Íslenska Ryder-keppnin 7. september 2012 06:00 Kristján Þór Einarsson spilar með liði landsbyggðarinnar í dag og á morgun. fréttablaðið/stefán Í dag hefst liðakeppnin KPMG-bikarinn sem er íslenska útgáfan af hinni frægu Ryder-keppni sem er á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Á Íslandi keppir landsbyggðin við Reykjavíkurúrvalið. Þetta er í fjórða skiptið sem þessi keppni fer fram og að þessu sinni verður leikið á Leirdalsvelli í Kópavogi. Hefst keppni klukkan 8.00. Landsbyggðin hefur unnið tvisvar en Reykjavíkurúrvalið einu sinni. Það er ekki aðeins leikið í meistaraflokki því einnig er keppt í liðakeppni eldri kylfinga. Þetta er í þriðja skiptið sem heldri kylfingar eru með og hafa Reykvíkingar haft betur fyrstu tvö árin. Í dag verður keppt í fjórleik og fjórmenningi en á morgun verður spilaður tvímenningur. „Það verður ekki auðvelt að verja titilinn enda er landsbyggðin með hörkulið," sagði Derrick Moore, liðsstjóri Reykjavíkurúrvalsins. „Liðsheildin skiptir máli og allir þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að við getum unnið. Öllum kylfingum finnst gaman að taka þátt í þessu móti. Þetta er skemmtilegasta mótið fyrir marga og við mættum gera meira af þessu." Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Í dag hefst liðakeppnin KPMG-bikarinn sem er íslenska útgáfan af hinni frægu Ryder-keppni sem er á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Á Íslandi keppir landsbyggðin við Reykjavíkurúrvalið. Þetta er í fjórða skiptið sem þessi keppni fer fram og að þessu sinni verður leikið á Leirdalsvelli í Kópavogi. Hefst keppni klukkan 8.00. Landsbyggðin hefur unnið tvisvar en Reykjavíkurúrvalið einu sinni. Það er ekki aðeins leikið í meistaraflokki því einnig er keppt í liðakeppni eldri kylfinga. Þetta er í þriðja skiptið sem heldri kylfingar eru með og hafa Reykvíkingar haft betur fyrstu tvö árin. Í dag verður keppt í fjórleik og fjórmenningi en á morgun verður spilaður tvímenningur. „Það verður ekki auðvelt að verja titilinn enda er landsbyggðin með hörkulið," sagði Derrick Moore, liðsstjóri Reykjavíkurúrvalsins. „Liðsheildin skiptir máli og allir þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að við getum unnið. Öllum kylfingum finnst gaman að taka þátt í þessu móti. Þetta er skemmtilegasta mótið fyrir marga og við mættum gera meira af þessu."
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira