóra sem var nálægt því að kasta frá sér sigrinum með því að fá tvo skramba í röð. Hún kom hins vegar sterk til baka og tryggði sér sigurinn með því að leika síðustu tvær holurnar á pari. „Það datt fram og til baka í lokin. Tinna tapaði höggi á 17. holunni og svo Anna á 18. holunni. Ég náði að redda parinu á báðum holum sem var fínt," sagði Valdís en hún var að keppa á sínu fyrsta móti í sumar. „Ég var aðeins lengur úti í skóla í Bandaríkjunum en er búin að vera að æfa á fullu. Það er fínt að byrja sumarið hérna heima svona," sagði Valdís Þóra að lokum. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
27 ára bið GR-inga eftir Íslandsmeistaratitli er loksins á enda. Haraldur Franklín Magnús, 21 árs kylfingur afrekaði í gær það sem öllum karlkylfingum GR hefur mistekist frá árinu 1985 – að verða Íslandsmeistari í golfi. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni varð Íslandsmeistari kvenna en hún var að taka stóra titilinn í annað skiptið á ferlinum því hún vann hann líka í Grafarholtinu 2009. Það var mikil spenna í bæði karla- og kvennaflokki og dramatíkin mikil á lokaholunum ekki síst hjá konunum þar sem þrír kylfingar skiptust á að hafa forystuna á síðustu holunum. Haraldur Franklín Magnús og Keilismaðurinn Rúnar Arnórsson háðu einvígi um titilinn og voru báðir að spila frábært golf. Í lokin munaði aðeins einu höggi á þeim félögum, Haraldur lék á sjö höggum undir pari en Rúnar var á sex höggum undir pari. Rúnar fékk fugl á þrettándu holunni og var í framhaldinu með eitt högg í forskot en allt snerist þetta síðan á sextándu holunni. Haraldur Franklín fékk fugl á henni og komst sjö höggum undir samanlagt en á sama tíma tapaði Rúnar höggi og var því kominn sex höggum undir par. Sá munur hélst síðan til loka og Haraldur fagnaði sigri með félögum sínum í GR sem flestir voru búnir að bíða lengi eftir þessari stund. GR átti líka manninn í þriðja sæti; Þórð Rafn Gissurarson. Haraldur Franklín Magnús er tvöfaldur meistari í ár því hann varð einnig Íslandsmeistari í holukeppni fyrr í sumar. Búinn að ímynda sér þetta í 4 ár„Ég var búinn að ímynda mér það í svona fjögur ár að ég gæti unnið þetta," sagði Haraldur Franklín Magnús sigurreifur í viðtali við Sigurð Elvar Þórólfsson á Stöð 2 Sport skömmu eftir að hann fékk Íslandsbikarinn í hendurnar. „Ég fékk vissulega engan skolla á hringnum en ég var heldur ekki að fá mikið af fuglum," sagði Haraldur Franklín sem átti möguleika á að fá fugla á bæði 13. og 14. holunni en tókst ekki. „Ég var ekkert smá svekktur að ná ekki fuglum þarna því þá var hann einu höggi á undan mér en ég náði honum síðan," sagði Haraldur Franklín. „Ég er ógeðslega sáttur með þetta," sagði Íslandsmeistarinn sem er á leiðinni í nám til Bandaríkjanna. Hann eltir þar Íslandsmeistarann frá því í fyrra til Mississippi en það er farið að skapast hefð fyrir því að Íslandsmeistarinn í golfi gangi til liðs við golflið Mississippi State University. „Ég ætla að klára skólann fyrst en svo get ég farið að pæla eitthvað í atvinnumennskunni," sagði Haraldur. Tilfinningin alveg jafngóð„Þetta er frábært og tilfinningin er alveg jafngóð og í fyrsta skiptið," sagði Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni við Sigurð Elvar Þórólfsson á Stöð 2 Sport eftir að Íslandsmeistaratitilinn var í höfn í annað skiptið á ferlinum. Dramatíkin var mikil í kvennaflokki og um tíma leit út fyrir að umspil myndi ráða úrslitum. Valdís Þóra háði þar rosalega keppni við Keiliskonurnar Önnu Sólveigu Snorradóttur og Tinnu Jóhannsdóttur sem voru á endanum einu höggi á eftir. Anna og Tinna voru báðar mjög nærri því að setja niður pútt á lokaholunni sem hefði tryggt þeim umspil á móti Valdísi Þóru. Anna vann síðan Tinnu í umspili um annað sætið. „Ég var aldrei búin að missa trúna á þessu því þetta var bara eitt högg sem vantaði upp á. Ég á eftir að berja hausnum í vegg yfir hvað í andskotanum ég var að gera á fimmtándu og sextándu," sagði Valdís Þóra sem var nálægt því að kasta frá sér sigrinum með því að fá tvo skramba í röð. Hún kom hins vegar sterk til baka og tryggði sér sigurinn með því að leika síðustu tvær holurnar á pari. „Það datt fram og til baka í lokin. Tinna tapaði höggi á 17. holunni og svo Anna á 18. holunni. Ég náði að redda parinu á báðum holum sem var fínt," sagði Valdís en hún var að keppa á sínu fyrsta móti í sumar. „Ég var aðeins lengur úti í skóla í Bandaríkjunum en er búin að vera að æfa á fullu. Það er fínt að byrja sumarið hérna heima svona," sagði Valdís Þóra að lokum.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira