Fólk forvitið um kynlíf 13. september 2012 13:00 Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra saman sjónvarpsþættinum Tveir plús sex. Þátturinn fjallar um kynlíf og er fræðsluþáttur fyrir unglinga.fréttablaðið/stefán Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra sjónvarpsþáttunum Tveir plús sex sem sýndir verða á Popptíví í vetur. Þættirnir fjalla á opinskáan hátt um kynlíf og eru hugsaðir sem skemmtilegir fræðsluþættir handa ungu fólki. Hugmyndina að þáttunum fékk Sunneva þegar hún vann hjá Jafningjafræðslunni. Henni þótti áberandi hvað íslensk ungmenni voru forvitin um kynlíf og kviknaði þá hugmyndin að sjónvarpsþáttunum. Hún bar hana undir systur sína, Hrefnu Björk Sverrisdóttur, og þær settu sig í samband við Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing og þá fór boltinn að rúlla. Þetta er í fyrsta sinn sem Sunneva reynir fyrir sér í sjónvarpi og aðspurð segist hún alveg ófeimin fyrir framan myndavélina. „Ég lærði að koma fram hjá Jafningjafræðslunni og var í ræðumennsku í grunn- og menntaskóla sem hefur hjálpað mikið til." Sunneva kynntist Veigari Ölni í Menntaskólanum í Hamrahlíð og taldi hann tilvalinn í hlutverk meðstjórnanda þáttanna. „Hann er skemmtilegur, einlægur og hress og hefur líka verið í leiklist þannig að mér þótti tilvalið að fá hann með mér í þetta," segir hún. Veigar kveðst þó hafa þurft svolítinn umhugsunarfrest áður en hann tók að sér verkefnið. „Ég stökk ekki á þetta einn, tveir og þrír heldur þurfti smá tíma til að melta þetta. Þegar Sunneva útskýrði fyrir mér hversu mikil þörf væri á fræðslu sem þessari ákvað ég að vera með." Þetta er einnig í fyrsta sinn sem Veigar kemur fram í sjónvarpi og segir hann mun meiri vinnu liggja að baki gerðar þáttanna en hann hafi í fyrstu búist við. „En þetta er skemmtileg vinna og engin kvöð og ég hef lært heilan helling í leiðinni." Veigar heldur til Suður-Ameríku stuttu eftir að tökum lýkur og verður því ekki á landinu þegar þættirnir verða frumsýndir. „Ég sting af til útlanda áður en þættirnir byrja," segir hann að lokum í gamansömum tón. sara@frettabladid.is Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra sjónvarpsþáttunum Tveir plús sex sem sýndir verða á Popptíví í vetur. Þættirnir fjalla á opinskáan hátt um kynlíf og eru hugsaðir sem skemmtilegir fræðsluþættir handa ungu fólki. Hugmyndina að þáttunum fékk Sunneva þegar hún vann hjá Jafningjafræðslunni. Henni þótti áberandi hvað íslensk ungmenni voru forvitin um kynlíf og kviknaði þá hugmyndin að sjónvarpsþáttunum. Hún bar hana undir systur sína, Hrefnu Björk Sverrisdóttur, og þær settu sig í samband við Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing og þá fór boltinn að rúlla. Þetta er í fyrsta sinn sem Sunneva reynir fyrir sér í sjónvarpi og aðspurð segist hún alveg ófeimin fyrir framan myndavélina. „Ég lærði að koma fram hjá Jafningjafræðslunni og var í ræðumennsku í grunn- og menntaskóla sem hefur hjálpað mikið til." Sunneva kynntist Veigari Ölni í Menntaskólanum í Hamrahlíð og taldi hann tilvalinn í hlutverk meðstjórnanda þáttanna. „Hann er skemmtilegur, einlægur og hress og hefur líka verið í leiklist þannig að mér þótti tilvalið að fá hann með mér í þetta," segir hún. Veigar kveðst þó hafa þurft svolítinn umhugsunarfrest áður en hann tók að sér verkefnið. „Ég stökk ekki á þetta einn, tveir og þrír heldur þurfti smá tíma til að melta þetta. Þegar Sunneva útskýrði fyrir mér hversu mikil þörf væri á fræðslu sem þessari ákvað ég að vera með." Þetta er einnig í fyrsta sinn sem Veigar kemur fram í sjónvarpi og segir hann mun meiri vinnu liggja að baki gerðar þáttanna en hann hafi í fyrstu búist við. „En þetta er skemmtileg vinna og engin kvöð og ég hef lært heilan helling í leiðinni." Veigar heldur til Suður-Ameríku stuttu eftir að tökum lýkur og verður því ekki á landinu þegar þættirnir verða frumsýndir. „Ég sting af til útlanda áður en þættirnir byrja," segir hann að lokum í gamansömum tón. sara@frettabladid.is
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira