Hollusta eða bara plat? Teitur Guðmundsson skrifar 30. október 2012 08:00 Nýlegar rannsóknir vísindamanna við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum velta því upp að lífræn ræktun sé ekki hollari en önnur ræktun ef undanskilið er að vera útsettur fyrir skordýraeitri sem víða er notað, en er minna tengt lífrænum afurðum. Þá er einnig bannað að nota sýklalyf, bætiefni eða hormóna við lífrænar afurðir ólíkt því sem getur gerst við venjubundna ræktun. Það er því afar áhugavert þegar litið er til rannsóknarniðurstaðna ofangreindra vísindamanna sem fóru yfir margar rannsóknir með svokallaðri meta-analysis aðferð til að greina þær rannsóknir sem gerðar hafa verið um hollustu afurða hvort sem er svokallaðar lífrænar eða hefbundar, að ekki skuli vera neinn afgerandi munur á hollustu þeirra. Fæðuflokkarnir sem voru skoðaðir voru meðal annars ávextir, grænmeti, egg, mjólkurvörur og fuglakjöt. Í markaðslegu tilliti hafa lífrænar vörur selst í auknum mæli um allan heim og er því um verulega hagsmuni að ræða fyrir bæði framleiðendur og seljendur að geta flaggað sinni vöru sem hollari auk þess sem hægt er að nota það sem ástæðu fyrir dýrari vörum en ella. Þá hefur verið rætt í þessu samhengi að dýrari vara í augum kaupandans þýðir oftsinnis aukin gæði, sem þessi rannsókn virðist stangast á við ef horft er til hollustusjónarmiða. Ekki var hægt að sýna fram á aukið vítamíninnihald né marktækan mun á prótein- eða fituinnihaldi þessara afurða og niðurstaða vísindamannanna því sú að enginn munur væri á hollustu þessara vara þegar þessir hlutir eru mældir. Þegar horft er til bragðgæða, útlits eða annarra þátta sem ekki er hægt að tengja beint við hollustu er ljóst að þar er fyrst og fremst um að ræða tilfinningalega þætti sem er erfitt að mæla og einstaklingsbundna upplifun hvers og eins. Það er þó ljóst að margir kjósa að neyta lífrænna afurða vegna skoðana sinna á umhverfisvernd og félagslegra þátta og er það góðra gjalda vert og ánægjulegt, þó með þessum fyrirvara að því er virðist, að ekki sé neinn marktækur munur þegar tekið er tillit til hollustu einstakra vöruflokka. Nú verður að skoða veikleika þessarar rannsóknar einnig og eru þeir einna helst að ekki er um langtímaeftirfylgni að ræða með einstaklingum og tímaramminn að hámarki tvö ár sem er í styttra lagi. Þá voru rannsóknir þær sem skoðaðar voru mjög margvíslegar, ræktun og meðferð afurða mismunandi svo og munur milli ræktunarsvæða hvað varðar jarðveg og margt fleira sem vert er að telja upp sem annmarka. Þetta leiðir til þess að gera þarf langtímarannsóknir með tilliti til mælanlegra þátta sem snerta heilsufar með tvíblindri rannsóknaraðferð til að svara frekar þeim fullyrðingum sem fram koma. Kostnaður við slíkar rannsóknir er mjög mikill og umfangið einnig mikið þar sem svo margar breytur eru í menginu. Ég leyfi mér því að efast um að við munum fá úr þessu skorið með afgerandi hætti á næstunni. Því verðum við að láta tilfinningar okkar, pyngjuna og umhverfisvitund okkar ráða um fæðuval og innkaup hverju sinni en ekki auglýsingar um meinta hollustu eða óhollustu þeirrar vöru sem við setjum í kerruna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór
Nýlegar rannsóknir vísindamanna við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum velta því upp að lífræn ræktun sé ekki hollari en önnur ræktun ef undanskilið er að vera útsettur fyrir skordýraeitri sem víða er notað, en er minna tengt lífrænum afurðum. Þá er einnig bannað að nota sýklalyf, bætiefni eða hormóna við lífrænar afurðir ólíkt því sem getur gerst við venjubundna ræktun. Það er því afar áhugavert þegar litið er til rannsóknarniðurstaðna ofangreindra vísindamanna sem fóru yfir margar rannsóknir með svokallaðri meta-analysis aðferð til að greina þær rannsóknir sem gerðar hafa verið um hollustu afurða hvort sem er svokallaðar lífrænar eða hefbundar, að ekki skuli vera neinn afgerandi munur á hollustu þeirra. Fæðuflokkarnir sem voru skoðaðir voru meðal annars ávextir, grænmeti, egg, mjólkurvörur og fuglakjöt. Í markaðslegu tilliti hafa lífrænar vörur selst í auknum mæli um allan heim og er því um verulega hagsmuni að ræða fyrir bæði framleiðendur og seljendur að geta flaggað sinni vöru sem hollari auk þess sem hægt er að nota það sem ástæðu fyrir dýrari vörum en ella. Þá hefur verið rætt í þessu samhengi að dýrari vara í augum kaupandans þýðir oftsinnis aukin gæði, sem þessi rannsókn virðist stangast á við ef horft er til hollustusjónarmiða. Ekki var hægt að sýna fram á aukið vítamíninnihald né marktækan mun á prótein- eða fituinnihaldi þessara afurða og niðurstaða vísindamannanna því sú að enginn munur væri á hollustu þessara vara þegar þessir hlutir eru mældir. Þegar horft er til bragðgæða, útlits eða annarra þátta sem ekki er hægt að tengja beint við hollustu er ljóst að þar er fyrst og fremst um að ræða tilfinningalega þætti sem er erfitt að mæla og einstaklingsbundna upplifun hvers og eins. Það er þó ljóst að margir kjósa að neyta lífrænna afurða vegna skoðana sinna á umhverfisvernd og félagslegra þátta og er það góðra gjalda vert og ánægjulegt, þó með þessum fyrirvara að því er virðist, að ekki sé neinn marktækur munur þegar tekið er tillit til hollustu einstakra vöruflokka. Nú verður að skoða veikleika þessarar rannsóknar einnig og eru þeir einna helst að ekki er um langtímaeftirfylgni að ræða með einstaklingum og tímaramminn að hámarki tvö ár sem er í styttra lagi. Þá voru rannsóknir þær sem skoðaðar voru mjög margvíslegar, ræktun og meðferð afurða mismunandi svo og munur milli ræktunarsvæða hvað varðar jarðveg og margt fleira sem vert er að telja upp sem annmarka. Þetta leiðir til þess að gera þarf langtímarannsóknir með tilliti til mælanlegra þátta sem snerta heilsufar með tvíblindri rannsóknaraðferð til að svara frekar þeim fullyrðingum sem fram koma. Kostnaður við slíkar rannsóknir er mjög mikill og umfangið einnig mikið þar sem svo margar breytur eru í menginu. Ég leyfi mér því að efast um að við munum fá úr þessu skorið með afgerandi hætti á næstunni. Því verðum við að láta tilfinningar okkar, pyngjuna og umhverfisvitund okkar ráða um fæðuval og innkaup hverju sinni en ekki auglýsingar um meinta hollustu eða óhollustu þeirrar vöru sem við setjum í kerruna okkar.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun