Óttast að Bandaríkin loki á siglingar héðan til Ameríku 30. ágúst 2012 08:00 Laumast í Sundahöfn Þrír hælisleitendur læðast um á afgirtu svæði Eimskips.MYNd/Eimskip Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, kveðst hafa verulegar áhyggjur af aukinni ásókn hælisleitenda sem reyna að komast um borð í Ameríkuskip félagsins. Í bréfi til innanríkisráðuneytisins segir Gylfi alvarlega stöðu koma upp sleppi laumufarþegi með skipi vestur um haf. „Slíkt myndi kosta Eimskip háar fjársektir, hættu á handtöku skipstjóra og möguleika á að skip félagsins yrði kyrrsett með tilheyrandi kostnaði," skrifar Gylfi og bætir við að að beinum siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku sé ógnað: „Yfirvöld í Ameríku fylgjast grannt með og gætu mögulega ályktað sem svo að siglingaleiðin sé ótrygg og gætu gert kröfu til þess að vörur milli Íslands og Norður-Ameríku yrðu fluttar í gegnum hafnir á meginlandi Evrópu," útskýrir forstjóri Eimskips sem kveður þessar siglingar þá til dæmis geta orðið um Rotterdam. Þetta hefði mikinn kostnað í för með sér fyrir útflytjendur. Þá bendir Gylfi á að sumir hælisleitendanna hafi ítrekað verið handteknir á athafnasvæði Eimskips eða um borð í skipum þess. Þeir hafi gert sjö „atlögur" að því að lauma sér með skipum félagsins úr landi. „Það er eins og þessir aðilar séu eftirlitslausir og að engin lög taki á ítrekuðum brotum þeirra sem valda tjóni á mannvirkjum og síðast en ekki síst viljum við ekki hugsa þá hugsun til enda ef til handalögmála kæmi við öryggisverði eða sjómenn," segir forstjórinn í bréfinu þar sem fram kemur að reyndar hafi legið við átökum. „Í síðustu tveimur tilraunum sýndu aðilar tilburði til að ráðast á öryggisverði félagsins." Óskað er eftir aðgerðum af hálfu innanríkisráðuneytisins. „Fundir hafa verið haldnir með embættismönnum ráðuneyta, útlendingaeftirlits, siglingamála, lögregluembætta og hafnaryfirvalda. Þær viðræður hafa hingað til því miður litlu sem engu skilað," skrifar Gylfi ráðuneytinu og biður um skjót viðbrögð. Bréfi Eimskips, sem dagsett er 16. júlí, hefur enn ekki verið svarað að sögn upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við erum enn að bíða," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Stjórn Faxaflóahafna segist hins vegar taka undir að viðeigandi yfirvöld eigi að grípa til nauðsynlegra ráðstafana vegna ítrekaðra tilrauna til innbrota á svæði Eimskips.- gar Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, kveðst hafa verulegar áhyggjur af aukinni ásókn hælisleitenda sem reyna að komast um borð í Ameríkuskip félagsins. Í bréfi til innanríkisráðuneytisins segir Gylfi alvarlega stöðu koma upp sleppi laumufarþegi með skipi vestur um haf. „Slíkt myndi kosta Eimskip háar fjársektir, hættu á handtöku skipstjóra og möguleika á að skip félagsins yrði kyrrsett með tilheyrandi kostnaði," skrifar Gylfi og bætir við að að beinum siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku sé ógnað: „Yfirvöld í Ameríku fylgjast grannt með og gætu mögulega ályktað sem svo að siglingaleiðin sé ótrygg og gætu gert kröfu til þess að vörur milli Íslands og Norður-Ameríku yrðu fluttar í gegnum hafnir á meginlandi Evrópu," útskýrir forstjóri Eimskips sem kveður þessar siglingar þá til dæmis geta orðið um Rotterdam. Þetta hefði mikinn kostnað í för með sér fyrir útflytjendur. Þá bendir Gylfi á að sumir hælisleitendanna hafi ítrekað verið handteknir á athafnasvæði Eimskips eða um borð í skipum þess. Þeir hafi gert sjö „atlögur" að því að lauma sér með skipum félagsins úr landi. „Það er eins og þessir aðilar séu eftirlitslausir og að engin lög taki á ítrekuðum brotum þeirra sem valda tjóni á mannvirkjum og síðast en ekki síst viljum við ekki hugsa þá hugsun til enda ef til handalögmála kæmi við öryggisverði eða sjómenn," segir forstjórinn í bréfinu þar sem fram kemur að reyndar hafi legið við átökum. „Í síðustu tveimur tilraunum sýndu aðilar tilburði til að ráðast á öryggisverði félagsins." Óskað er eftir aðgerðum af hálfu innanríkisráðuneytisins. „Fundir hafa verið haldnir með embættismönnum ráðuneyta, útlendingaeftirlits, siglingamála, lögregluembætta og hafnaryfirvalda. Þær viðræður hafa hingað til því miður litlu sem engu skilað," skrifar Gylfi ráðuneytinu og biður um skjót viðbrögð. Bréfi Eimskips, sem dagsett er 16. júlí, hefur enn ekki verið svarað að sögn upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við erum enn að bíða," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Stjórn Faxaflóahafna segist hins vegar taka undir að viðeigandi yfirvöld eigi að grípa til nauðsynlegra ráðstafana vegna ítrekaðra tilrauna til innbrota á svæði Eimskips.- gar
Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira