Ein skemmtilegasta kvikmynd þessa árs 1. nóvember 2012 00:01 Kvikmyndin Pitch Perfect segir frá háskólameynni Becu sem á sér þann draum að flytjast til Los Angeles að námi loknu og gerast upptökustjóri. Stúlkunni leiðist þó námið og sinnir því illa og veldur þetta föður hennar miklum áhyggjum. Hann gerir dóttur sinni tilboð; að sinna náminu og skrá sig í frístundir og í staðinn mun hann styðja hana í flutningunum til Los Angeles. Beca fellst á þetta og ákveður að skrá sig í a capella-sönghópinn The Bellas sem skipaður er skrautlegum hópi stúlkna. Aubrey, einn meðlimur sönghópsins, er gallhörð á því að stúlkurnar haldi sig við sama lagalista og þær hafa notast við árum saman en Beca sannfærir stúlkurnar um að losa sig úr viðjum vanans og feta nýjar og spennandi leiðir í tónlistarsköpun sinni. Það er leikkonan Anna Kendrick sem fer með hlutverk Becu. Kendrick vakti fyrst athygli fyrir hlutverk sitt sem Jessica Stanley í Twilight-kvikmyndunum og síðan þá hefur stjarna hennar risið hratt og örugglega. Leikkonan hóf þó leikferil sinn sem sviðsleikkona og var tólf ára gömul þegar hún kom fyrst fram í hlutverki Dinuh í Broadway-söngleiknum High Socitety árið 1998. Hún var tilnefnd til Tony-verðlaunanna fyrir leik sinn í verkinu. Með önnur hlutverk fara Brittany Snow, Anna Camp og gamanleikkonan Rebel Wilson, sem sló í gegn í með leik sínum í Bridesmaids. Handritið að Pitch Perfect skrifaði Kay Cannon, en hún vann áður sem handritshöfundur gamanþáttanna 30 Rock og er meðframleiðandi sjónvarpsþáttanna New Girl. Leikstjóri myndarinnar, Jason Moore, hóf feril sinn á Broadway þar sem hann leikstýrði Les Misérables sem sýnt var í Imperial-leikhúsinu. Hann hefur einnig leikstýrt nokkrum þáttum af Dawson?s Creek, One Tree Hill og Brothers & Sisters. Pitch Perfect er fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Kvikmyndin hefur fengið góða dóma og gefur vefsíðan Rottentomatoes.com henni 77 prósent af hundraði. Einn gagnrýnandi segir myndina eina "skrítnustu kvikmynd ársins" en telur hana jafnframt í hópi "skemmtilegustu kvikmynda ársins". Pitch Perfect er byggð á samnefndri bók Mickey Rapkin, ritstjóra tímaritsins GQ. Rapkin fylgdist með a capella-sönghópum Tufts-háskóla, Oregon-háskóla og Háskólanum í Virginíu. Sönghópa sem þessa má finna í fjölda bandarískra háskóla. Rapkin fylgdist með vinnu sönghópanna í eina önn og fjallar bókin meðal annars um þá vinnu sem meðlimir hópanna leggja á sig, aðdáendur þeirra, skemmtanalífið sem fylgir þeim og samkeppnina sem ríkir milli ólíkra sönghópa. Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kvikmyndin Pitch Perfect segir frá háskólameynni Becu sem á sér þann draum að flytjast til Los Angeles að námi loknu og gerast upptökustjóri. Stúlkunni leiðist þó námið og sinnir því illa og veldur þetta föður hennar miklum áhyggjum. Hann gerir dóttur sinni tilboð; að sinna náminu og skrá sig í frístundir og í staðinn mun hann styðja hana í flutningunum til Los Angeles. Beca fellst á þetta og ákveður að skrá sig í a capella-sönghópinn The Bellas sem skipaður er skrautlegum hópi stúlkna. Aubrey, einn meðlimur sönghópsins, er gallhörð á því að stúlkurnar haldi sig við sama lagalista og þær hafa notast við árum saman en Beca sannfærir stúlkurnar um að losa sig úr viðjum vanans og feta nýjar og spennandi leiðir í tónlistarsköpun sinni. Það er leikkonan Anna Kendrick sem fer með hlutverk Becu. Kendrick vakti fyrst athygli fyrir hlutverk sitt sem Jessica Stanley í Twilight-kvikmyndunum og síðan þá hefur stjarna hennar risið hratt og örugglega. Leikkonan hóf þó leikferil sinn sem sviðsleikkona og var tólf ára gömul þegar hún kom fyrst fram í hlutverki Dinuh í Broadway-söngleiknum High Socitety árið 1998. Hún var tilnefnd til Tony-verðlaunanna fyrir leik sinn í verkinu. Með önnur hlutverk fara Brittany Snow, Anna Camp og gamanleikkonan Rebel Wilson, sem sló í gegn í með leik sínum í Bridesmaids. Handritið að Pitch Perfect skrifaði Kay Cannon, en hún vann áður sem handritshöfundur gamanþáttanna 30 Rock og er meðframleiðandi sjónvarpsþáttanna New Girl. Leikstjóri myndarinnar, Jason Moore, hóf feril sinn á Broadway þar sem hann leikstýrði Les Misérables sem sýnt var í Imperial-leikhúsinu. Hann hefur einnig leikstýrt nokkrum þáttum af Dawson?s Creek, One Tree Hill og Brothers & Sisters. Pitch Perfect er fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Kvikmyndin hefur fengið góða dóma og gefur vefsíðan Rottentomatoes.com henni 77 prósent af hundraði. Einn gagnrýnandi segir myndina eina "skrítnustu kvikmynd ársins" en telur hana jafnframt í hópi "skemmtilegustu kvikmynda ársins". Pitch Perfect er byggð á samnefndri bók Mickey Rapkin, ritstjóra tímaritsins GQ. Rapkin fylgdist með a capella-sönghópum Tufts-háskóla, Oregon-háskóla og Háskólanum í Virginíu. Sönghópa sem þessa má finna í fjölda bandarískra háskóla. Rapkin fylgdist með vinnu sönghópanna í eina önn og fjallar bókin meðal annars um þá vinnu sem meðlimir hópanna leggja á sig, aðdáendur þeirra, skemmtanalífið sem fylgir þeim og samkeppnina sem ríkir milli ólíkra sönghópa.
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira