Virðingarvottur til Kaffibarsins 8. september 2012 09:00 Arnar Snær Davíðsson varði viku í að mála verk á barborð Kaffibarsins. Hann segir verkið virðingarvott til staðarins.fréttablaðið/vilhelm „Við getum kallað verkið virðingavott til Kaffibarsins. Ég hef verið fastagestur þar í fimmtán ár eða lengur,“ segir listamaðurinn Arnar Snær Davíðsson sem málaði verk framan á barborð Kaffibarsins. Það tók Arnar Snæ viku að ljúka verkinu og vann hann það á nóttunni eftir lokun staðarins. „Ég var þarna allar nætur og stundum alveg fram að opnun næsta dag, þannig að það var lítið sofið þá viku,“ segir Arnar og bætir við að tíminn muni svo leiða í ljós hvort verkið standist áhlaup bargesta kvöld eftir kvöld. Verkið var afhjúpað á fimmtudaginn var og á því má greina andlit nokkurra meðlima karlakórsins Bartóna, sem Arnar Snær er meðlimur í, auk andlita gamalla og nýrra fastagesta Kaffibarsins. Nokkrar deilur spruttu upp í kjölfarið því að sögn Arnars voru einhverjir ósáttir við að hafa ekki fengið sinn sess á barborðinu. „Fólk getur rifist um það sem eftir er af hverju þessi var málaður en ekki hinn,“ segir hann og hlær. Arnar útskrifaðist frá City & Guilds of London Artschool árið 2010 þar sem hann stundaði nám í klassískri myndlist. Hann kveðst ánægður með verkið og þakklátur Ægi Dagssyni framkvæmdastjóra sem og öðru starfsfólki Kaffibarsins fyrir að hafa fengið að skilja eftir sig arfleifð á sínu öðru heimili. „Ég er mjög ánægður fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Á Kaffibarnum verða til ástir og örlög og staðurinn hefur verið mitt annað heimili í rúm fimmtán ár.“ -sm Menning Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við getum kallað verkið virðingavott til Kaffibarsins. Ég hef verið fastagestur þar í fimmtán ár eða lengur,“ segir listamaðurinn Arnar Snær Davíðsson sem málaði verk framan á barborð Kaffibarsins. Það tók Arnar Snæ viku að ljúka verkinu og vann hann það á nóttunni eftir lokun staðarins. „Ég var þarna allar nætur og stundum alveg fram að opnun næsta dag, þannig að það var lítið sofið þá viku,“ segir Arnar og bætir við að tíminn muni svo leiða í ljós hvort verkið standist áhlaup bargesta kvöld eftir kvöld. Verkið var afhjúpað á fimmtudaginn var og á því má greina andlit nokkurra meðlima karlakórsins Bartóna, sem Arnar Snær er meðlimur í, auk andlita gamalla og nýrra fastagesta Kaffibarsins. Nokkrar deilur spruttu upp í kjölfarið því að sögn Arnars voru einhverjir ósáttir við að hafa ekki fengið sinn sess á barborðinu. „Fólk getur rifist um það sem eftir er af hverju þessi var málaður en ekki hinn,“ segir hann og hlær. Arnar útskrifaðist frá City & Guilds of London Artschool árið 2010 þar sem hann stundaði nám í klassískri myndlist. Hann kveðst ánægður með verkið og þakklátur Ægi Dagssyni framkvæmdastjóra sem og öðru starfsfólki Kaffibarsins fyrir að hafa fengið að skilja eftir sig arfleifð á sínu öðru heimili. „Ég er mjög ánægður fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Á Kaffibarnum verða til ástir og örlög og staðurinn hefur verið mitt annað heimili í rúm fimmtán ár.“ -sm
Menning Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira