Fimmtán hljómsveitir í beinni hjá KEXP 27. október 2012 14:00 í beinni Reggísveitin Ojba Rasta verður í beinni útsendingu á KEXP.fréttablaðið/stefán fréttablaðið/stefán Útvarpsstöðin KEXP frá Seattle sendir út beint frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og er þetta fjórða árið í röð sem hún mætir á hátíðina. „Útsendingin okkar frá Iceland Airwaves tengir tónlistarunnendur í Seattle og um allan heim við það nýjasta og besta í tónlist um þessar mundir," sagði Kevin Cole, aðaldagskrárstjóri stöðvarinnar og umsjónarmaður þáttarins Afternoon Show. „Þessar útsendingar eru stefna okkar í hnotskurn, þ.e. að vera í fararbroddi spilunar nýrrar tónlistar." Verkefnið er unnið í samvinnu við Iceland Naturally, KEX Hostel, Icelandair og Kimi Records. Útsendingar verða frá KEX Hostel en dagskrárgerðarfólkið Cheryl Waters og Kevin Cole kynna dagskrárliði á FM 90,3 og á Kexp.org dagana 31. október til 2. nóvember frá kl. 13 til kl. 21. Meðal þeirra fimmtán hljómsveita sem fram koma á KEX Hostel eru Ólafur Arnalds, Ghostigital, Sóley, Ojba Rasta, Sólstafir, Úlfur Úlfur og Seattle-hipphopplistamennirnir í Shabazz Palaces og THEESatisfaction. Of Monsters and Men og FM Belfast spiluðu á Kex Hostel í fyrra og mun síðarnefnda sveitin einnig koma fram á hátíðinni í ár. Auk beinu útsendinganna mun KEXP taka upp um 15-20 tónlistarmyndbönd með íslenskum listamönnum víðs vegar um Reykjavíkurborg og verða þau sýnd á síðunni Kexp.org að hátíðinni lokinni. Lífið Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Útvarpsstöðin KEXP frá Seattle sendir út beint frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og er þetta fjórða árið í röð sem hún mætir á hátíðina. „Útsendingin okkar frá Iceland Airwaves tengir tónlistarunnendur í Seattle og um allan heim við það nýjasta og besta í tónlist um þessar mundir," sagði Kevin Cole, aðaldagskrárstjóri stöðvarinnar og umsjónarmaður þáttarins Afternoon Show. „Þessar útsendingar eru stefna okkar í hnotskurn, þ.e. að vera í fararbroddi spilunar nýrrar tónlistar." Verkefnið er unnið í samvinnu við Iceland Naturally, KEX Hostel, Icelandair og Kimi Records. Útsendingar verða frá KEX Hostel en dagskrárgerðarfólkið Cheryl Waters og Kevin Cole kynna dagskrárliði á FM 90,3 og á Kexp.org dagana 31. október til 2. nóvember frá kl. 13 til kl. 21. Meðal þeirra fimmtán hljómsveita sem fram koma á KEX Hostel eru Ólafur Arnalds, Ghostigital, Sóley, Ojba Rasta, Sólstafir, Úlfur Úlfur og Seattle-hipphopplistamennirnir í Shabazz Palaces og THEESatisfaction. Of Monsters and Men og FM Belfast spiluðu á Kex Hostel í fyrra og mun síðarnefnda sveitin einnig koma fram á hátíðinni í ár. Auk beinu útsendinganna mun KEXP taka upp um 15-20 tónlistarmyndbönd með íslenskum listamönnum víðs vegar um Reykjavíkurborg og verða þau sýnd á síðunni Kexp.org að hátíðinni lokinni.
Lífið Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira