520 milljóna svik til sérstaks saksóknara 27. október 2012 07:00 Skattrannsóknarstjóri hefur vísað tólf málum til ákærumeðferðar hjá sérstökum saksóknara sem varða svokallaða framvirka samninga og hagnað af þeim. Þetta segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Af slíkum hagnaði ber að greiða fjármagnstekjuskatt, sem er tíu prósent. Á því varð verulegur misbrestur, einkum á árunum fyrir hrun. Að sögn Bryndísar nema heildartekjurnar í þessum tólf málum 5,2 milljörðum króna. Af þeirri upphæð hefur átt að greiða 520 milljónir í skatt. Fréttablaðið sagði frá því á miðvikudag að sérstakur saksóknari hefði þegar ákært Ragnar Þórisson, sjóðsstjóra hjá vogunarsjóðnum Boreas Capital, fyrir skattsvik vegna framvirks samnings sem hann gerði við MP banka árið 2006. Hann mætti fyrir dóm í gær vegna málsins og neitaði sök. Í tilviki Ragnars nam hagnaðurinn 120 milljónum, og fjármagnstekjuskatturinn sem hann ekki greiddi því tólf milljónum. Stærsta málið af þessu tagi sem skattrannsóknarstjóri hefur sent sérstökum saksóknara er hins vegar sjö sinnum stærra. Þar nam hagnaðurinn um 900 milljónum og vangoldni skatturinn því 90 milljónum. Bryndís tekur fram að rétt sé að gera þann fyrirvara að upphæðirnar geti tekið breytingum þegar yfirskattanefnd fer aftur yfir málin. Nokkur þeirra séu nú þar til meðferðar. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur vísað tólf málum til ákærumeðferðar hjá sérstökum saksóknara sem varða svokallaða framvirka samninga og hagnað af þeim. Þetta segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Af slíkum hagnaði ber að greiða fjármagnstekjuskatt, sem er tíu prósent. Á því varð verulegur misbrestur, einkum á árunum fyrir hrun. Að sögn Bryndísar nema heildartekjurnar í þessum tólf málum 5,2 milljörðum króna. Af þeirri upphæð hefur átt að greiða 520 milljónir í skatt. Fréttablaðið sagði frá því á miðvikudag að sérstakur saksóknari hefði þegar ákært Ragnar Þórisson, sjóðsstjóra hjá vogunarsjóðnum Boreas Capital, fyrir skattsvik vegna framvirks samnings sem hann gerði við MP banka árið 2006. Hann mætti fyrir dóm í gær vegna málsins og neitaði sök. Í tilviki Ragnars nam hagnaðurinn 120 milljónum, og fjármagnstekjuskatturinn sem hann ekki greiddi því tólf milljónum. Stærsta málið af þessu tagi sem skattrannsóknarstjóri hefur sent sérstökum saksóknara er hins vegar sjö sinnum stærra. Þar nam hagnaðurinn um 900 milljónum og vangoldni skatturinn því 90 milljónum. Bryndís tekur fram að rétt sé að gera þann fyrirvara að upphæðirnar geti tekið breytingum þegar yfirskattanefnd fer aftur yfir málin. Nokkur þeirra séu nú þar til meðferðar. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira