Kaupir kvikmyndaréttinn að krimmanum Snjóblindu 26. október 2012 11:30 samningur í höfn Þorvaldur Davíð Kristjánsson ásamt Ragnari Jónassyni og Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar. Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að glæpasögunni Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson og voru samningar þess efnis undirritaðir á dögunum. Samningurinn miðast við að Þorvaldur Davíð leiki sjálfur Ara Þór, aðalpersónu bókarinnar, ásamt því að vera einn af framleiðendunum. „Ég er himinlifandi yfir að samningar hafa tekist og mér skuli vera treyst fyrir kvikmyndaréttinum að Snjóblindu Ragnars Jónassonar. Fléttan í sögunni er þéttofin og lausnin óvænt, sögusviðið er myndrænt og persónugalleríið frábært. Snjóblindu prýðir því allt sem prýða þarf góða sögu og hún hentar einstaklega vel til kvikmyndunar," segir Þorvaldur Davíð, sem er í viðræðum við hugsanlega meðframleiðendur bæði hér heima og erlendis. Hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Svartur á leik, sem er önnur tekjuhæsta íslenska kvikmynd sögunnar. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild hins virta Juilliard-háskóla í New York þaðan sem hann útskrifaðist í fyrra. Hann hlaut Menningarverðlaun American Scandinavian Society árið 2010 og fékk Robin Williams-styrk sem skólinn veitir. Ragnar er ánægður með að Þorvaldur Davíð ætli að koma Snjóblindu í nýtt og spennandi form. „Vonandi mun þetta verkefni einnig vekja áhuga áhorfenda á að heimsækja sögusviðið, Siglufjörð. Það er auk þess frábært að Þorvaldur ætli að takast á við það að gæða söguhetjuna lífi en hann smellpassar svo sannarlega í hlutverk lögreglumannsins unga, Ara Þórs," segir rithöfundurinn. Snjóblinda kom út 2010 og var útnefnd ein af fjórum bestu skáldsögum haustsins í Þýskalandi í fyrra af tímaritinu Gala. Nýlega kom út þriðja bók Ragnars um lögreglumanninn Ara Þór. Hún nefnist Rof og gerist á Norðurlandi, líkt og Snjóblinda, nánar tiltekið í eyðifirðinum Héðinsfirði. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að glæpasögunni Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson og voru samningar þess efnis undirritaðir á dögunum. Samningurinn miðast við að Þorvaldur Davíð leiki sjálfur Ara Þór, aðalpersónu bókarinnar, ásamt því að vera einn af framleiðendunum. „Ég er himinlifandi yfir að samningar hafa tekist og mér skuli vera treyst fyrir kvikmyndaréttinum að Snjóblindu Ragnars Jónassonar. Fléttan í sögunni er þéttofin og lausnin óvænt, sögusviðið er myndrænt og persónugalleríið frábært. Snjóblindu prýðir því allt sem prýða þarf góða sögu og hún hentar einstaklega vel til kvikmyndunar," segir Þorvaldur Davíð, sem er í viðræðum við hugsanlega meðframleiðendur bæði hér heima og erlendis. Hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Svartur á leik, sem er önnur tekjuhæsta íslenska kvikmynd sögunnar. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild hins virta Juilliard-háskóla í New York þaðan sem hann útskrifaðist í fyrra. Hann hlaut Menningarverðlaun American Scandinavian Society árið 2010 og fékk Robin Williams-styrk sem skólinn veitir. Ragnar er ánægður með að Þorvaldur Davíð ætli að koma Snjóblindu í nýtt og spennandi form. „Vonandi mun þetta verkefni einnig vekja áhuga áhorfenda á að heimsækja sögusviðið, Siglufjörð. Það er auk þess frábært að Þorvaldur ætli að takast á við það að gæða söguhetjuna lífi en hann smellpassar svo sannarlega í hlutverk lögreglumannsins unga, Ara Þórs," segir rithöfundurinn. Snjóblinda kom út 2010 og var útnefnd ein af fjórum bestu skáldsögum haustsins í Þýskalandi í fyrra af tímaritinu Gala. Nýlega kom út þriðja bók Ragnars um lögreglumanninn Ara Þór. Hún nefnist Rof og gerist á Norðurlandi, líkt og Snjóblinda, nánar tiltekið í eyðifirðinum Héðinsfirði. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira