Óverjandi skattur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. september 2012 06:00 Fréttablaðið sagði frá því í gær að íslenzk stjórnvöld væru búin að skuldbinda sig gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til að gera breytingar á stimpilgjöldum þannig að dregið verði úr kostnaði og hindrunum ef viðskiptavinir fjármálafyrirtækja vilja færa lánin sín á milli banka. Þetta er hluti af skilyrðum, sem ESA setti fyrir samþykki sínu við aðstoð ríkisins við nýju viðskiptabankana þegar þeir voru settir á stofn. Starfshópur var settur í málið og á að skila frumvarpsdrögum í næsta mánuði. Fréttablaðið fékk fremur loðin svör við beinni fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins um hvort stimpilgjöld yrðu afnumin þegar fólk færir lán á milli fjármálastofnana; fjármálaráðherra er víst ekki búinn að taka afstöðu til málsins. Stimpilgjaldið er einhver skrýtnasti og séríslenzkasti skatturinn sem við búum við. Það er rangnefnt gjald, enda kemur engin þjónusta ríkisins á móti því. Það er bara skattur, sem er lagður á fólk og fyrirtæki sem taka lán í formi veðskuldabréfa. Árið 2008 var lögum um skattinn breytt, þannig að fólk sem tekur lán fyrir sínum fyrstu íbúðakaupum er undanþegið honum. Hins vegar er það áfram svo að vilji fólk til dæmis færa húsnæðislánið sitt til annarrar lánastofnunar af því að þar bjóðast betri kjör, verður það að borga 0,4% af upphæð lánsins í skatt. Það fælir marga frá því að færa viðskipti sín og er veruleg hindrun í vegi virkrar samkeppni á fjármálamarkaðnum. Nú þegar margir leita leiða til að skuldbreyta húsnæðisláninu sínu og íhuga til dæmis að breyta úr verðtryggðu láni í óverðtryggt, er eðlilegt að fólk afli tilboða hjá mörgum fjármálastofnunum og beini viðskiptum sínum þangað sem beztu kjörin bjóðast. Stimpilgjaldið stendur í vegi fyrir því. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa lengi gagnrýnt stimpilgjaldið. Það er ekki bara samkeppnishindrun á fjármálamarkaði, heldur mismunar það líka lánsformum, veikir alþjóðlega samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja, er hindrun í vegi erlendrar fjárfestingar og var einn af þeim þáttum sem á sínum tíma ýttu fólki og fyrirtækjum út í að taka erlend lán fremur en innlend. Samt er þessi óvinsæli og órökrétti skattur býsna lífseigur. Á síðasta þingi fluttu bæði sjálfstæðismenn og framsóknarmenn á Alþingi frumvörp um að stimpilgjöld af lánum vegna fasteignakaupa yrðu afnumin. Þau náðu ekki fram að ganga. Samt ættu stjórnarandstöðuflokkarnir að eiga góða bandamenn í stjórnarliðinu í þessu máli. Forsætisráðherrann, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur til dæmis kallað stimpilgjaldið „okurskatt" og að ríkisvaldið komi með „krumluna" og hirði hundruð þúsunda af húsnæðiskaupendum sem vilji endurfjármagna lán sín og létta sér skuldabyrðina. Í samtali við Fréttablaðið vorið 2007 sagði Jóhanna: „Það er mikill meirihluti fyrir því á Alþingi að afnema þessi gjöld. En þetta er orðin svo mikil tekjuöflun fyrir ríkissjóð að það er ekkert gert. Það getur hins vegar enginn varið þennan skatt. Hann er það óréttlátur." Nú er tækifærið fyrir Jóhönnu og samráðherra hennar að framkvæma það í ríkisstjórn sem þau töluðu fyrir í stjórnarandstöðu. Stimpilgjaldið á að leggja niður, ekki bara af því að ESA segir þeim að gera það, heldur af því að það er ranglátur og óverjandi skattur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því í gær að íslenzk stjórnvöld væru búin að skuldbinda sig gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til að gera breytingar á stimpilgjöldum þannig að dregið verði úr kostnaði og hindrunum ef viðskiptavinir fjármálafyrirtækja vilja færa lánin sín á milli banka. Þetta er hluti af skilyrðum, sem ESA setti fyrir samþykki sínu við aðstoð ríkisins við nýju viðskiptabankana þegar þeir voru settir á stofn. Starfshópur var settur í málið og á að skila frumvarpsdrögum í næsta mánuði. Fréttablaðið fékk fremur loðin svör við beinni fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins um hvort stimpilgjöld yrðu afnumin þegar fólk færir lán á milli fjármálastofnana; fjármálaráðherra er víst ekki búinn að taka afstöðu til málsins. Stimpilgjaldið er einhver skrýtnasti og séríslenzkasti skatturinn sem við búum við. Það er rangnefnt gjald, enda kemur engin þjónusta ríkisins á móti því. Það er bara skattur, sem er lagður á fólk og fyrirtæki sem taka lán í formi veðskuldabréfa. Árið 2008 var lögum um skattinn breytt, þannig að fólk sem tekur lán fyrir sínum fyrstu íbúðakaupum er undanþegið honum. Hins vegar er það áfram svo að vilji fólk til dæmis færa húsnæðislánið sitt til annarrar lánastofnunar af því að þar bjóðast betri kjör, verður það að borga 0,4% af upphæð lánsins í skatt. Það fælir marga frá því að færa viðskipti sín og er veruleg hindrun í vegi virkrar samkeppni á fjármálamarkaðnum. Nú þegar margir leita leiða til að skuldbreyta húsnæðisláninu sínu og íhuga til dæmis að breyta úr verðtryggðu láni í óverðtryggt, er eðlilegt að fólk afli tilboða hjá mörgum fjármálastofnunum og beini viðskiptum sínum þangað sem beztu kjörin bjóðast. Stimpilgjaldið stendur í vegi fyrir því. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa lengi gagnrýnt stimpilgjaldið. Það er ekki bara samkeppnishindrun á fjármálamarkaði, heldur mismunar það líka lánsformum, veikir alþjóðlega samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja, er hindrun í vegi erlendrar fjárfestingar og var einn af þeim þáttum sem á sínum tíma ýttu fólki og fyrirtækjum út í að taka erlend lán fremur en innlend. Samt er þessi óvinsæli og órökrétti skattur býsna lífseigur. Á síðasta þingi fluttu bæði sjálfstæðismenn og framsóknarmenn á Alþingi frumvörp um að stimpilgjöld af lánum vegna fasteignakaupa yrðu afnumin. Þau náðu ekki fram að ganga. Samt ættu stjórnarandstöðuflokkarnir að eiga góða bandamenn í stjórnarliðinu í þessu máli. Forsætisráðherrann, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur til dæmis kallað stimpilgjaldið „okurskatt" og að ríkisvaldið komi með „krumluna" og hirði hundruð þúsunda af húsnæðiskaupendum sem vilji endurfjármagna lán sín og létta sér skuldabyrðina. Í samtali við Fréttablaðið vorið 2007 sagði Jóhanna: „Það er mikill meirihluti fyrir því á Alþingi að afnema þessi gjöld. En þetta er orðin svo mikil tekjuöflun fyrir ríkissjóð að það er ekkert gert. Það getur hins vegar enginn varið þennan skatt. Hann er það óréttlátur." Nú er tækifærið fyrir Jóhönnu og samráðherra hennar að framkvæma það í ríkisstjórn sem þau töluðu fyrir í stjórnarandstöðu. Stimpilgjaldið á að leggja niður, ekki bara af því að ESA segir þeim að gera það, heldur af því að það er ranglátur og óverjandi skattur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun