Hétu því að spila meira heima 1. september 2012 12:00 My Bubba & Mi Íslensk-sænski nýkántrí dúettinn My Bubba & Mi urðu óvænt að hljómsveit þegar ítalskur kaffihúsaeigandi heyrði tónsmíðar þeirra á "open mic“. „Ævintýrið byrjaði með því að okkur var boðið að spila á Ítalíu," segir Guðbjörg Tómasdóttir sem skipar íslensk-sænska nýkántrí dúettinn My Bubba & Mi ásamt sænska lestarstjóranum My Lardotter. Þrátt fyrir þjóðerni sín flokka þær sig sem nokkuð danska hljómsveit og hafa spilað um heiminn undanfarin fjögur ár. Fyrsta þessa mánaðar gaf Kimi Records út hljómplötu þeirra Wild & You og fagna þær áfanganum með útgáfutónleikum í Norræna húsinu í kvöld kvöld klukkan níu. Tónlistarkonan Sóley flytur einnig perlur sínar á tónleikunum. „Þetta byrjaði allt fyrir fjórum árum. Við áttum tvö lög og ákváðum að spila á „open mic" í Kaupmannahöfn. Þar gekk ítalskur kaffihúsaeigandi fram hjá og vildi fá okkur til að spila hjá sér. Við ákváðum að fara og skrifuðum tíu lög á einni viku. Þegar út var komið leiddi eitt af öðru og okkur var boðið að taka upp plötu á Ítalíu," segir Guðbjörg um sögu dúettsins. „Brátt bættist við hollenskt útgáfufyrirtæki og annað þýskt og við fórum að túra um Evrópu og Bandaríkin." Á sama tíma héldu þær fáa tónleika heima, það er á Íslandi og Danmörku, en eru að bæta úr því þessa stundina. „Áramótaheitið var að spila meira heima hjá okkur. Við erum líka að vinna í danskri útgáfu og höfum verið að túra þar. Svo við erum að vinna í áramótaheitinu okkar," segir Guðbjörg og bætir við að þær spili á Iceland Airwaves-hátíðinni. Aðgangseyrir á tónleika þeirra og Sóleyjar er einungis 1.500 kr. og fer miðasala fram við hurð. - hþt Lífið Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ævintýrið byrjaði með því að okkur var boðið að spila á Ítalíu," segir Guðbjörg Tómasdóttir sem skipar íslensk-sænska nýkántrí dúettinn My Bubba & Mi ásamt sænska lestarstjóranum My Lardotter. Þrátt fyrir þjóðerni sín flokka þær sig sem nokkuð danska hljómsveit og hafa spilað um heiminn undanfarin fjögur ár. Fyrsta þessa mánaðar gaf Kimi Records út hljómplötu þeirra Wild & You og fagna þær áfanganum með útgáfutónleikum í Norræna húsinu í kvöld kvöld klukkan níu. Tónlistarkonan Sóley flytur einnig perlur sínar á tónleikunum. „Þetta byrjaði allt fyrir fjórum árum. Við áttum tvö lög og ákváðum að spila á „open mic" í Kaupmannahöfn. Þar gekk ítalskur kaffihúsaeigandi fram hjá og vildi fá okkur til að spila hjá sér. Við ákváðum að fara og skrifuðum tíu lög á einni viku. Þegar út var komið leiddi eitt af öðru og okkur var boðið að taka upp plötu á Ítalíu," segir Guðbjörg um sögu dúettsins. „Brátt bættist við hollenskt útgáfufyrirtæki og annað þýskt og við fórum að túra um Evrópu og Bandaríkin." Á sama tíma héldu þær fáa tónleika heima, það er á Íslandi og Danmörku, en eru að bæta úr því þessa stundina. „Áramótaheitið var að spila meira heima hjá okkur. Við erum líka að vinna í danskri útgáfu og höfum verið að túra þar. Svo við erum að vinna í áramótaheitinu okkar," segir Guðbjörg og bætir við að þær spili á Iceland Airwaves-hátíðinni. Aðgangseyrir á tónleika þeirra og Sóleyjar er einungis 1.500 kr. og fer miðasala fram við hurð. - hþt
Lífið Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira