Gleðitregðan Stígur Helgason skrifar 1. ágúst 2012 06:00 Alla tíð – að minnsta kosti frá því að ég komst til vits og ára – hef ég lagt mig fram um að finnast verslunarmannahelgin leiðinleg. Svo umhugað hefur mér verið um að láta hefðir og venjur samfélagsins ekki skilyrða mig til skemmtunar að ég hef álitið þessa mestu ferðahelgi ársins þeim mun betur heppnaða því viðburðasnauðara sem líf mitt var á meðan. Spurningunni „Hvað gerðirðu um versló?“ hef ég til þessa viljað geta svarað hneykslaður og með þjósti: „Ekki neitt.“ Eins og spurningin hafi verið fáránleg og ég sé fyllilega tilfreðs með að hafa hvorki farið út úr húsi né yrt á nokkurn mann svo dögum skipti. Ég held raunar að ég geti talið á fingrum annarrar handar þær verslunarmannahelgar sem ég hef varið utan höfuðborgarsvæðisins. Ég hef til dæmis bara einu sinni látið plata mig á útihátíð. Það var ekki Eldborg eða Uxi – ekki einu sinni Þjóðhátíð í Eyjum. Það var meira að segja varla útihátíð, heldur fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri. Samt tókst okkur krökkunum, sautján ára eða svo, að drekka okkur í óminni, vera rændir, lenda í hormónaþrungnum hópslagsmálum við stygga heimamenn og frelsa vin okkar úr aftursæti lögreglubíls. Það er nokkurt afrek í ljósi þess að við tjölduðum innan um eintóma hálfnakta, sólbrunna pallakalla með ístru (hollningin á þeim og allt fas benti til þess að þeir þráðu ekkert heitar en að grafa þá og þegar fyrir palli í kringum tjaldvagninn sinn), hjón við ellimörk og allsgáð fjölskyldufólk sem var byrjað að sussa á okkur fljótlega upp úr kvöldmat. Einn ferðafélaginn rataði í fréttir. Hann hafði farið niður á lögreglustöð og fengið að blása áður en hann ætlaði heim en verið sviptur á staðnum fyrir að mæta akandi í prófið. Ég kom engu bættari suður. Síðan hef ég haldið uppteknum hætti, verið fúli gæinn, fyrst og fremst haldið mig í bænum og í mesta lagi rekið uppfitjað nefið inn á Innipúkann á Nasa án þess að viðurkenna að mér hafi þótt það úr hófi gaman. Nú, þegar 23. verslunarmannahelgi búsetutíðar minnar á Íslandi rennur upp, er hins vegar komið að straumhvörfum. Ég hyggst bregða út af vananum, brjóta odd af oflæti mínu og fara af fúsum og frjálsum vilja með góðu fólki alla leið úr bænum og í sumarbústað, og vera jafnvel opinn fyrir því að skemmta mér vel. Þó bara í eina nótt – ekki vill maður ofbjóða sér með gleði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun
Alla tíð – að minnsta kosti frá því að ég komst til vits og ára – hef ég lagt mig fram um að finnast verslunarmannahelgin leiðinleg. Svo umhugað hefur mér verið um að láta hefðir og venjur samfélagsins ekki skilyrða mig til skemmtunar að ég hef álitið þessa mestu ferðahelgi ársins þeim mun betur heppnaða því viðburðasnauðara sem líf mitt var á meðan. Spurningunni „Hvað gerðirðu um versló?“ hef ég til þessa viljað geta svarað hneykslaður og með þjósti: „Ekki neitt.“ Eins og spurningin hafi verið fáránleg og ég sé fyllilega tilfreðs með að hafa hvorki farið út úr húsi né yrt á nokkurn mann svo dögum skipti. Ég held raunar að ég geti talið á fingrum annarrar handar þær verslunarmannahelgar sem ég hef varið utan höfuðborgarsvæðisins. Ég hef til dæmis bara einu sinni látið plata mig á útihátíð. Það var ekki Eldborg eða Uxi – ekki einu sinni Þjóðhátíð í Eyjum. Það var meira að segja varla útihátíð, heldur fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri. Samt tókst okkur krökkunum, sautján ára eða svo, að drekka okkur í óminni, vera rændir, lenda í hormónaþrungnum hópslagsmálum við stygga heimamenn og frelsa vin okkar úr aftursæti lögreglubíls. Það er nokkurt afrek í ljósi þess að við tjölduðum innan um eintóma hálfnakta, sólbrunna pallakalla með ístru (hollningin á þeim og allt fas benti til þess að þeir þráðu ekkert heitar en að grafa þá og þegar fyrir palli í kringum tjaldvagninn sinn), hjón við ellimörk og allsgáð fjölskyldufólk sem var byrjað að sussa á okkur fljótlega upp úr kvöldmat. Einn ferðafélaginn rataði í fréttir. Hann hafði farið niður á lögreglustöð og fengið að blása áður en hann ætlaði heim en verið sviptur á staðnum fyrir að mæta akandi í prófið. Ég kom engu bættari suður. Síðan hef ég haldið uppteknum hætti, verið fúli gæinn, fyrst og fremst haldið mig í bænum og í mesta lagi rekið uppfitjað nefið inn á Innipúkann á Nasa án þess að viðurkenna að mér hafi þótt það úr hófi gaman. Nú, þegar 23. verslunarmannahelgi búsetutíðar minnar á Íslandi rennur upp, er hins vegar komið að straumhvörfum. Ég hyggst bregða út af vananum, brjóta odd af oflæti mínu og fara af fúsum og frjálsum vilja með góðu fólki alla leið úr bænum og í sumarbústað, og vera jafnvel opinn fyrir því að skemmta mér vel. Þó bara í eina nótt – ekki vill maður ofbjóða sér með gleði.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun