Flugsveit portúgalska flughersins hefur nú í tvær vikur annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Um helgina verður skipt um áhöfn Portúgala hér á landi en verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland.
Alls munu á milli sextíu og sjötíu liðsmenn portúgalska flughersins taka þátt í verkefninu og á meðan eru þeir með sex F-16 orrustuþotur.
Ráðgert er að verkefnið verði unnið með sama fyrirkomulagi og áður og í samræmi við samninga sem í gildi eru, því ljúki um miðjan september. - shá
