Kúldrast í kreddum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 16. október 2012 06:00 Fordómar. Við höfum þá öll. Þeir eru hluti af eðli okkar, gera okkur kleift að meta aðstæður á örskotsstundu og hegða okkur í samræmi við það mat sem hugur okkar hefur lagt á aðstæður, meðvitað sem ómeðvitað. Þeir geta birst í sérviskulegri andúð, til dæmis á því sem nýtt er, eða vali okkar á gönguleið á síðkvöldum. Þeir geta birst í jákvæðum væntingum til einhvers, en auðvitað einnig neikvæðum. Fordómar, sleggjudómar, hleypidómar, öll þessi orð lýsa því sama; ógrunduðum dómum. Því það er það sem fordómar eru. Við setjum okkur ekki inn í aðstæður áður en við mótum okkur skoðun. Við kynnum okkur málin ekki til hlítar heldur höldum okkur við það frummat sem við leggjum á þau, eitthvað sem við heyrðum, höldum, eða okkur finnst. Fordómafullt fólk er þröngsýnt. Það getur staðið í þeirri meiningu að heil þjóð, eða jafnvel margar þjóðir, séu glæpamenn og smámenni. Jafnvel þó við vitum að það er einfaldlega ekki fræðilega mögulegt að heil þjóð sé haldin sömu einkennum. Samt höfum við öll einhverja fyrir fram mótaða skoðun gagnvart ýmsum þjóðum eða hópum fólks. Þröngsýna fólkið rígheldur hins vegar í þá skoðun en veltir ekki við steinum til að láta reyna á sannleiksgildi hennar. Sértu, lesandi góður, haldinn geðsjúkdómi eru yfirgnæfandi líkur á að þú mætir fordómum einhvern tíma á lífsleiðinni. Frekar en fólk með hjartagalla. Sért þú hommi eða lesbía geturðu sagt sömu sögu, að ekki sé talað um ef húðlitur þinn er annar en minn. Ráðist er á sumt fólk fyrir það eitt að vera það sem það er. Það er klikkun. Fordómar eru birtingarmynd ótta þess sem þá hefur. Stundum líka leti, sumir nenna ekki að kynna sér mál og finnst þægilegra að skáka í eigin fordómum. En fordómar geta aldrei orðið annað en þeir eru; fyrir fram gefnar skoðanir. Og þær eru sjaldnast, ef nokkurn tíma, grundvöllur nokkurs nema eigin vanlíðan. Hræddu fólki líður sjaldnast vel. Hættum því að gefa okkur fyrir fram hvernig hitt og þetta er. Setjum okkur inn í aðstæður, kynnum okkur mál og umfram allt; sýnum öðrum þá virðingu sem við sjálf óskum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Fordómar. Við höfum þá öll. Þeir eru hluti af eðli okkar, gera okkur kleift að meta aðstæður á örskotsstundu og hegða okkur í samræmi við það mat sem hugur okkar hefur lagt á aðstæður, meðvitað sem ómeðvitað. Þeir geta birst í sérviskulegri andúð, til dæmis á því sem nýtt er, eða vali okkar á gönguleið á síðkvöldum. Þeir geta birst í jákvæðum væntingum til einhvers, en auðvitað einnig neikvæðum. Fordómar, sleggjudómar, hleypidómar, öll þessi orð lýsa því sama; ógrunduðum dómum. Því það er það sem fordómar eru. Við setjum okkur ekki inn í aðstæður áður en við mótum okkur skoðun. Við kynnum okkur málin ekki til hlítar heldur höldum okkur við það frummat sem við leggjum á þau, eitthvað sem við heyrðum, höldum, eða okkur finnst. Fordómafullt fólk er þröngsýnt. Það getur staðið í þeirri meiningu að heil þjóð, eða jafnvel margar þjóðir, séu glæpamenn og smámenni. Jafnvel þó við vitum að það er einfaldlega ekki fræðilega mögulegt að heil þjóð sé haldin sömu einkennum. Samt höfum við öll einhverja fyrir fram mótaða skoðun gagnvart ýmsum þjóðum eða hópum fólks. Þröngsýna fólkið rígheldur hins vegar í þá skoðun en veltir ekki við steinum til að láta reyna á sannleiksgildi hennar. Sértu, lesandi góður, haldinn geðsjúkdómi eru yfirgnæfandi líkur á að þú mætir fordómum einhvern tíma á lífsleiðinni. Frekar en fólk með hjartagalla. Sért þú hommi eða lesbía geturðu sagt sömu sögu, að ekki sé talað um ef húðlitur þinn er annar en minn. Ráðist er á sumt fólk fyrir það eitt að vera það sem það er. Það er klikkun. Fordómar eru birtingarmynd ótta þess sem þá hefur. Stundum líka leti, sumir nenna ekki að kynna sér mál og finnst þægilegra að skáka í eigin fordómum. En fordómar geta aldrei orðið annað en þeir eru; fyrir fram gefnar skoðanir. Og þær eru sjaldnast, ef nokkurn tíma, grundvöllur nokkurs nema eigin vanlíðan. Hræddu fólki líður sjaldnast vel. Hættum því að gefa okkur fyrir fram hvernig hitt og þetta er. Setjum okkur inn í aðstæður, kynnum okkur mál og umfram allt; sýnum öðrum þá virðingu sem við sjálf óskum.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun