Tekur slaginn eftir dvöl á Íslandi 31. ágúst 2012 21:00 Í Reykjavík Dines Mikaelsen, sem einungis er 35 ára gamall, hefur þrisvar farið með ferðamenn á hundasleða yfir Grænlandsjökul. Yngri bróðir hans hefur farið níu sinnum. "Ég er þolinmóðari en hann og fer þess vegna fyrir hann þegar hópar þýskra ferðamanna koma,“ segir Dines glettinn, án þess að skýra það nánar. Fréttablaðið/GVA Hlutirnir gerast hratt núna eftir að ég hef komist í samband við fólk á Íslandi," segir Dines Mikaelsen, ferðamálafrömuður, veiðimaður og listamaður frá Grænlandi. Hann leggur meðal annars stund á ferðamálafræði og er staddur hér á landi í verknámi hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Dines er fyrst innfæddi Grænlendingurinn á Austur-Grænlandi sem stofnar eigið ferðaþjónustufyrirtæki. Hann býður upp á gistingu og leiðsögn. Meðal annars hefur hann farið þrjár ferðir þvert yfir Grænlandsjökul. „Já, eða tvær og hálfa, því einu sinni fór ég ekki yfir ísinn til baka." Dines valdi Ísland til tólf vikna námsdvalar sem er hluti af námi hans. Hann byrjaði dvöl sína hjá Borea Adventures á Ísafirði og var hjá fyrirtækinu í um fjórar vikur í sumar. Núna er hann í miðri viðburðaríkri dvöl hjá Arctic Adventures í Reykjavík. Ánægður með Ísland„Í raun er tvöfaldur ávinningur af Íslandsdvölinni fyrir mig. Bæði fæ ég innsýn inn í hvernig gróin ferðaþjónustufyrirtæki starfa og hvernig þau setja upp vel heppnaðar ferðir og svo kem ég mér líka upp mikilvægum samstarfsaðilum," segir Dines, en þegar eru uppi ráðagerðir um aukið samstarf hans og Borea á Ísafirði. „Það er líka svo stutt á milli landanna okkar. Heima á Grænlandi er heldur engin fyrirtæki að finna til samstarfs því þar á ég í harðri samkeppni við dönsk ferðaþjónustufyrirtæki og fæ enga aðstoð þar," bætir hann við, en segist sjálfur leggja áherslu á að fá samlanda sína til liðs við sig þar. „Ég er nýbúinn að ráða þrjá vana grænlenska leiðsögumenn og er svo með tíu sem stýrt geta hundasleðum." Með auknu samstarfi við íslensk fyrirtæki segist Dines geta tekist á við dönsku fyrirtækin á jafnréttisgrundvelli og lítur framtíðina björtum augum. Svo mikla áherslu leggur hann á tenginguna við Ísland að hann hóf fyrir um ári að læra íslensku. „Og núna skil ég svona flest sem sagt er í kring um mig. Ég var hins vegar lengi búinn að reyna að komast í tengsl við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, en það var raunar ekki fyrr en í fyrra að það tókst." Með mörg járn í eldinum„Svo erum við líka að leggja lokahönd á nýja vefsíðu fyrir fyrirtækið mitt, en hún verður á slóðinni dines-tours.com. Vefurinn ætti að vera tilbúinn eftir tvær vikur eða svo." Á nýja vefnum segir Dines að hægt verði að panta ferðir og nálgast upplýsingar um Grænland, auk þess sem þar verði hægt að kaupa beint margvíslegt handverk eftir hann sjálfan sem hingað til hefur verið sent annað í sölu. Þá segist Dines eiga þrjú hús á Grænlandi sem hann nýti undir starfsemi sína.Eitt leigir hann ferðafólki sem kemur til skemmri dvalar og annað segist hann svo leigja stjórninni, en í því húsi er ekki vatnssalerni og hentar það því síður í leigu til ferðamanna. „Þriðja húsið er ég svo að gera upp og stefni á að vera þar með veitingasölu og kaffihús fyrir ferðafólk. Setja til dæmis saman nestispakka sem henta í lengri og skemmri ferðir," segir hann. Dines er með mörg járn í eldinum önnur en ferðaþjónustuna. Veiðimennska er honum í blóð borin, hann sker út listmuni og grímur, málar myndir, safnar orðum sem eru að hverfa úr grænlenskri tungu og er með í smíðum bók þar sem hann ætlar fyrstur manna að færa á blað þjóðlegan fróðleik Grænlendinga. Þegar hann var strákur kom líka kennari auga á hvað hann var listfengur og endaði það með því að Dines var fenginn til að búa til myndabók um lífið á Grænlandi, bara 12 ára gamall. „Þetta hafði heilmikil áhrif. Ágóðann af bókinni gat ég svo notað til að komast seinna í ársdvöl á Nýja-Sjálandi þar sem ég lærði ensku," segir hann. Ísbirni er hægt að hræðaÞótt Dines vilji koma þjóðlegri þekkingu á bók segir hann Grænlendinga samt duglega að halda henni við. Til dæmis séu strákar sem vilji leggja stund á náhvalaveiðar dregnir um í kanóum sínum af kraftmiklum mótorbát, til að búa þá undir kraftinn í hvalnum. „Þessar veiðar geta verið hættulegar." Í ferð með Borea til Grænlands í sumar fékk hann líka tækifæri til að sýna hluta þekkingarinnar. Í ferðinni kom ísbjörn syndandi að bátnum sem þau voru á en Dines var á kajak í sjónum. „Og ég heyrði hvernig hann lét smella í tönnunum, en þá veit maður að hann er í árásarham. Þetta kenndi afi minn mér. Hann og pabbi kenndu mér líka hvernig hægt er að fæla frá árásargjarna ísbirni," segir hann en úti í sjónum hélt hann fyrir munninn og blés mjög fast frá sér í gegn um nefið svona fimm sinnum. „Svo þarf að rymja hátt eins og ísbjörn, fimm sinnum og slá fast með árunum í sjóinn." Eftir að hafa gert þetta um stund lagði björninn á flótta upp á ísinn og fólkið um borð í bátnum fagnaði. Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Hlutirnir gerast hratt núna eftir að ég hef komist í samband við fólk á Íslandi," segir Dines Mikaelsen, ferðamálafrömuður, veiðimaður og listamaður frá Grænlandi. Hann leggur meðal annars stund á ferðamálafræði og er staddur hér á landi í verknámi hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Dines er fyrst innfæddi Grænlendingurinn á Austur-Grænlandi sem stofnar eigið ferðaþjónustufyrirtæki. Hann býður upp á gistingu og leiðsögn. Meðal annars hefur hann farið þrjár ferðir þvert yfir Grænlandsjökul. „Já, eða tvær og hálfa, því einu sinni fór ég ekki yfir ísinn til baka." Dines valdi Ísland til tólf vikna námsdvalar sem er hluti af námi hans. Hann byrjaði dvöl sína hjá Borea Adventures á Ísafirði og var hjá fyrirtækinu í um fjórar vikur í sumar. Núna er hann í miðri viðburðaríkri dvöl hjá Arctic Adventures í Reykjavík. Ánægður með Ísland„Í raun er tvöfaldur ávinningur af Íslandsdvölinni fyrir mig. Bæði fæ ég innsýn inn í hvernig gróin ferðaþjónustufyrirtæki starfa og hvernig þau setja upp vel heppnaðar ferðir og svo kem ég mér líka upp mikilvægum samstarfsaðilum," segir Dines, en þegar eru uppi ráðagerðir um aukið samstarf hans og Borea á Ísafirði. „Það er líka svo stutt á milli landanna okkar. Heima á Grænlandi er heldur engin fyrirtæki að finna til samstarfs því þar á ég í harðri samkeppni við dönsk ferðaþjónustufyrirtæki og fæ enga aðstoð þar," bætir hann við, en segist sjálfur leggja áherslu á að fá samlanda sína til liðs við sig þar. „Ég er nýbúinn að ráða þrjá vana grænlenska leiðsögumenn og er svo með tíu sem stýrt geta hundasleðum." Með auknu samstarfi við íslensk fyrirtæki segist Dines geta tekist á við dönsku fyrirtækin á jafnréttisgrundvelli og lítur framtíðina björtum augum. Svo mikla áherslu leggur hann á tenginguna við Ísland að hann hóf fyrir um ári að læra íslensku. „Og núna skil ég svona flest sem sagt er í kring um mig. Ég var hins vegar lengi búinn að reyna að komast í tengsl við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, en það var raunar ekki fyrr en í fyrra að það tókst." Með mörg járn í eldinum„Svo erum við líka að leggja lokahönd á nýja vefsíðu fyrir fyrirtækið mitt, en hún verður á slóðinni dines-tours.com. Vefurinn ætti að vera tilbúinn eftir tvær vikur eða svo." Á nýja vefnum segir Dines að hægt verði að panta ferðir og nálgast upplýsingar um Grænland, auk þess sem þar verði hægt að kaupa beint margvíslegt handverk eftir hann sjálfan sem hingað til hefur verið sent annað í sölu. Þá segist Dines eiga þrjú hús á Grænlandi sem hann nýti undir starfsemi sína.Eitt leigir hann ferðafólki sem kemur til skemmri dvalar og annað segist hann svo leigja stjórninni, en í því húsi er ekki vatnssalerni og hentar það því síður í leigu til ferðamanna. „Þriðja húsið er ég svo að gera upp og stefni á að vera þar með veitingasölu og kaffihús fyrir ferðafólk. Setja til dæmis saman nestispakka sem henta í lengri og skemmri ferðir," segir hann. Dines er með mörg járn í eldinum önnur en ferðaþjónustuna. Veiðimennska er honum í blóð borin, hann sker út listmuni og grímur, málar myndir, safnar orðum sem eru að hverfa úr grænlenskri tungu og er með í smíðum bók þar sem hann ætlar fyrstur manna að færa á blað þjóðlegan fróðleik Grænlendinga. Þegar hann var strákur kom líka kennari auga á hvað hann var listfengur og endaði það með því að Dines var fenginn til að búa til myndabók um lífið á Grænlandi, bara 12 ára gamall. „Þetta hafði heilmikil áhrif. Ágóðann af bókinni gat ég svo notað til að komast seinna í ársdvöl á Nýja-Sjálandi þar sem ég lærði ensku," segir hann. Ísbirni er hægt að hræðaÞótt Dines vilji koma þjóðlegri þekkingu á bók segir hann Grænlendinga samt duglega að halda henni við. Til dæmis séu strákar sem vilji leggja stund á náhvalaveiðar dregnir um í kanóum sínum af kraftmiklum mótorbát, til að búa þá undir kraftinn í hvalnum. „Þessar veiðar geta verið hættulegar." Í ferð með Borea til Grænlands í sumar fékk hann líka tækifæri til að sýna hluta þekkingarinnar. Í ferðinni kom ísbjörn syndandi að bátnum sem þau voru á en Dines var á kajak í sjónum. „Og ég heyrði hvernig hann lét smella í tönnunum, en þá veit maður að hann er í árásarham. Þetta kenndi afi minn mér. Hann og pabbi kenndu mér líka hvernig hægt er að fæla frá árásargjarna ísbirni," segir hann en úti í sjónum hélt hann fyrir munninn og blés mjög fast frá sér í gegn um nefið svona fimm sinnum. „Svo þarf að rymja hátt eins og ísbjörn, fimm sinnum og slá fast með árunum í sjóinn." Eftir að hafa gert þetta um stund lagði björninn á flótta upp á ísinn og fólkið um borð í bátnum fagnaði.
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira