Ríkisendurskoðun missir traust þingsins 27. september 2012 07:30 Alþingi Þingmenn kölluðu eftir skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar og fullyrtu að traustið til stofnunarinnar hefði beðið hnekki.fréttablaðið/gva Ríkisendurskoðun nýtur ekki trausts Alþingis, ef marka má ummæli þingmanna í gær. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að ófært sé annað en að lagfæra það trúnaðarrof sem orðið hafi á milli þings og stofnunarinnar. „Það þýðir að þingið og ríkisendurskoðandi þurfa að fara yfir þetta mál og kanna hvort og þá hvernig þessu verður bjargað, þannig að það ríki aftur traust og góð samskipti á milli þingsins og einnar mikilvægustu stofnunar þess." Tafir Ríkisendurskoðunar við vinnu á skýrslu um nýtt fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins voru þingmönnum hugleiknar í gær, en Ríkisendurskoðun heyrir beint undir Alþingi. Forsætisnefnd Alþingis tók málið ekki upp á stuttum fundi sínum í gær, en hann var helgaður rannsóknarnefnd um sparisjóðina. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni. Hún segir að fundur í nefndinni sé ekki áætlaður fyrr en eftir viku. Sjálf telur hún að nauðsynlegt sé að fá frekari upplýsingar frá ríkisendurskoðanda, áður en rætt sé um trúnaðarbrest. „Ég tel að þegar forsætisnefnd kemur saman verði óskað eftir því að farið verði yfir feril þessa máls." Þuríður Backman, sem situr í forsætisnefnd fyrir hönd Vinstri grænna, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það væri stórt og viðkvæmt og þyrfti að skoða vel. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að ráðuneytið muni fara ítarlega yfir þann kostnað sem fallið hefur til vegna fjárfestinga í kerfinu og við rekstur þess, en mikilvægt sé að gera mun á því tvennu. „Jafnframt mun ráðuneytið leggja mat á notkun kerfisins og mögulegar úrbætur, en innleiðing þess hefur stórlega bætt fjárhagsupplýsingar ríkisins til bæði stjórnunar og uppgjörs." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Ríkisendurskoðun nýtur ekki trausts Alþingis, ef marka má ummæli þingmanna í gær. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að ófært sé annað en að lagfæra það trúnaðarrof sem orðið hafi á milli þings og stofnunarinnar. „Það þýðir að þingið og ríkisendurskoðandi þurfa að fara yfir þetta mál og kanna hvort og þá hvernig þessu verður bjargað, þannig að það ríki aftur traust og góð samskipti á milli þingsins og einnar mikilvægustu stofnunar þess." Tafir Ríkisendurskoðunar við vinnu á skýrslu um nýtt fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins voru þingmönnum hugleiknar í gær, en Ríkisendurskoðun heyrir beint undir Alþingi. Forsætisnefnd Alþingis tók málið ekki upp á stuttum fundi sínum í gær, en hann var helgaður rannsóknarnefnd um sparisjóðina. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni. Hún segir að fundur í nefndinni sé ekki áætlaður fyrr en eftir viku. Sjálf telur hún að nauðsynlegt sé að fá frekari upplýsingar frá ríkisendurskoðanda, áður en rætt sé um trúnaðarbrest. „Ég tel að þegar forsætisnefnd kemur saman verði óskað eftir því að farið verði yfir feril þessa máls." Þuríður Backman, sem situr í forsætisnefnd fyrir hönd Vinstri grænna, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það væri stórt og viðkvæmt og þyrfti að skoða vel. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að ráðuneytið muni fara ítarlega yfir þann kostnað sem fallið hefur til vegna fjárfestinga í kerfinu og við rekstur þess, en mikilvægt sé að gera mun á því tvennu. „Jafnframt mun ráðuneytið leggja mat á notkun kerfisins og mögulegar úrbætur, en innleiðing þess hefur stórlega bætt fjárhagsupplýsingar ríkisins til bæði stjórnunar og uppgjörs." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira