Comic Con ekki bara fyrir nörda sem búa í kjallara 28. september 2012 11:00 Heimildarmynd um ráðstefnuna Comic Con í Bandaríkjunum verður sýnd á Riff-hátíðinni í ár. Leikstjórinn Morgan Spurlock skemmti sér mjög vel við gerð hennar. Nýjasta heimildarmynd Bandaríkjamannsins Morgans Spurlocks nefnist Comic Con Episode IV: A Fan"s Hope og verður hún sýnd á Riff-hátíðinni í ár. Í henni er fjallað um hina árlegu Comic Con-ráðstefnu í San Diego sem laðar að sér fjölmarga aðdáendur teiknimyndasagna á hverju ári. Spurlock var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir heimildarmyndina Super Size Me sem fjallaði um hamborgarakeðjuna McDonald"s. Hann kom síðast hingað til lands í fyrra þegar hann kynnti The Greatest Movie Ever Sold sem fjallaði um auglýsingamennsku í sjónvarpi og kvikmyndum. Í þetta sinn kemst hann ekki til Íslands til að kynna nýju myndina vegna mikilla anna. Spurlock segist alla tíð hafa verið mikill aðdáandi teiknimyndasagna, hryllingsmynda og ofurhetjumynda. Þegar hann fór fyrst á Comic Con-ráðstefnuna árið 2009 komst hann að því að hún uppfyllti öll þessi áhugamál hans. „Comic Con hefur fengið á sig slæmt orðspor. Fólk heldur að ráðstefnan sé uppfull af nördum sem búa í kjallaranum hjá foreldrum sínum. Í rauninni er mjög fjölbreyttur hópur fólks sem sækir hana," segir hann. Um 150 þúsund manns mæta á Comic Con á hverju ári þar sem mikið er um dýrðir. Við gerð myndarinnar tók Spurlock viðtöl við um 150 manns, þar á meðal leikarann Seth Rogen og leikstjórann Kevin Smith. Einnig var tíu manneskjum fylgt eftir sem mættu á ráðstefnuna. „Það var virkilega gaman að gera þessa mynd. Þegar maður horfir á hana áttar maður sig á hversu mikil alvara er á bak við þetta hjá fólki. Það mætir ekki endilega þangað til að fá eiginhandaáritanir. Það er mætt til að finna sinn sess í lífinu, koma sér á framfæri eða finna makann sinn. Einn náungi ætlar að biðja um hönd kærustunnar sinnar. Mun hún segja „nei"?," spyr Spurlock. „Annar er að leita að ákveðnu leikfangi. Mun hann finna það? Það er margt skemmtilegt sem gerist í myndinni sem allir geta tengt sig við." Næsta verkefni þessa áhugaverða kvikmyndagerðarmanns er sjónvarpsþáttaröð fyrir CNN sem er framleidd í Bandaríkjunum en verður sýnd um allan heim. Hún fjallar um félagsleg vandamál í Bandaríkjunum en líka um hvaða áhrif þau hafa á allan heiminn. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Heimildarmynd um ráðstefnuna Comic Con í Bandaríkjunum verður sýnd á Riff-hátíðinni í ár. Leikstjórinn Morgan Spurlock skemmti sér mjög vel við gerð hennar. Nýjasta heimildarmynd Bandaríkjamannsins Morgans Spurlocks nefnist Comic Con Episode IV: A Fan"s Hope og verður hún sýnd á Riff-hátíðinni í ár. Í henni er fjallað um hina árlegu Comic Con-ráðstefnu í San Diego sem laðar að sér fjölmarga aðdáendur teiknimyndasagna á hverju ári. Spurlock var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir heimildarmyndina Super Size Me sem fjallaði um hamborgarakeðjuna McDonald"s. Hann kom síðast hingað til lands í fyrra þegar hann kynnti The Greatest Movie Ever Sold sem fjallaði um auglýsingamennsku í sjónvarpi og kvikmyndum. Í þetta sinn kemst hann ekki til Íslands til að kynna nýju myndina vegna mikilla anna. Spurlock segist alla tíð hafa verið mikill aðdáandi teiknimyndasagna, hryllingsmynda og ofurhetjumynda. Þegar hann fór fyrst á Comic Con-ráðstefnuna árið 2009 komst hann að því að hún uppfyllti öll þessi áhugamál hans. „Comic Con hefur fengið á sig slæmt orðspor. Fólk heldur að ráðstefnan sé uppfull af nördum sem búa í kjallaranum hjá foreldrum sínum. Í rauninni er mjög fjölbreyttur hópur fólks sem sækir hana," segir hann. Um 150 þúsund manns mæta á Comic Con á hverju ári þar sem mikið er um dýrðir. Við gerð myndarinnar tók Spurlock viðtöl við um 150 manns, þar á meðal leikarann Seth Rogen og leikstjórann Kevin Smith. Einnig var tíu manneskjum fylgt eftir sem mættu á ráðstefnuna. „Það var virkilega gaman að gera þessa mynd. Þegar maður horfir á hana áttar maður sig á hversu mikil alvara er á bak við þetta hjá fólki. Það mætir ekki endilega þangað til að fá eiginhandaáritanir. Það er mætt til að finna sinn sess í lífinu, koma sér á framfæri eða finna makann sinn. Einn náungi ætlar að biðja um hönd kærustunnar sinnar. Mun hún segja „nei"?," spyr Spurlock. „Annar er að leita að ákveðnu leikfangi. Mun hann finna það? Það er margt skemmtilegt sem gerist í myndinni sem allir geta tengt sig við." Næsta verkefni þessa áhugaverða kvikmyndagerðarmanns er sjónvarpsþáttaröð fyrir CNN sem er framleidd í Bandaríkjunum en verður sýnd um allan heim. Hún fjallar um félagsleg vandamál í Bandaríkjunum en líka um hvaða áhrif þau hafa á allan heiminn. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira