Bauðst starf eftir danskeppni 30. ágúst 2012 09:45 Á leið út Lindu Ósk Valdimarsdóttur bauðst starf yfirkennara við Dansakademíuna í Malmö eftir frammistöðu sína í Rampljuset.fréttablaðið/gva Linda Ósk Valdimarsdóttir dansari kom fram í hæfileikakeppninni Rampljuset sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í maí. Þættirnir njóta mikilla vinsælda og í kjölfar þeirra var Lindu Ósk boðið starf yfirkennara hjá Dansakademíunni í Malmö. „Þetta er enginn smá heiður fyrir mig, aðeins tvítuga stelpuna," segir Linda Ósk og bætir við: „Ég hef gengið frá öllum samningum við skólann og flyt út á morgun [í gær]. Fyrsta verkefnið mitt er strax á sunnudag en þá verð ég einn af þremur dómurum í áheyrnarprufum fyrir sýningarhóp skólans." Að sögn Lindu bar flutningana skjótt að og hefur hún til að mynda aldrei hitt skólastjóra skólans. Hún kveðst þó spennt fyrir vinnunni og segir þetta ævintýri líkast. „Ég er búin að selja allt dótið mitt og fer út með aðeins eina 20 kílóa ferðatösku. Það er engin eftirsjá eftir dótinu mínu, mér finnst þetta allt bara ótrúlega spennandi og ég hlakka til að upplifa ný ævintýri, nýtt land og nýtt tungumál." Linda Ósk gerði samning til sex mánaða við skólann en telur líklegt að hún dvelji í það minnsta í tvö ár í Svíþjóð. Hún segir jafnframt að óalgengt sé að yfirkennarar séu ráðnir á þennan hátt. „Bæði hefur skólastjórinn ekki hitt mig og það er líka óalgengt að yfirkennarar séu svona ungir." Linda Ósk er eigandi dansskólans Rebel Dance Studio og dansar að auki með Rebel-dansflokknum. Hún segir dansskólann vera í góðum höndum í hennar fjarveru því meðeigandi hennar, Helga Ásta Ólafsdóttir, tekur við rekstrinum. - sm Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Linda Ósk Valdimarsdóttir dansari kom fram í hæfileikakeppninni Rampljuset sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í maí. Þættirnir njóta mikilla vinsælda og í kjölfar þeirra var Lindu Ósk boðið starf yfirkennara hjá Dansakademíunni í Malmö. „Þetta er enginn smá heiður fyrir mig, aðeins tvítuga stelpuna," segir Linda Ósk og bætir við: „Ég hef gengið frá öllum samningum við skólann og flyt út á morgun [í gær]. Fyrsta verkefnið mitt er strax á sunnudag en þá verð ég einn af þremur dómurum í áheyrnarprufum fyrir sýningarhóp skólans." Að sögn Lindu bar flutningana skjótt að og hefur hún til að mynda aldrei hitt skólastjóra skólans. Hún kveðst þó spennt fyrir vinnunni og segir þetta ævintýri líkast. „Ég er búin að selja allt dótið mitt og fer út með aðeins eina 20 kílóa ferðatösku. Það er engin eftirsjá eftir dótinu mínu, mér finnst þetta allt bara ótrúlega spennandi og ég hlakka til að upplifa ný ævintýri, nýtt land og nýtt tungumál." Linda Ósk gerði samning til sex mánaða við skólann en telur líklegt að hún dvelji í það minnsta í tvö ár í Svíþjóð. Hún segir jafnframt að óalgengt sé að yfirkennarar séu ráðnir á þennan hátt. „Bæði hefur skólastjórinn ekki hitt mig og það er líka óalgengt að yfirkennarar séu svona ungir." Linda Ósk er eigandi dansskólans Rebel Dance Studio og dansar að auki með Rebel-dansflokknum. Hún segir dansskólann vera í góðum höndum í hennar fjarveru því meðeigandi hennar, Helga Ásta Ólafsdóttir, tekur við rekstrinum. - sm
Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira