Fáránlegur metnaður 27. október 2012 15:00 POppfræðingur Dr. Gunni heldur á fjórða kílói af nýrri sögu íslenskrar dægurtónlistar á lofti.fréttablaðið/GVA Poppfræðingurinn Dr. Gunni hefur ritað sögu íslenskrar dægurtónlistar í bókinni Stuð vors lands. „Ég veit ekki hvað ætti að vera meira töff en þetta," veltir Dr. Gunni fyrir sér um Stuð vors lands, spánnýja bók hans um sögu dægurtónlistar á Íslandi. Bókin er að sönnu í veglegum umbúðum, kassa sem er í líki vínylplötu, og vega herlegheitin á fjórða kíló. „Þetta er auðvitað fáránlegur metnaður. Hin bókin var ekki nema eitt og hálft kíló og forljót að auki, þar sem einhver bleik slikja hafði verið sett yfir aðra hvora mynd. Í þetta sinn vildi ég gera þetta svo vel að það þyrfti ekki að gefa út aðra svona bók næstu fimmtíu árin. Ég ákvað að gefa út flottustu bók sem hefur komið út á Íslandi," bætir poppfræðingurinn við og minnist sérstaklega á þátt hönnuðarins Hrafns Gunnarssonar í útlitinu, en sá er líka mikill tónlistaráhugamaður. „Bókin myndi ekki líta svona vel út ef Hrafn væri áhugamaður um fluguhnýtingar." Með „hinni bókinni" á Gunni við Eru ekki allir í stuði?, bók sína frá árinu 2001, en þá var undirtitillinn „Saga rokks á Íslandi á síðustu öld". „Þannig komst ég upp með að sleppa ýmsu sem flokkast ekki beint undir rokk, en nú er skilgreiningin mun víðari: Saga dægurtónlistar á Íslandi. Allur textinn úr hinni bókinni er í nýju bókinni, en harkalega endurskrifaður, og svo hef ég bætt við gríðarlega miklu efni í báðar áttir. Ég var að bæta inn nýju efni alveg þar til bókin fór í prentun og náði í rassgatið á Of Monsters and Men, Ásgeiri Trausta og fleirum. Skemmtilegast fannst mér samt að færa tímabilið aftur í aldir. Þarsíðasta sumar heimsótti ég mesta safnara 78-snúninga platna á landinu, Sigurjón Samúelsson sem býr afskekkt í Ísafjarðardjúpi, og sat hjá honum í marga klukkutíma að hlusta á íslenska tónlist sem ég hafði hvorki heyrt né haft áhuga á. Þannig opnaðist fyrsti kafli bókarinnar upp fyrir mér. Það er allt þarna, harmóníkutónlist, fusion, Ríó tríó og svo framvegis. Fílingurinn í poppskrifum hefur verið á þann veg að ekkert hafi verið til áður en Elvis kom, en það er auðvitað ekki rétt. Það verður ekkert til úr engu, nema kannski alheimurinn," segir Dr. Gunni, sem fagnar útkomu Stuðs vors lands í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi föstudaginn 2. nóvember næstkomandi. kjartan@frettabladid.is Lífið Mest lesið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Sjá meira
Poppfræðingurinn Dr. Gunni hefur ritað sögu íslenskrar dægurtónlistar í bókinni Stuð vors lands. „Ég veit ekki hvað ætti að vera meira töff en þetta," veltir Dr. Gunni fyrir sér um Stuð vors lands, spánnýja bók hans um sögu dægurtónlistar á Íslandi. Bókin er að sönnu í veglegum umbúðum, kassa sem er í líki vínylplötu, og vega herlegheitin á fjórða kíló. „Þetta er auðvitað fáránlegur metnaður. Hin bókin var ekki nema eitt og hálft kíló og forljót að auki, þar sem einhver bleik slikja hafði verið sett yfir aðra hvora mynd. Í þetta sinn vildi ég gera þetta svo vel að það þyrfti ekki að gefa út aðra svona bók næstu fimmtíu árin. Ég ákvað að gefa út flottustu bók sem hefur komið út á Íslandi," bætir poppfræðingurinn við og minnist sérstaklega á þátt hönnuðarins Hrafns Gunnarssonar í útlitinu, en sá er líka mikill tónlistaráhugamaður. „Bókin myndi ekki líta svona vel út ef Hrafn væri áhugamaður um fluguhnýtingar." Með „hinni bókinni" á Gunni við Eru ekki allir í stuði?, bók sína frá árinu 2001, en þá var undirtitillinn „Saga rokks á Íslandi á síðustu öld". „Þannig komst ég upp með að sleppa ýmsu sem flokkast ekki beint undir rokk, en nú er skilgreiningin mun víðari: Saga dægurtónlistar á Íslandi. Allur textinn úr hinni bókinni er í nýju bókinni, en harkalega endurskrifaður, og svo hef ég bætt við gríðarlega miklu efni í báðar áttir. Ég var að bæta inn nýju efni alveg þar til bókin fór í prentun og náði í rassgatið á Of Monsters and Men, Ásgeiri Trausta og fleirum. Skemmtilegast fannst mér samt að færa tímabilið aftur í aldir. Þarsíðasta sumar heimsótti ég mesta safnara 78-snúninga platna á landinu, Sigurjón Samúelsson sem býr afskekkt í Ísafjarðardjúpi, og sat hjá honum í marga klukkutíma að hlusta á íslenska tónlist sem ég hafði hvorki heyrt né haft áhuga á. Þannig opnaðist fyrsti kafli bókarinnar upp fyrir mér. Það er allt þarna, harmóníkutónlist, fusion, Ríó tríó og svo framvegis. Fílingurinn í poppskrifum hefur verið á þann veg að ekkert hafi verið til áður en Elvis kom, en það er auðvitað ekki rétt. Það verður ekkert til úr engu, nema kannski alheimurinn," segir Dr. Gunni, sem fagnar útkomu Stuðs vors lands í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi föstudaginn 2. nóvember næstkomandi. kjartan@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið