Stórpólitík í Peking Jón Ormur Halldórsson skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Kínverjar eru að fá áhuga á pólitík. Sem er ekki lítið mál því síðustu áratugi hefur landstjórnin í þessu stærsta ríki heimsins beinlínis hvílt á þeirri forsendu að þetta myndi ekki gerast í bráð. Mesta lífskjarabylting mannkynssögunnar átti að vera nóg til að fólk færi ekki að þrasa um pólitík. Þannig var það líka þar til alveg nýverið. En þetta er ört að breytast. Afleiðingarnar gætu ratað í bækur um sögu mannkyns.Arfurinn Árangur Kína í efnahagsmálum er eitt af því merkilegra sem gerst hefur í heiminum síðustu aldir. Hagkerfi Kína var talsvert minna en það franska og ekki helmingur af því japanska við valdatöku Hu Jintao og Wen Jiabao fyrir tíu árum síðan. Nú er kínverska hagkerfið orðið þrefalt stærra en það franska og hálfu stærra en það japanska. Kína hefur á aðeins tíu árum orðið fjórum sinnum ríkara í dollurum talið. Nýja forustusveitin sem tók við í morgun fær í arf mesta árangur í efnahagsmálum sem nokkurt stórt ríki hefur náð í mannkynssögunni.Banvænt mein Kínverjar vita vel af þessum árangri. En óánægjan með flokkinn fer ört vaxandi. Svo er komið að flokkurinn stjórnar ekki lengur pólitískri umræðu á meðal almennings í Kína. Þar haldast í hendur ný samskiptatækni sem hundruð milljóna landsmanna nota daglega, almenn þjóðfélagsleg vakning og mjög minnkandi ótti við að gagnrýna valdhafa á almannafæri. Spilling innan flokksins og ofríki flokksgæðinga á öllum sviðum athafnalífs og þjóðlífs er ört að ræna hann tilkalli til virðingar. Flokkurinn minnir sífellt meira á gráðuga hagsmunaklíku. Þetta segja menn núorðið óhikað á almannafæri.Flokkurinn Hu Jintao stærði sig af því á flokksþinginu að tíu milljónir manna hefðu gengið í flokkinn síðustu ár en nær 85 milljónir manna eru á flokksskrám. Það vita hins vegar allir í Kína hvers vegna menn ganga í flokkinn. Það er leiðin til opinberra embætta, frama í starfi, tengslamyndunar, fyrirgreiðslu og annarra þarfra hluta í lífi metnaðarfullra einstaklinga. Menn þekkja þetta fyrirbæri í minna mæli í mörgum ríkjum með vanþróað stjórnmálalíf.Opnun hafnað Fyrir nokkrum árum virtist sem leiðtogar landsins ætluðu að opna samfélagið skref fyrir skref og leyfa pólitískar umbætur samhliða áframhaldandi áherslum á öran hagvöxt. Stórstígar efnahagsframfarir, sögðu umbótasinnar, myndu tryggja flokknum og forustusveitinni innan hans áframhaldandi völd þótt einhvers konar lýðræði yrði innleitt. Opnun, sögðu menn, myndi ekki aðeins tryggja almennari sátt, heldur líka auka skilvirkni í hagkerfinu og draga úr spillingu. Þessari hugmynd var hafnað af Hu Jintao og fleiri í forustunni. Sagt er að Wen Jiabao og nokkrir leiðandi menn hafi verið á öðru máli.Matarmikil dúsa Í staðinn ákváðu valdhafarnir að bregðast við háværustu kvörtunum almennings. Heilbrigðiskerfið, sem hafði nánast hrunið þrátt fyrir gífurlegan hagvöxt, hefur verið bætt og gert stórum aðgengilegra fyrir almenning. Gjöld fyrir grunnmenntun barna hafa verið lækkuð eða felld niður. Eftirlaunakerfi hefur verið komið á um land allt. Skref til umhverfisverndar hafa verið stigin. Velmegun nær nú til stærri hluta landsins. Engin vestræn ríkisstjórn myndi óttast kosningar eftir slíkan árangur. En það gerir sú kínverska.Hugsunin Pólitík truflar efnahagslífið, sundrar þjóðinni og opnar leiðir til útlendra áhrifa í Kína, segja leiðtogarnir. Þeir vísa til ægilegrar sögu síðustu alda, en umræða þar eystra er oft rík af sögulegum tilvísunum, og þá ekki síst til tímabila innlendrar sundrungar sem opnaði fyrir útlenda ásælni. Hu Jintao kallar stefnu sína vísindalega þróunarstefnu. Hún er sögð felast í opnum huga, skynsemi, sjálfbærni og virðingu fyrir staðreyndum. Sem sagt öfugt við pólitík.Ríkisvæðing Stefna síðustu ára hefur greitt götu ríkisfyrirtækja á kostnað einkafyrirtækja, sem eiga mjög undir högg að sækja í samkeppni um fjármagn og viðskiptatækifæri. Ekki aðeins risastór heldur líka vaxandi hluti atvinnulífsins er í eigu eða umsjón opinberra aðila. Tekist er á um þetta í flokknum og svo virðist sem fylgjendur meiri einkareksturs og heilbrigðari bankastarfsemi hafi unnið á í aðdraganda flokksþingsins. Sem skiptir máli og gæti líka dregið úr vaxandi andúð á flokknum í hópi milljóna smárra atvinnurekenda. En það er hins vegar pólitíkin sjálf og þátttaka almennings í henni sem er orðið stóra málið í Kína.Allt lagt undir Erfiðasta verkefni nýrra leiðtoga er að finna leiðir til að helga vald flokksins með fleiru en hagvexti og leiðir til að auka aga innan hans. Vitað er að þeir stúdera nú lexíur frá Singapúr, Taívan og S-Kóreu og ræða opinskátt sín á milli um hvernig unnt sé að opna fyrir lýðræði en tryggja um leið áfram völd flokksins. Líkurnar á því að það takist eru sennilega minni en leiðtogarnir halda. Það er ekki aðeins Kína sem á undir því að ekki takist of illa til. Afleiðingar upplausnar og átaka gætu orðið heimssögulegar. Ekki síst ef þeir sem keppa um völd reyna að þjappa fólki saman um yfirboð í þjóðernishyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Kínverjar eru að fá áhuga á pólitík. Sem er ekki lítið mál því síðustu áratugi hefur landstjórnin í þessu stærsta ríki heimsins beinlínis hvílt á þeirri forsendu að þetta myndi ekki gerast í bráð. Mesta lífskjarabylting mannkynssögunnar átti að vera nóg til að fólk færi ekki að þrasa um pólitík. Þannig var það líka þar til alveg nýverið. En þetta er ört að breytast. Afleiðingarnar gætu ratað í bækur um sögu mannkyns.Arfurinn Árangur Kína í efnahagsmálum er eitt af því merkilegra sem gerst hefur í heiminum síðustu aldir. Hagkerfi Kína var talsvert minna en það franska og ekki helmingur af því japanska við valdatöku Hu Jintao og Wen Jiabao fyrir tíu árum síðan. Nú er kínverska hagkerfið orðið þrefalt stærra en það franska og hálfu stærra en það japanska. Kína hefur á aðeins tíu árum orðið fjórum sinnum ríkara í dollurum talið. Nýja forustusveitin sem tók við í morgun fær í arf mesta árangur í efnahagsmálum sem nokkurt stórt ríki hefur náð í mannkynssögunni.Banvænt mein Kínverjar vita vel af þessum árangri. En óánægjan með flokkinn fer ört vaxandi. Svo er komið að flokkurinn stjórnar ekki lengur pólitískri umræðu á meðal almennings í Kína. Þar haldast í hendur ný samskiptatækni sem hundruð milljóna landsmanna nota daglega, almenn þjóðfélagsleg vakning og mjög minnkandi ótti við að gagnrýna valdhafa á almannafæri. Spilling innan flokksins og ofríki flokksgæðinga á öllum sviðum athafnalífs og þjóðlífs er ört að ræna hann tilkalli til virðingar. Flokkurinn minnir sífellt meira á gráðuga hagsmunaklíku. Þetta segja menn núorðið óhikað á almannafæri.Flokkurinn Hu Jintao stærði sig af því á flokksþinginu að tíu milljónir manna hefðu gengið í flokkinn síðustu ár en nær 85 milljónir manna eru á flokksskrám. Það vita hins vegar allir í Kína hvers vegna menn ganga í flokkinn. Það er leiðin til opinberra embætta, frama í starfi, tengslamyndunar, fyrirgreiðslu og annarra þarfra hluta í lífi metnaðarfullra einstaklinga. Menn þekkja þetta fyrirbæri í minna mæli í mörgum ríkjum með vanþróað stjórnmálalíf.Opnun hafnað Fyrir nokkrum árum virtist sem leiðtogar landsins ætluðu að opna samfélagið skref fyrir skref og leyfa pólitískar umbætur samhliða áframhaldandi áherslum á öran hagvöxt. Stórstígar efnahagsframfarir, sögðu umbótasinnar, myndu tryggja flokknum og forustusveitinni innan hans áframhaldandi völd þótt einhvers konar lýðræði yrði innleitt. Opnun, sögðu menn, myndi ekki aðeins tryggja almennari sátt, heldur líka auka skilvirkni í hagkerfinu og draga úr spillingu. Þessari hugmynd var hafnað af Hu Jintao og fleiri í forustunni. Sagt er að Wen Jiabao og nokkrir leiðandi menn hafi verið á öðru máli.Matarmikil dúsa Í staðinn ákváðu valdhafarnir að bregðast við háværustu kvörtunum almennings. Heilbrigðiskerfið, sem hafði nánast hrunið þrátt fyrir gífurlegan hagvöxt, hefur verið bætt og gert stórum aðgengilegra fyrir almenning. Gjöld fyrir grunnmenntun barna hafa verið lækkuð eða felld niður. Eftirlaunakerfi hefur verið komið á um land allt. Skref til umhverfisverndar hafa verið stigin. Velmegun nær nú til stærri hluta landsins. Engin vestræn ríkisstjórn myndi óttast kosningar eftir slíkan árangur. En það gerir sú kínverska.Hugsunin Pólitík truflar efnahagslífið, sundrar þjóðinni og opnar leiðir til útlendra áhrifa í Kína, segja leiðtogarnir. Þeir vísa til ægilegrar sögu síðustu alda, en umræða þar eystra er oft rík af sögulegum tilvísunum, og þá ekki síst til tímabila innlendrar sundrungar sem opnaði fyrir útlenda ásælni. Hu Jintao kallar stefnu sína vísindalega þróunarstefnu. Hún er sögð felast í opnum huga, skynsemi, sjálfbærni og virðingu fyrir staðreyndum. Sem sagt öfugt við pólitík.Ríkisvæðing Stefna síðustu ára hefur greitt götu ríkisfyrirtækja á kostnað einkafyrirtækja, sem eiga mjög undir högg að sækja í samkeppni um fjármagn og viðskiptatækifæri. Ekki aðeins risastór heldur líka vaxandi hluti atvinnulífsins er í eigu eða umsjón opinberra aðila. Tekist er á um þetta í flokknum og svo virðist sem fylgjendur meiri einkareksturs og heilbrigðari bankastarfsemi hafi unnið á í aðdraganda flokksþingsins. Sem skiptir máli og gæti líka dregið úr vaxandi andúð á flokknum í hópi milljóna smárra atvinnurekenda. En það er hins vegar pólitíkin sjálf og þátttaka almennings í henni sem er orðið stóra málið í Kína.Allt lagt undir Erfiðasta verkefni nýrra leiðtoga er að finna leiðir til að helga vald flokksins með fleiru en hagvexti og leiðir til að auka aga innan hans. Vitað er að þeir stúdera nú lexíur frá Singapúr, Taívan og S-Kóreu og ræða opinskátt sín á milli um hvernig unnt sé að opna fyrir lýðræði en tryggja um leið áfram völd flokksins. Líkurnar á því að það takist eru sennilega minni en leiðtogarnir halda. Það er ekki aðeins Kína sem á undir því að ekki takist of illa til. Afleiðingar upplausnar og átaka gætu orðið heimssögulegar. Ekki síst ef þeir sem keppa um völd reyna að þjappa fólki saman um yfirboð í þjóðernishyggju.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun