Fatlaðir fá að velja aðstoðarfólk 25. september 2012 06:00 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælir í vikunni fyrir lagabreytingu sem gerir fötluðum kleift að velja sér aðstoðarfólk við kosningar. Hann segir að grundvallarreglan verði sú að kjörstjórnir aðstoði þá sem ekki geta kosið, en ef fatlaður einstaklingur vilji sjálfur velja sér aðstoðarmann sé honum það heimilt. „Gert er ráð fyrir að viðkomandi upplýsi kjörstjórnina um óskir sínar hvað þetta snertir einn og án viðveru nokkurs annars. Að því búnu fær aðstoðarmaður hans að koma með honum í kjörklefann." Ögmundur segir að geti viðkomandi ekki tjáð sig sjálfur um ósk sína fái hann aðstoð umboðsmanns fatlaðra við að gefa út skriflega yfirlýsingu um vilja sinn. „Það er einstaklingurinn sem hefur endanlegt val og þegar hann kemur ósk sinni á framfæri er hann einn og enginn með honum. Það er gert til að gæta að því að hann verði ekki fyrir neinum þrýstingi, en valið er algjörlega hans." Ögmundur segir frumvarpið unnið í góðri sátt við Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) og Blindrafélagið. ÖBÍ kærði framkvæmd forsetakosninganna í sumar, þar sem fatlaðir fengu ekki að velja sér aðstoðarmann, en Hæstiréttur hafnaði kærunni. „Ég vona að frumvarpið fái skjóta afgreiðslu þingsins svo hægt sé að nýta lögin við kosningar um stjórnarskrá sem fram fara 20. október," segir Ögmundur.- kóp Fréttir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælir í vikunni fyrir lagabreytingu sem gerir fötluðum kleift að velja sér aðstoðarfólk við kosningar. Hann segir að grundvallarreglan verði sú að kjörstjórnir aðstoði þá sem ekki geta kosið, en ef fatlaður einstaklingur vilji sjálfur velja sér aðstoðarmann sé honum það heimilt. „Gert er ráð fyrir að viðkomandi upplýsi kjörstjórnina um óskir sínar hvað þetta snertir einn og án viðveru nokkurs annars. Að því búnu fær aðstoðarmaður hans að koma með honum í kjörklefann." Ögmundur segir að geti viðkomandi ekki tjáð sig sjálfur um ósk sína fái hann aðstoð umboðsmanns fatlaðra við að gefa út skriflega yfirlýsingu um vilja sinn. „Það er einstaklingurinn sem hefur endanlegt val og þegar hann kemur ósk sinni á framfæri er hann einn og enginn með honum. Það er gert til að gæta að því að hann verði ekki fyrir neinum þrýstingi, en valið er algjörlega hans." Ögmundur segir frumvarpið unnið í góðri sátt við Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) og Blindrafélagið. ÖBÍ kærði framkvæmd forsetakosninganna í sumar, þar sem fatlaðir fengu ekki að velja sér aðstoðarmann, en Hæstiréttur hafnaði kærunni. „Ég vona að frumvarpið fái skjóta afgreiðslu þingsins svo hægt sé að nýta lögin við kosningar um stjórnarskrá sem fram fara 20. október," segir Ögmundur.- kóp
Fréttir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira