Biluð dæla brýtur á höfundarrétti Rúríar Bergsteinn Sigurðsson skrifar 1. september 2012 09:00 Dæla í tækjarými bilaði með þeim afleiðingum að vatn komst í tölvustýringarkerfi. Ekkert vatn hefur því leikið um verkið í sumar. Fréttablaðið/stefán „Enginn listamaður er sáttur við að verk hans séu sýnd í öðru en sínu rétta formi enda kveða lög á um að sé listaverk haft til sýnis í skemmdu eða biluðu ástandi, sé það brot á sæmdarrétti," segir myndlistarkonan Rúrí. Ekkert vatn hefur leikið um vatnslistaverk hennar Fyssu í Grasagarðinum í Laugardal eftir að dælubúnaður þess bilaði í byrjun sumars. Vatnsgangurinn gegnir lykilhlutverki í verkinu og án hans er ásýnd þess gjörbreytt. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar en í umsjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingarfulltrúi OR, segir að dæla í tækjarými hafi bilað og vatn lekið í tölvustýringar og aðrar dælur. Tjónið sé verulegt en hafi ekki verið metið til fjár. Ekki sé gert ráð fyrir viðgerð á verkinu í áætlunum OR.Listakonan RúríEnginn vafi á að borgin eigi að lagfæra verkið „Orkuveitan einbeitir sér nú að grunnþjónustu við íbúa. Það er verið að spara." Knútur Bruun, lögmaður Samtaka íslenskra myndlistarmanna, tekur undir með Rúrí og bendir á að samkvæmt 4. grein höfundarlaga sé óheimilt „að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni." „Sú grein á tvímælalaust við í þessu tilfelli því án vatnsgangsins er verkið allt annað," segir hann. Knútur telur engan vafa leika á því að borgaryfirvöldum sé skylt að lagfæra verkið, fyrir því séu dómafordæmi.Skilur að listakonan sé ósátt „Sé verk sett upp á opinberum stað af opinberum aðila ber honum skylda til að sjá um viðhald á verkinu og að sjálfsögðu lagfæra skemmdir eða bilanir." Eiríkur segir skiljanlegt að Rúrí sé ósátt við ástand verksins en á hinn bóginn sé Fyssa ávallt vatnslaus á veturna. Hann kveðst hins vegar ekki hafa heyrt það sjónarmið áður að sparnaður í rekstri OR geti falið í sér brot á höfundarlögum og vísar á Reykjavíkurborg. „Rekstur verksins hefur verið í umræðu milli OR og Reykjavíkurborgar, eiganda verksins. Ef rök listakonunnar fá staðist kann að vakna sú spurning hvort rétt sé að hylja Fyssu meðan hún er vatnslaus. Eigandi verksins hlýtur þá að þurfa að koma að slíkri ákvörðun." Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
„Enginn listamaður er sáttur við að verk hans séu sýnd í öðru en sínu rétta formi enda kveða lög á um að sé listaverk haft til sýnis í skemmdu eða biluðu ástandi, sé það brot á sæmdarrétti," segir myndlistarkonan Rúrí. Ekkert vatn hefur leikið um vatnslistaverk hennar Fyssu í Grasagarðinum í Laugardal eftir að dælubúnaður þess bilaði í byrjun sumars. Vatnsgangurinn gegnir lykilhlutverki í verkinu og án hans er ásýnd þess gjörbreytt. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar en í umsjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingarfulltrúi OR, segir að dæla í tækjarými hafi bilað og vatn lekið í tölvustýringar og aðrar dælur. Tjónið sé verulegt en hafi ekki verið metið til fjár. Ekki sé gert ráð fyrir viðgerð á verkinu í áætlunum OR.Listakonan RúríEnginn vafi á að borgin eigi að lagfæra verkið „Orkuveitan einbeitir sér nú að grunnþjónustu við íbúa. Það er verið að spara." Knútur Bruun, lögmaður Samtaka íslenskra myndlistarmanna, tekur undir með Rúrí og bendir á að samkvæmt 4. grein höfundarlaga sé óheimilt „að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni." „Sú grein á tvímælalaust við í þessu tilfelli því án vatnsgangsins er verkið allt annað," segir hann. Knútur telur engan vafa leika á því að borgaryfirvöldum sé skylt að lagfæra verkið, fyrir því séu dómafordæmi.Skilur að listakonan sé ósátt „Sé verk sett upp á opinberum stað af opinberum aðila ber honum skylda til að sjá um viðhald á verkinu og að sjálfsögðu lagfæra skemmdir eða bilanir." Eiríkur segir skiljanlegt að Rúrí sé ósátt við ástand verksins en á hinn bóginn sé Fyssa ávallt vatnslaus á veturna. Hann kveðst hins vegar ekki hafa heyrt það sjónarmið áður að sparnaður í rekstri OR geti falið í sér brot á höfundarlögum og vísar á Reykjavíkurborg. „Rekstur verksins hefur verið í umræðu milli OR og Reykjavíkurborgar, eiganda verksins. Ef rök listakonunnar fá staðist kann að vakna sú spurning hvort rétt sé að hylja Fyssu meðan hún er vatnslaus. Eigandi verksins hlýtur þá að þurfa að koma að slíkri ákvörðun."
Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent